Fréttablaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 54
30 13. september 2010 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN Vanalega fæ ég mér Kelloggs Special K en um helgar eða til hátíðabrigða finnst mér æð- islegt að fá mér kókópöffs eða amerískar pönnukökur. Hallfríður Þóra Tryggvadóttir leikkona, sem stígur sín fyrstu skref í myndinni Sumarlandið. Þýska forlagið Kiepenheuer und Witsch hefur fest kaup á óút- gefinni bók Jónínu Leósdóttur. Bókin kemur út í nóvember hér á landi en Þjóðverjarnir hrifust svo af handritinu að þeir ákváðu að eigna sér það strax. Jónína hefur undanfarin þrjú ár gefið út unglingabækur en að þessu sinni fikrar hún sig upp aldursstigann. Sagan Allt fínt … en þú? segir frá því þegar höfuð fjölskyldunnar, pabbinn og afinn, missir eigin- konuna sína. Tveimur mánuðum eftir andlátið dúkkar hann upp með nýja unnustu, mun yngri. Og dætur hans tvær þurfa því bæði að takast á við sorgina og nýju kærustuna hans pabba. Jónína er auðvitað nýkom- in heim frá Færeyjum þar sem hún var ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra í opinberri heim- sókn. Heimsóknin vakti nokk- uð mikla athygli vegna ummæla þingmannsins Jenis av Rana sem neitaði að sitja til borðs með þeim. Jónína sjálf hefur hins vegar ekk- ert nema gott um Færeyjar og Færeyinga að segja. „Þetta er alveg rosalega falleg eyja og Fær- eyingar eru alveg yndislegt fólk enda frændur okkar,“ segir Jónína sem, eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir helgi, tók við færeysku útgáfunni af norræna smásagna- safninu Elskar mig, elskar mig ekki en hún á eimnitt titilsöguna. Jónína segir síðan stefnt að því að kynna hana á bókamessu í Gauta- borg á næstunni. Jónína kveðst ekki hafa þurft að setja sig í ein- hverjar sérstakar stellingar þegar hún skipti úr unglingabókum yfir í sögur af fullorðnum. „Ég hef bara alltaf haft mjög mikinn áhuga á mannlegum samskiptum, allt sem ég skrifa um fjallar um mannleg samskipti,“ segir Jónína. - fgg Óútgefin bók Jónínu seld til Þýskalands MEÐ FÆREYSKU ÚTGÁFUNA Jónína Leósdóttir með færeysku útgáfuna af norræna smásagnasafninu Elskar mig, elskar mig ekki. Hún segir Færeyinga yndislegt fólk. Unglingakeppnin Skólahreysti, þar sem grunn- skólnemar landsins keppa í allskyns íþrótta- þrautum, verður miðpunktur nýrrar íslenskra unglingamyndar sem framleiðslufyrirtæk- ið Saga Film hyggst gera. Ragnar Agnars- son hefur verið ráðinn leikstjóri myndarinn- ar en Margrét Örnólfsdóttir hefur skilað inn fyrsta uppkastinu að handriti. Ragnar segir þetta ákaflega spennandi verkefni, vinnuheit- ið sé Steinn, sem er í höfuðið á aðalpersón- unni. „Fyrsta uppkastið er alveg gríðarlega flott, þetta er unglingadrama og eins langt frá Ódáðahrauni og hugsast getur,“ segir Ragnar en hann vinnur einmitt að kvikmynd upp úr samnefndri bók Stefáns Mána. „Þegar maður er að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndagerð þá er gott að prófa nokkrar tegundir af kvikmyndum og mér líst alveg rosalega vel á þetta.“ Margrét Örnólfsdóttir viðurkennir að hún hafi horft á þættina í sjónvarpi með öðru aug- anu. „En eftir að ég byrjaði á þessu verk- efni hef ég kynnt mér þetta talsvert,“ segir Margrét en myndin fjallar um ungan dreng sem fer hressilega út af sporinu heima fyrir og er sendur í hálfgerða útlegð úti á landi til að kynnast sjálfum sér upp á nýtt. Þar kemst hann í kynni við hóp sem er sendur í Skólahreysti. Margrét er ekki alveg reiðubúin til að kvitta upp á að þetta sé íslenska útgáfan af Karate-Kid. „Ég hef aðeins rætt við aðstandendur Skólahreysti og þeir hafa sagt mér að þetta sé ekkert óalgengt, að krakkar sem finna sig ekki alveg í hefðbundnu skólastarfi blómstri í Skólahreysti.“ - fgg Skólahreysti vettvangur nýrrar bíómyndar VINSÆLT Margrét Örnólfsdóttir segir það ekkert óalgengt að krakkar sem njóta sín ekki í hefðbundnu skóla- starfi blómstri í Skólahreysti. Keppni grunnskólabarna verður miðpunkt- urinn í nýrri unglingamynd sem Saga Film framleiðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÁRÉTT 2. eiga, 6. í röð, 8. meðal, 9. hljóma, 11. tveir eins, 12. lyf, 14. vörubyrgðir, 16. belti, 17. kk nafn, 18. kvabb, 20. klaki, 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. botnfall, 3. bor, 4. ölvun, 5. máttur, 7. hvellur, 10. skel, 13. siða, 15. tröll, 16. rjúka, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. hafa, 6. rs, 8. lyf, 9. óma, 11. ll, 12. meðal, 14. lager, 16. ól, 17. ari, 18. suð, 20. ís, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. gróm, 3. al, 4. fyllerí, 5. afl, 7. smellur, 10. aða, 13. aga, 15. risi, 16. ósa, 19. ðð. „Mér finnst í raun fáránlegt að það hafi ekki þegar verið hringt í mig og mér boðið í samband- ið, að það hafi ekki verið bjallað í „gjemla“,“ segir Egill „Gillzen- egger“ Einarsson rithöfundur sem á föstudaginn sótti formlega um aðild að Rithöfundasambandi Íslands. Eins og kunnugt er hefur Egill gefið út tvær bækur á undan- förnum árum og sú þriðja kemur út fyrir næstu jól. Bækurnar hafa fengið mjög góðar viðtökur og því þykir Agli tímabært að hann gangi í Rithöfundasambandið. „Ég var að renna yfir listann yfir meðlimina í klúbbnum á heimasíðunni og ég fæ ekki betur séð en ég sé búinn að selja meira en 99 prósent af þessum pappa- kössum. Jú, jú, það eru flottir gæjar þarna inni á milli eins og Einar Kára sem spilar fótbolta en svo eru þarna pappakassar eins og Sjón. Hvað er hann, tíu kíló? Það er nú ekki beint góð land- kynning að sjá þessa horrenglu skottast um erlendis í okkar nafni. Ég held ég bjóðist bara hér með til að kjöta Sjón upp, ekki veitir af,“ segir Egill. Egill telur öruggt að honum verði vel tekið í Rithöfundasam- bandinu, þar muni hann passa vel inn. „Það er reyndar ein- hver nefnd sem þarf að sam- þykkja umsóknina. Ég geri ráð fyrir að það verði boðað til fund- ar strax og ég fái svar innan sól- arhrings.“ Rithöfundurinn segir það lengi hafa verið draum og markmið hjá sér að ganga í Rithöfundasam- bandið, alveg frá því hann var 65 kílóa Egill Einarsson í Kópavogi. „Og þannig er það enn. Þegar ég er að taka 160 kíló í bekkn- um þá nota ég það sem hvatn- ingu að vera að fara að ganga í Rithöfundasambandið. Mig lang- ar að komast til áhrifa þarna og rífa þetta batterí upp. Mér fannst reyndar leiðinlegt að sjá að Pétur Gunnars væri hættur sem for- maður og einhver Kristín tekin við. Ég hafði hlakkað til að tylla mér niður á skrifstofu formanns- ins með Pétri með prótínsjeik í hönd og ræða um Halldór [Lax- ness]. Við erum báðir hrifnir af honum.“ Á næstunni kemur út þriðja bók Egils, bók sem hann er sannfærð- ur um að festi hann í sessi sem einn af vinsælustu rithöfundum þjóðarinnar. Titill bókarinnar er Lífsleikni Gillz og tilheyrir hún ritröðinni Íslenzk öndvegisrit Gillz. „Hún er skyld fyrri bókum, ég er að hjálpa mönnum að verða betri menn. Það hafa allir drullað á sig einhvern tímann og ég kem með vinsamlegar ábendingar til að menn geti bætt sig. Til þess eru vítin að varast þau.“ hdm@frettabladid.is EGILL EINARSSON: ÞETTA ER LANGÞRÁÐUR DRAUMUR HJÁ MÉR Gillz seilist til áhrifa innan Rithöfundasambandsins LANGÞRÁÐ STUND Egill Einarsson, eða Gillz eins og hann kallar sig oft, sést hér afhenda Ragnheiði Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Rithöfundasambandsins, umsókn um aðild að sambandinu. Hann á von á því að verða tekinn inn í samband- ið innan sólarhrings. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is - Í öll anddyri - Hvaða stærð sem er - Afgreidd á 2 dögum • •B U R S TA G E R Ð I N ÍS L E N S K U R I Ð N A Ð U R Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason hefur sagt skilið við Fésbók- ina. Þetta þykja ekki lítil tíðindi þar eð Sölvi var yfirleitt manna æstastur að tjá sig á þeim sam- skiptamiðli. Eins og fram hefur komið hefur athafnakonan Jónína Benediktsdóttir nýlega ákveðið að taka sér pásu frá Fésbókarnotkun sinni. Ekki liggur fyrir af hverju þau ákváðu að segja skilið við þennan vinsælasta samskiptavef heims en leiða má að því líkur að nú fari í hönd mikil vinnutörn við ævisögu Jónínu sem Sölvi skrifar og kemur út fyrir jólin. Skemmtanalíf vetrarins fer af stað með nokkr- um látum um næstu helgi þegar afmælishá- tíð Aðdáendaklúbbs Elvis Presley á Íslandi verður haldin í Reið- höllinni í Víðidal. Jósef Ólafsson, frægasta Elvis- eftirherma lands- ins, er í forsvari fyrir skemmtuninni á laugardagskvöld og verður húsið opnað klukkan 22. Jósef er greinilega í mun að fólk skemmti sér vel og verði í góðu skapi. Tekið er fram í auglýsingu að fólk megi taka með sér áfengi eða bjór … eða bæði. Havaríið í kringum klámbrandara Jóns Gnarr í síðustu viku varð les- anda blaðsins tilefni til að rifja upp að þetta er ekki í fyrsta sinn sem deilur spretta upp í kringum Jón og meinta ósmekklega brandara. Fyrir rétt tæpum sjö árum flutti hann útvarpsleikritið Óla litla á útvarpsstöðinni Muzik en það fór fyrir brjóstið á Ómari R. Valdimars- syni, þá „ungum jafnaðarmanni“ eins og Jón kallar hann en núver- andi blaðamanni, sem skrifaði grein á Pólitík.is og kvartaði til Rík- islögreglustjóra meðal annars. Jón svaraði með grein í Morgunblaðinu sem finna má í gagna- safni þess en grein Ómars er horfin af vefnum. - áp, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 10 1 Endurskinsvesti. 2 Nýyrði og nýyrðasmíðar. 3 Erlendur Sveinsson rannsóknarlögreglumaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.