Fréttablaðið - 13.09.2010, Side 44

Fréttablaðið - 13.09.2010, Side 44
20 13. september 2010 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is Nú eru tískuvikur hausts- ins að fara af stað og er það New York sem reið á vaðið um helgina. Verið er að sýna tískustrauma og stefnur næsta vors og sum- ars. Stjörnurnar flykkjast til borgarinnar til að sýna sig og sjá aðra sem og að drekka í sig tískuna. Meðal gesta á fyrstu sýningun- um var Anna Wintour, ritstjóri Vogue, á sínum stað með svörtu sólgleraugun sem alla jafna ein- kenna hana ásamt Blake Lively og Leighton Meester úr Gossip Girl. Ef marka má fyrstu sýningar tískuvikunnar verða fölir og ljós- ir litir allsráðandi með hækkandi sól. Niðurmjóu buxurnar víkja fyrir víðum skálmum úr flæð- andi efni og magabolirnir eru að læðast aftur á sjónarsviðið. alfrun@frettabladid.is Tískuvikurnar byrjaðar BLÓMLEG Raunveruleikastjarn- an Olivia Palermo var mætt í blómakjól enda enn þá 30 stiga hiti og sumar í New York. VÍÐAR BUXUR Fatahönnuð- urinn Vera Wang var klædd samkvæmt nýjustu tísku. GLÆSILEG Diane Von Fursten- berg glöð að vanda. SKÆRBLÁ Leighton Meester var í skærbláum kjól með framúrstefnulegu sniði. MUNSTUR Blake Lively úr Gossip Girl var klædd í sumar- legan munstraðan kjól. AÐALKONAN Anna Wintour er talin ein sú áhrifamesta í bransanum. Jónmundur Grétarsson gerði garð- inn frægann fyrir fimmtán árum í leikritinu Bugsy Malone þar sem hann heillaði áhorfendur með sóp í hönd raulandi lagið „Á morgun“. Nú hefur hann ákveðið að dusta rykið af leikaraferlinum og fer með hlutverk Sams Cook í söngleiknum Buddy Holly. „Það hefur alltaf blundað í mér leikaradraumur og ég ætl- aði að sækja um leiklistarskól- ann núna síðast en guggnaði svo vegna söngsins. Ég hef bók- staflega ekki sungið síðan ég var í Bugsy,“ segir Jónmund- ur sem hafði alltaf talið sér trú um að að hann gæti bara ekki sungið lengur. „Kærasta mín þrýsti á mig að fara í prufurnar því ég var alveg á báðum áttum vegna söngsins,“ segir Jón- mundur hlæjandi en hann þurfti æfa sig og róa taug- arnar áður en hann mætti prufuna í sumar. Á milli þess sem hann mætir á stíf- ar æfingar í Austurbæ fyrir Buddy Holly æfir Jónmundur fótbolta með BÍ Bolungarvík og komst einmitt í fréttirnar um dag- inn fyrir að fagna marki sínu með eftirminnilegum hætti. „Ég var eiginlega píndur af liðsfélögum mínum í að taka lagið og þykj- ast sópa við hornfánann þegar ég skoraði. Það var eftir að Húsvíking- ar, lið sem við vorum að spila við, spiluðu Bugsy Malone-lagið fyrir leik til að kynda upp í mér og ég svaraði því svona,“ segir Jónmundur. - áp Hefur ekki sungið í fimmtán ár BARNASTJARNAN Jónmundur Grétars- son ætlaði ekki að fara aftur á svið eftir Bugsy Malone en fer nú með hlutverk Sams Cook í Buddy Holly. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GÖTUSÓPARINN Jónmundur 12 ára gamall raulandi lagið „Á morgun“. BERT Á MILLI Víðar skálmar, hárbönd og stuttir toppar sumarið 2011. > EDRÚ Í HÁLFT ÁR Ronnie Wood, gítarleikari The Rolling Stones, var svo háður eiturlyfjum á ní- unda áratugnum að hann reykti einu sinni sykur sem hann hélt að væri kókían. Kókaínneyslan kostaði hann mörg hundruð þúsund krónur á dag þegar verst lét. Í viðtali um helgina sagði hann þó drykkjuvandamál sín hafa verið verri. Wood hefur nú verið edrú í hálft ár og nýtur lífsins. Leikstjórinn Sofia Coppola hlaut Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum um helgina fyrir kvik- mynd sína Somewhere. Myndin fjall- ar um Hollywoodstjörnu sem reynir að ná aftur til ungrar dóttur sinnar. Með aðalhlutverk í myndinni fara Stephen Dorff og Elle Fanning. Í frétt breska blaðsins Guardian segir að nokkuð hafi komið á óvart að mynd Coppola hafi verið valin besta myndin á hátíðinni. Gagn- rýnendur voru ekki á einu máli um ágæti hennar en Quentin Taranti- no, formaður dómnefndarinnar og fyrrverandi kærasti Sofiu Coppola, sagði þetta hafa verið einróma álit dómnefndarinnar. „Við komum allt- af aftur að henni, jafnvel þegar við vorum að tala um hinar myndirn- ar, af því að okkur fannst hún sýna að hverju við værum að leita í okkar Gullna ljóni.“ Meðal annarra verðlaunahafa var Vincent Gallo sem valinn var besti leikarinn fyrir kvikmyndina Ess- ential Killing þar sem hann leik- ur afganskan hryðjuverkamann á flótta, Ariane Labed var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í gam- anmyndinni Attenberg sem fjallar um unga konu sem er hugfangin af heimildarmyndum Sir Davids Atten- borough. Sofia Coppola sigraði í Feneyjum SIGURVEGARI Sofia Coppola hlaut Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir mynd sína Somewhere. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.