Fréttablaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 44
20 13. september 2010 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is Nú eru tískuvikur hausts- ins að fara af stað og er það New York sem reið á vaðið um helgina. Verið er að sýna tískustrauma og stefnur næsta vors og sum- ars. Stjörnurnar flykkjast til borgarinnar til að sýna sig og sjá aðra sem og að drekka í sig tískuna. Meðal gesta á fyrstu sýningun- um var Anna Wintour, ritstjóri Vogue, á sínum stað með svörtu sólgleraugun sem alla jafna ein- kenna hana ásamt Blake Lively og Leighton Meester úr Gossip Girl. Ef marka má fyrstu sýningar tískuvikunnar verða fölir og ljós- ir litir allsráðandi með hækkandi sól. Niðurmjóu buxurnar víkja fyrir víðum skálmum úr flæð- andi efni og magabolirnir eru að læðast aftur á sjónarsviðið. alfrun@frettabladid.is Tískuvikurnar byrjaðar BLÓMLEG Raunveruleikastjarn- an Olivia Palermo var mætt í blómakjól enda enn þá 30 stiga hiti og sumar í New York. VÍÐAR BUXUR Fatahönnuð- urinn Vera Wang var klædd samkvæmt nýjustu tísku. GLÆSILEG Diane Von Fursten- berg glöð að vanda. SKÆRBLÁ Leighton Meester var í skærbláum kjól með framúrstefnulegu sniði. MUNSTUR Blake Lively úr Gossip Girl var klædd í sumar- legan munstraðan kjól. AÐALKONAN Anna Wintour er talin ein sú áhrifamesta í bransanum. Jónmundur Grétarsson gerði garð- inn frægann fyrir fimmtán árum í leikritinu Bugsy Malone þar sem hann heillaði áhorfendur með sóp í hönd raulandi lagið „Á morgun“. Nú hefur hann ákveðið að dusta rykið af leikaraferlinum og fer með hlutverk Sams Cook í söngleiknum Buddy Holly. „Það hefur alltaf blundað í mér leikaradraumur og ég ætl- aði að sækja um leiklistarskól- ann núna síðast en guggnaði svo vegna söngsins. Ég hef bók- staflega ekki sungið síðan ég var í Bugsy,“ segir Jónmund- ur sem hafði alltaf talið sér trú um að að hann gæti bara ekki sungið lengur. „Kærasta mín þrýsti á mig að fara í prufurnar því ég var alveg á báðum áttum vegna söngsins,“ segir Jón- mundur hlæjandi en hann þurfti æfa sig og róa taug- arnar áður en hann mætti prufuna í sumar. Á milli þess sem hann mætir á stíf- ar æfingar í Austurbæ fyrir Buddy Holly æfir Jónmundur fótbolta með BÍ Bolungarvík og komst einmitt í fréttirnar um dag- inn fyrir að fagna marki sínu með eftirminnilegum hætti. „Ég var eiginlega píndur af liðsfélögum mínum í að taka lagið og þykj- ast sópa við hornfánann þegar ég skoraði. Það var eftir að Húsvíking- ar, lið sem við vorum að spila við, spiluðu Bugsy Malone-lagið fyrir leik til að kynda upp í mér og ég svaraði því svona,“ segir Jónmundur. - áp Hefur ekki sungið í fimmtán ár BARNASTJARNAN Jónmundur Grétars- son ætlaði ekki að fara aftur á svið eftir Bugsy Malone en fer nú með hlutverk Sams Cook í Buddy Holly. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GÖTUSÓPARINN Jónmundur 12 ára gamall raulandi lagið „Á morgun“. BERT Á MILLI Víðar skálmar, hárbönd og stuttir toppar sumarið 2011. > EDRÚ Í HÁLFT ÁR Ronnie Wood, gítarleikari The Rolling Stones, var svo háður eiturlyfjum á ní- unda áratugnum að hann reykti einu sinni sykur sem hann hélt að væri kókían. Kókaínneyslan kostaði hann mörg hundruð þúsund krónur á dag þegar verst lét. Í viðtali um helgina sagði hann þó drykkjuvandamál sín hafa verið verri. Wood hefur nú verið edrú í hálft ár og nýtur lífsins. Leikstjórinn Sofia Coppola hlaut Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum um helgina fyrir kvik- mynd sína Somewhere. Myndin fjall- ar um Hollywoodstjörnu sem reynir að ná aftur til ungrar dóttur sinnar. Með aðalhlutverk í myndinni fara Stephen Dorff og Elle Fanning. Í frétt breska blaðsins Guardian segir að nokkuð hafi komið á óvart að mynd Coppola hafi verið valin besta myndin á hátíðinni. Gagn- rýnendur voru ekki á einu máli um ágæti hennar en Quentin Taranti- no, formaður dómnefndarinnar og fyrrverandi kærasti Sofiu Coppola, sagði þetta hafa verið einróma álit dómnefndarinnar. „Við komum allt- af aftur að henni, jafnvel þegar við vorum að tala um hinar myndirn- ar, af því að okkur fannst hún sýna að hverju við værum að leita í okkar Gullna ljóni.“ Meðal annarra verðlaunahafa var Vincent Gallo sem valinn var besti leikarinn fyrir kvikmyndina Ess- ential Killing þar sem hann leik- ur afganskan hryðjuverkamann á flótta, Ariane Labed var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í gam- anmyndinni Attenberg sem fjallar um unga konu sem er hugfangin af heimildarmyndum Sir Davids Atten- borough. Sofia Coppola sigraði í Feneyjum SIGURVEGARI Sofia Coppola hlaut Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir mynd sína Somewhere. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.