Fréttablaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 16
 13. september 2010 MÁNUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í Reykjavík 13. september 1894, en hann var svo síðar færður fram í ágústbyrjun. Verslunarmannafélag Reykjavíkur kom frídegi verslunarmanna á og hefur frá upphafi staðið fyrir hátíðardagskrá á honum. Dagurinn er ætlaður starfsfólki verslana að danskri fyrirmynd þar sem ekki var gert ráð fyrir neinu sérstöku orlofi þess. Frídagur verslunarmanna fellur á mánudag og helgin verður þar með löng. Helgin er af þeim sökum mesta ferðahelgi lands- ins. Heimild: wikipedia.org ÞETTA GERÐIST: 13. SEPTEMBER 1894 Frídagur verslunarmanna í fyrsta sinn „Ég hafði lengið alið með mér þann draum að stofna eigin skóla, skóla sem byði upp á hvort tveggja í senn vand- að og kannski svolítið öðruvísi nám og nú lét ég loks verða af því að henda mér út í djúpu laugina,“ segir söng- og leikkonan góðkunna Margrét Eir glað- beitt. Hún hefur stofnað nýjan skóla, Meiriskólann, þar sem boðið verður upp á nám í söng og raddbeitingu. Margrét Eir hyggst þar bjóða upp á nám fyrir þrettán ára og eldri í söng og framkomu, bæði hóp- og einka- tíma, og styttri námskeið í raddbeit- ingu. „Í söngnum kem ég til með að leggja áherslu á upphitunaræfingar, tækni og söng þar sem hver og einn finnur sína rödd. Raddþjálfunin mun þó ekki aðeins standa söngnemum til boða heldur öllum sem vilja læra að beita röddinni rétt, námið hentar þannig til dæmis þeim sem eiga erf- itt með að flytja erindi eða vilja læra betur inn á eigin rödd og styrkja hana í atvinnuskyni.“ Margrét Eir segir hugmyndina að skólanum hafa kviknað meðan hún var sjálf í leiklistarnámi í Bandaríkjun- um fyrir nokkrum árum. „Þar komst ég fyrst í kynni við raddþjálfun sem byggði á óhefðbundinni nálgun, huglæg- um aðferðum þar sem nemendur lærðu að temja sér ákveðna tækni samhliða því að kafa svolítið inn á við og finna sína eigin rödd. Mér fannst þetta smell- passa fyrir mig sem söngkonu og í kjöl- farið ákvað ég að bæta við mig námi í raddþjálfun undir handleiðslu Kristin Linklater, sem er virt á þessu sviði bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.“ Margrét Eir segist vera sú eina með þessa menntun hérlendis og vill gjarn- an kynna hana fyrir fleirum. „Mér finnst mjög mikilvægt að fólk, þá ekki síst söngvarar, læri að finna sína eigin rödd og vinna með hana,“ útskýrir hún og bætir við að námið ytra, ásamt ára- langri reynslu af leik, söng og söng- kennslu, eigi vafalaust eftir að koma sér að góðum notum í nýja skólanum. Meiriskólinn tekur til starfa í vikunni og segist Margrét Eir ekki geta beðið eftir því að taka á móti nýjum nemend- um. „Mér hefur alltaf fundist kennsl- an svo heillandi og gefandi vettvang- ur. Þarna gefst mér ekki aðeins færi á að miðla af minni eigin reynslu heldur læri ég í leiðinni ýmislegt af sjálfum nemendunum. Svo er ég að fjalla um röddina sem slíka og það heldur manni á tánum sem söngkonu,“ segir Margrét Eir sem mun kenna ýmist í Reykjavík, Kópavogi eða Hafnarfirði þar sem skól- inn er ekki kominn með fast húsnæði. „Ég held úti Facebook-síðu í nafni skól- ans þar sem allar nánari upplýsingar er að finna, svo sem námskeiðahald og þess háttar.“ roald@frettabladid.is MARGRÉT EIR SÖNG- OG LEIKKONA: HEFUR STOFNAÐ SÖNG- OG RADDSKÓLA Fer óhefðbundnar leiðir ÖÐRUVÍSI NÁLGUN Margrét Eir ætlar að beita óhefðbundnum kennsluaðferðum í Meiriskólanum, en hún tileinkaði sér þær í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TUPAC SHAKUR (1971-1996) LÉST ÞENNAN DAG. „Raunveruleikinn er skældur. Draumar gefa réttari mynd.“ 1731 Mesti mannfjöldi í 200 ár, um 600 manns, kemur saman á Þing- völlum þegar æðstu embættismenn lands- ins sverja Kristjáni kon- ungi VI. hollustueið. 1934 Rotaryklúbbur Reykja- víkur, sá fyrsti hérlend- is, stofnaður. 1969 Hljómsveitin The Plast- ic Ono band, sem í voru þau John Lennon og Yoko Ono, kemur fram í fyrsta sinn á tónleikum. 1980 Norðvesturhlíð Skessu- horns klifin en hafði fram til þessa verið talin ókleif. Tveir ungir menn vinna afrekið. 1981 Borgarfjarðarbrúin, næstlengsta brú á Íslandi, 520 metra löng, er vígð. Með brúnni styttist leiðin milli Akra- ness og Borgarness úr 69 í 38 kílómetra. 1992 Guðrún Helgadóttir hlýt- ur Norrænu barnabóka- verðlaunin fyrir bókina Undan illgresinu. AFMÆLI ANDREA GYLFADÓTTIR söngkona er 48 ára. EDDA BJÖRG- VINSDÓTTIR leikkona er 58 ára. STELLA MCCARTNEY tískuhönnuð- ur er 39 ára. JACQUEL- INE BISSET leikkona er 66 ára. Merkisatburðir Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og stuðning við andlát móður okkar, Guðbjargar Sveinsdóttur Ljósheimum, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima á Selfossi fyrir frábæra umönnun. Kristín Brynjólfsdóttir Hultgren Sveinbjörg Þóra Brynjólfsdóttir Björn Brynjólfsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku drengurinn okkar, bróðir, barnbarn og frændi, Guðmundur Þór Sigurðsson Smárarima 75 lést mánudaginn 6. september 2010. Jarðarförin verður gerð frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 14. september kl. 14.00. Halldóra Kristín Halldórsdóttir Sigurður Brynjar Guðmundsson Jón Valdimar Sigurðsson Þorbjörg Birgisdótir Halldór Brynjar Sigurðsson Thelma Björk Bogadóttir Kristinn Freyr Sigurðsson Kristín Eva Ólafsdóttir Unnur Jónsdóttir Halldór H. R. Friðjónsson Arnar Freyr, Alexander Þór, Kristín Björk og frændsystkini. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Þórunn Gestsdóttir verður jarðsungin mánudaginn 13. september kl. 15.00 frá Bústaðakirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Þórunnar er bent á Minningarsjóð FAAS (Félags áhugafólks og aðstand- enda Alzheimerssjúklinga) sem hægt er að nálgast á alzheimer.is eða í síma 533-1088. Elíza Guðmundsdóttir Ari Guðmundsson Jóhanna Jóhannsdóttir Gestur Ben Guðmundsson Ingi Þór Guðmundsson Rannveig Haraldsdóttir Hjördís Guðmundsdóttir Ómar Karl Jóhannesson Eyjólfur Andri Arason Viktor Ben Gestsson Einar Ben Gestsson Þórunn Hekla Ingadóttir Aron Snær Ingason Ísak Nói Ingason Elísa Gígja Ómarsdóttir Inga Lilja Ómarsdóttir MOSAIK Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.