Fréttablaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 48
 13. september 2010 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is 6 FÓTBOLTI Víkingar tryggðu sér sæti í Pepsi-deild karla á laug- ardaginn eftir að þeir unnu 2-0 sigur á KA á Akureyri á sama tíma og Þórsarar töpuðu fyrir HK í Kópavoginum. Viktor Örn Guðmundsson og Marteinn Briem tryggðu Víkingi sigurinn en Marteinn hefur skor- að 6 mörk í síðustu fjórum leikj- um Víkinga sem allir hafa unnist. Það leit lengi vel út fyrir að Leiknir ætlaði að fylgja Víkingi upp en Hilmar Bjarnþórsson tryggði Fjarðabyggð 1-1 jafn- tefli á Eskifirði. Leiknir er með þremur stigum meira en Þór en Akureyringar hafa betri marka- tölu. Bæði lið eru á heimavelli í lokaumferðini, Leiknir fær Fjölni í heimsókn en Þór tekur á móti Fjarðabyggð. - óój 1. deild karla í fótbolta: Víkingar upp í Pepsi-deildina KOMNIR UPP Viktor Örn Guðmundsson kom Víkingum í 1-0. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Íslandsmeistarar Vals í handbolta tryggðu sér sæti í 2. umferð EHF-keppni kvenna í handbolta með 30-30 jafntefli við Iuventa frá Slóvakíu. Valur vann fyrri leikinn með fimm mörkum. Markvörðurinn Guðný Jenný Ásmundsdóttir fylgdi eftir frá- bærum fyrri leik með því að verja 22 skot í seinni leiknum. Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst með 7 mörk. Valur mætir þýska liðinu VfL Oldenburg í 2. umferð. - óój Valskonur fóru áfram: Jenný í stuði Hásteinsvöllur, áhorf.: 1010 ÍBV KR TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 22–20 (16–14) Varin skot Elías Fannar 10 – Lars 14 Horn 7–6 Aukaspyrnur fengnar 7–10 Rangstöður 3–2 KR 4–3–3 *Lars Moldeskred 9 Skúli Jón Friðgeirss. 6 Mark Rutgers 6 Grétar Sigfinnur 5 Dofri Snorrason 7 Baldur Sigurðsson 6 Bjarni Guðjónsson 6 Egill Jónsson 6 (65., Björgólfur Tak. 5) Óskar Örn Haukss. 7 Guðjón Baldvinss. 8 Kjartan Henry Finn. 6 *Maður leiksins ÍBV 4–3–3 Elías Fannar Stefn. 5 Matt Garner 6 Eiður Aron Sigurbjö. 5 Rasmus Christiansen 6 Arnór Eyvar Ólafsson 5 (77., Eyþór Helgi -) Þórarinn Ingi Vald. 6 (88., Anton Bjarnas. -) Andri Ólafsson 6 Finnur Ólafsson 6 Tony Maweije 5 Tryggvi Guðmundss. 6 Denis Sytnik 6 (81., Danien Warlem -) 0-1 Guðjón Baldvinsson (2.) 0-2 Mark Rutgers (5.) 1-2 Tony Mawejje (49.) 2-2 Þórarinn Ingi valdimarsson (60.) 2-3 Kjartan Henry, víti (71.) 2-4 Guðjón Baldvinsson (80.) 2-4 Erlendur Eiríksson (6) Pepsi-deild karla STAÐAN Breiðablik 19 11 4 4 41-22 37 ÍBV 19 11 3 5 31-22 36 FH 19 10 5 4 36-27 35 KR 19 10 4 5 38-25 34 Valur 19 7 7 5 31-33 28 Fram 18 7 5 6 29-28 26 Stjarnan 19 6 6 7 37-36 24 Keflavík 18 6 6 6 19-23 24 Grindavík 19 5 5 9 23-29 20 Fylkir 19 5 3 11 31-39 18 Haukar 19 2 8 9 25-40 14 Selfoss 19 4 2 13 27-44 14 NÆSTU LEIKIR Fram-Keflavík Í kvöld klukkan 19.15 Keflavík-Valur fim. 16. sep. kl: 17.15 Fylkir-Grindavík fim. 16. sep. kl: 17.15 Selfoss-ÍBV fim. 16. sep. kl: 17.15 Stjarnan-FH fim. 16. sep. kl: 17.15 KR-Breiðablik fim. 16. sep. kl: 17.15 Haukar-Fram fim. 16. sep. kl: 17.15 ÚRSLIT OG STAÐA FÓTBOLTI Fylkir átti sinn besta leik í nokkuð langan tíma þegar liðið lék gegn Breiðabliki í Kópavogi í gær. Það dugði þó ekki til þar sem Blikar fóru að lokum með sigur af hólmi 1-0. „Þetta var ansi erfið fæðing og mikil barátta allan leikinn,“ sagði Ingvar Þór Kale, markvörð- ur Breiðabliks. „Þessi leikur hefði getað farið hvernig sem var því bæði lið fengu góð færi og þetta var örugglega fínasta skemmtun fyrir áhorfendur.“ Ingvar segir Blika hafa búist við baráttuglöðu Fylkisliði. „Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og fara vel í tæklingarnar. Þeir áttu ágætis leik, það verður ekki tekið af þeim.“ Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum en bæði lið áttu hættulegar sóknir og markverð- irnir voru í góðum gír. Fylkir var án sterkra leikmanna en þeir ungu menn sem komu inn stóðu fyrir sínu og ljóst að menn voru að leggja sig alla fram. Árbæingar voru vel skipulagð- ir en stuðningsmenn þeirra hafa lært í sumar að það þýðir ekkert að byrja að fagna í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik kom eina mark leiksins þegar Kristinn Steindórs- son náði að koma boltanum í netið eftir að skot frá Finni Orra Marg- eirssyni var varið. Blikar fengu eftir markið hættu- legri færi til að bæta við öðru marki en fóru illa að ráði sínu. Þeir voru stálheppnir að fá ekki refsingu rétt fyrir leikslok þegar Ingimundur Níels Óskarsson fékk dauðafæri en Ingvar Kale varði vel. Með sigrinum komst Breiða- blik aftur á toppinn þar sem Eyja- menn töpuðu. Ingvar er þó alls ekki byrjaður að fagna. „Þetta er heljarinnar pakki og það getur allt gerst í þessu enn þá. Það er nokk- uð ljóst að ef við klárum þá leiki sem við eigum eftir þá verðum við meistarar. Við verðum bara að gera það,“ sagði Ingvar Kale. Þórir Hannesson var fyrirliði Fylkis í gær og fannst liðið eiga eitthvað skilið úr leiknum. „Við brotnuðum ekki við markið eins og hefur verið nánast. Þetta er algjörlega í okkar höndum og við ætlum að vinna næstu tvo leiki sem eru báðir á okkar heimavelli, það kemur ekkert annað til greina en að klára þetta sjálfir,“ sagði Þórir. - egm Frískir Fylkismenn létu Breiðablik hafa fyrir sigrinum á Kópavogsvelli í gær: Blikarnir í toppsætið á ný KOMNIR Á TOPPINN Blikarnir fagna hér 1-0 sigri sínum á Fylki í gær en með honum komust þeir aftur upp fyrir Eyjamenn á topp Pepsi-deildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI KR-ingar settu enn meiri spennu í toppbaráttu Pepsi-deildar karla með því að vinna 4-2 sigur á ÍBV Eyjum í í gær og skjóta Eyja- menn þar með niður af toppnum. Breiðablik er nú með 37 stig á toppnum, einu stigi meira en ÍBV, tveimur stigum meira en FH og þremur stigum meira en KR. KR byrjaði leikinn heldur betur af krafti en þeir voru búnir að skora eftir aðeins 58 sekúndur. Guðjón Baldvinsson sneri þá glæsi- lega af sér Eið Aron varnarmann Eyjamanna, slapp einn í gegn og skoraði. Þetta kjaftshögg virtist ekki vera nóg til að vekja leikmenn ÍBV því Mark Rutgers bætti við öðru marki KR eftir aðeins fimm mín- útna leik. Þá tók Bjarni Guðjóns- son aukaspyrnu við endalínuna rétt utan markteigs, sendi boltann fyrir og boltinn fór í gegnum þvöguna og þar stóð Mark einn og óvaldaður og potaði boltanum í netið. Eftir þetta voru KR-ingarnir lík- legri til að bæta við en Eyjamenn voru í raun heppnir að komast inn í hálfleik með 0-2 á bakinu. Heimir Hallgríms hefur heldur betur lesið yfir sínum mönnum í hléinu því það mætti gjörbreytt lið í seinni hálfleikinn. Tony Mawej- je skoraði þegar 4 mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Mikil stemning var í liðinu á þessum tíma og fengu heimamenn dæmda vítaspyrnu á 51. mínútu en Tryggvi Guðmundsson fór á vítapunktinn og lét Lars Ivar verja hjá sér. Það var frábær markvarsla hjá Lars. Það breytti því ekki að Eyja- menn náðu að jafna metin á 60. mínútu, þá var það Denis Sytnik sem komst einn í gegn og lagði bolt- an fyrir Þórarinn Inga Valdimars- son sem skoraði í tómt markið. Eftir þetta voru Eyjamenn betri en fengu dæmda á sig vítaspyrnu á 71. mínútu. Tony Mawejje felldi Kjartan Henry Finnbogason. Kjartan fór sjálfur á vítapunktinn og skoraði örugglega. Þá virtist dampurinn detta úr þessu hjá Eyjamönnum og KR- ingar bættu við fjórða markinu á 80. mínútu þegar Guðjón Baldvins- son sá að Elías Fannar var kominn vel út úr markinu og vippaði glæsi- lega yfir hann og í fjærhornið. Heimir Hallgrímsson, þjálf- ari ÍBV var að vonum ekki sáttur eftir leikinn. „Við vorum komn- ir 0-2 undir eftir bara 4 mínútur og það tók okkur góðan hálftíma eftir þetta að komast í gang,“ sagði Heimir. „Í seinni hálfleik var bara allt annað hugafar og í stöðunni 1-2 fáum við víti en klúðrum því. Strax í framhaldinu skorum við og mér fannst við alveg vera með leikinn í okkar hendi á þeim tímapunkti. Við fáum svo dæmda á okkur kjánalegt víti og það slær menn aftur út.“ Lars Ivar Moldskred átti stór- leik í marki KR. Hann varði víti og nokkrum sinnum varði hann bæði skalla og skot af mjög stutt- um færum. Hann hélt KR- ingum því inni í leiknum oft á tíðum. „Þetta réðst mikið á markvörsl- unni hjá Lars sem ver þrisvar sinn- um alveg glæsilega í þessum leik og var klárlega maður leiksins,” sagði Heimir. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var ánægður með sína menn í leikslok. „Við vorum heilt yfir betri en þegar Eyjamenn koma inn í leikinn og ná að jafna þá fá þeir ágætis séns að komast yfir. En svo fannst mér við ná aftur tökum á leiknum. Við gerum í raun út um leikinn með að skora þessi tvö frá- bæru mörk sem að skildu liðin síðan að,“ sagði Rúnar. - vsh Réðst á markvörslu Lars KR-ingar sóttu öll þrjú stigin til Vestmannaeyja í gær eftir 4-2 sigur á ÍBV í sveiflukenndum og hörkuspennandi leik. Guðjón Baldvinsson skoraði tvö mörk í leiknum og Lars Moldeskred varði aftur víti frá Tryggva Guðmyndssyni.. KJARTAN HENRY FINNBOGASON skoraði mikilvægt mark fyrir KR-inga í Eyjum í gær þegar hann kom liðinu í 3-2 með marki úr víti sem hann fiskaði sjálfur. Kjartan Henry hefur nú skorað í sex deildarleikjum í röð en hann missti af tapleiknum á móti FH vegna leikbanns. TVENNA Í EYJUM Guðjón Baldvinsson hefur verið mikilvæg- ur fyrir KR-liðið á lokasprett- inum í Pepsi- deildinni. FRÉTTABLAÐ- IÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.