Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 2
2 17. september 2010 FÖSTUDAGUR „Þórir, þyrfti þingmanna- nefndin að endurskoða álykt- anir sínar? „Endurskoðun er alltaf nauðsynleg.“ Þórir H. Ólafsson er formaður Félags löggiltra endurskoðenda. Þórir segir það rangt hjá þingmannanefnd um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að engar breytingar hafi orðið í umhverfi endur- skoðenda eftir hrunið. TRÚMÁL Biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, Pétur Bürcher, segist ekki hafa vitað af ásökunum á hendur forvera hans í biskupsstóli, Jóhannesi Gijsen. Gijsen hefur verið ásakaður um kynferðislega mis- notkun gegn börnum í hollenskum skóla á sjötta og sjö- unda áratug síðustu aldar. Núverandi biskup segir kaþólsku kirkjuna líta þess- ar ásakanir alvarlegum augum. „Það er von kaþólsku kirkjunnar að málið verði til lykta leitt og að öllu réttlæti verði fullnægt,“ segir Bür- cher. Séra Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, segir mál tengd kynferðisbrotum hafa verið rædd innan kirkjunnar og ef slíkt komi upp muni stofnunin bregðast við á þann hátt að landslögum sé fylgt og réttlæti fullnægt, þannig að bæði gerendur og þolendur fái rétta meðferð. Varðandi hrinu ásakana í kynferðisbrotamálum innan kaþólsku kirkjunnar um heim allan segir Rol- land að slíkt sé merki um að breytinga sé þörf. „Þetta kallar á hreinsanir innan kirkjunnar,“ segir hann. „Að halda betur utan um rekstur hennar og að starfsmenn haldi sig við skírlífisheit sitt.“ Rolland segir ekkert tilfelli um kynferðislegt ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar hafa komið upp hér á landi, að kirkjunni vitandi. - sv Kaþólska kirkjan á Íslandi vissi ekki um ásakanir um kynferðislega misnotkun: Ásakanir kalla á hreinsanir PÉTUR BÜRCHER OG JÓHANNES GIJSEN Bürcher segir kaþ- ólsku kirkjuna ekki hafa vitað af ásökunum um kynferðislega misnotkun á hendur fyrrverandi biskupi kirkjunnar. VIÐSKIPTI Allt hlutafé bifreiða- umboðsins Heklu verður boðið til sölu, samkvæmt tilkynningu Arion banka, sem á fyrirtækið. Fjárfestum, sem uppfylla skilyrði þátttöku, verður gefinn kostur á að fá upplýsingar um félagið og bjóða í það í framhaldinu. Fram kemur að gert sé ráð fyrir að selja allt hlutaféð í einu lagi og að söluferlið er opið öllum sem að mati bankans hafi viðeigandi þekkingu og nægan fjárhagsleg- an styrk. Áhugasömum er bent á að skila trúnaðaryfirlýsingu til Fyrir- tækjaráðgjafar Arion banka, en sölugögn verða í kjölfarið afhent á tímabilinu 21. til 28. september. - óká Arion banki selur Heklu: Söluferlið verð- ur öllum opið ALÞINGI Þingsályktanir um máls- höfðun gegn fjórum fyrrver- andi ráðherrum verða ræddar á Alþingi í dag. Verði þær sam- þykktar verður landsdómur kall- aður saman í fyrsta sinn. Niður- staða þar um mun að líkindum fást í næstu viku. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mætti í gærkvöldi til fundar við þingflokk Samfylkingarinnar, en fulltrúar flokksins í þingmanna- nefndinni sem fjallaði um rann- sóknarskýrslu Alþingis lögðu til að hún yrði ákærð fyrir Lands- dómi. Fundinum var ekki lokið er Fréttablaðið fór í prentun. Þingfundurinn hefst klukkan hálf ellefu í dag. - bþs Vanræksla fjögurra ráðherra: Tillögur um málshöfðanir ræddar í dag BARNAVERND „Samkvæmt forsend- um dóms héraðsdóms var um að ræða verklag sem samræmist ekki þeim faglegu kröfum sem Barna- verndarstofa gerir í málum af þessu tagi.“ Þetta segir Bragi Guðbrands- son, forstjóri Barnaverndarstofu, spurður um vinnubrögð við rann- sókn á kynferðisbrotamáli í Vest- mannaeyjum þar sem rúmur mán- uður leið frá því að meint brot átti sér stað þar til brotaþolinn, lítil stúlka, var færð til skýrslutöku í Barnahúsi. Í millitíðinni var barn- ið ítrekað yfirheyrt um atvikið hjá sálfræðingi, auk þess sem móðir þess lét það taka þátt í sérstökum leik til að fá fram frásögn þess af því sem gerst hafði. Taldi dóm- urinn þessa málsmeðferð til þess fallna að rýra sönnunargildi Barna- hússskýrslunnar og sýknaði á þeim grundvelli hálf áttræðan mann sem ákærður hafði verið fyrir kynferð- isbrotið gegn stúlkubarninu. „Það er mjög mikilvægt að barn- ið hafi ekki þurft að sæta ítrek- uðum viðtölum við rannsakend- ur í svona málum áður en það fer í skýrslutöku í Barnahúsi,“ segir Bragi. Hann undirstrikar að ekki sé verið að taka afstöðu til sýknu- dómsins sem slíks. Hins vegar verði farið yfir málsmeðferð- ina með starfsmönnum og barna- verndarnefnd og að líkindum gerð- ar athugasemdir við verklagið að svo búnu. Nítján konur kærðu manninn í kjölfar kæru foreldra litlu stúlk- unnar. „Þetta er mjög þekkt munstur,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Þegar einhver rýfur þögnina þá opnast flóðgáttir. Sumir kynferðisbrotamenn hafa langa slóð á eftir sér.“ - jss VESTMANNAEYJAR Forstjóri Barnavernd- arstofu mun ræða við barnaverndar- nefndina í Vestmannaeyjum. Forstjóri Barnaverndarstofu um meðferð kynferðisbrots gegn barni í Vestmannaeyjum: Vinnubrögð ekki í samræmi við verklagsreglur LÖGREGLUMÁL Á tólfta kíló af hassi fannst í einni þeirra húsleita sem gerðar voru í vikunni vegna umfangsmikils skattsvikamáls sem lögreglan í höfuðborginni hefur nú til rannsóknar. Heimildir Frétta- blaðsins herma að lögregla rann- saki hvort ágóðinn af svikunum hafi runnið til fíkniefnakaupa. Sex manns sitja nú í gæsluvarð- haldi grunaðir um að hafa svik- ið út rúmlega 270 milljónir króna endur- greiðslur á virð- isaukaskatti. E i n n þei r ra sem eru í haldi er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunur er um að gögn sem skilað var til skattsins hafi verið fölsuð og að vitorðsmaðurinn hjá skattinum hafi komið þeim í gegnum kerfið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins hafa í það minnsta sumir hinna handteknu hlotið dóma, og þá fyrir annars konar brot en efnahags- brot. „Þetta mál er stórt og flókið og umfangsmikið,“ segir Jón H.B. Snorrason, sem hefur umsjón með rannsókninni. „Þarna er grun- ur um að sviknar hafi verið út úr ríkissjóði 270 milljónir með því að leggja fyrir skattstofu röng, fölsuð og tilefnis- og tilhæfulaus gögn um starfsemi og greiðslu virðisauka- skatts sem síðan hefur falið í sér endurgreiðslu á skattinum.“ Upphaflega voru níu manns handteknir vegna rannsóknar lög- reglu í aðgerðum hennar á þriðju- dag og í fyrradag. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum þar sem ekki þótti ástæða til að halda þeim lengur. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu yfir hinum sex. Fólkið er allt íslenskt, fjórir karlmenn og tvær konur. Sexmenn- ingarnir sæta gæslu- varðhaldi til næstkom- andi mánudags, þeir sem styst voru úrskurðaðir, en hinir í allt að tvær vikur. Lögreglan, ásamt starfsmönnum frá skattrannsókn- arstjóra, framkvæmdi húsleitir í tengslum við allar handtökurnar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er fólkið talið hafa sett á fót sýndarfyrirtæki sem hafði enga raunverulega starfsemi en sýndi fram á með fölsuðum gögnum að það hefði varið stórfé til endurbóta á húsnæði. Fyrirtæki sem eru með húsnæði í uppbyggingu, sem síðan munu verða í virðisaukaskatt- skyldri starfsemi, geta fengið sérstaka heim- ild til endurgreiðslu á innskatti meðan á upp- byggingunni stendur sem í þessu tilviki var veitt af vitorðsmanninum hjá skattinum. Jón segir að rannsóknin hafi hafist í síðustu viku, eftir að fjármálastofnun sendi ábendingu um ætlað peningaþvætti til lög- reglu. Meint brot hafi staðið lengi, jafnvel árum saman. Ágóðinn af brotunum hafi ekki verið endur- heimtur og einn þáttur rannsókn- arinnar snúi einmitt að því að kom- ast að því hvað hafi orðið um féð. - jss, sh Mikið hass fannst í skattsvikarannsókn Lögregla fann á tólfta kíló af hassi í húsleit sem gerð var vegna rannsóknar á stóru skattsvikamáli. Um 270 milljónir sviknar út með tilefnislausum endur- greiðslum á virðisaukaskatti. Sex í haldi, þeirra á meðal starfsmaður skattsins. JÓN H.B. SNORRASON Í frétt um mál hina svokölluðu nímenninga í Fréttablaðinu í gær var ranglega fullyrt að þeir hefðu ráðist á Alþingi. Hið rétta er að þeir hafa verið ákærðir fyrir árásina en ekki sakfelldir. ÁRÉTTING Afmælisdagur Ómars Ragnars- sonar, 16. september, verður gerð- ur að degi íslenskrar náttúru. Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra hyggst kynna málið á ríkisstjórnarfundi í dag. Málið virðist ekki hafa átt sér langan aðdraganda. Í síðdegisút- varpi Rásar 2 í gær viðraði einn hlustenda þá skoðun sína að gera afmælisdag Ómars, sem varð sjö- tugur í gær, að degi íslenskrar náttúru. Þáttarstjórnandinn hafði sam- band við Svandísi sem örskömmu síðar kom í hljóðverið þar sem hún sat ásamt Ómari sjálfum. Hún tilkynnti síðan í beinni útsendingu að hún hygðist leggja það fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun að afmælisdagur Ómars yrði dagur íslenskrar náttúru. Þetta kom Ómari í opna skjöldu sem eitt and- artak varð orðlaus – en það gerist sjaldan. - th Óvænt útspil Svandísar: Dagur Ómars og náttúrunnar DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir kannabisrækt- anda í eitt ár, óskilorðsbundið, úr þriggja mánaða skilorðsbundnu fangelsi í héraði. Maðurinn var sakfelldur fyrir vörslu á 322 kannabisplöntum ætluðum til sölu og fyrir að hafa um nokkurt skeið staðið að ræktun þeirra. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að samkvæmt matsgerð sem lá fyrir í málinu mátti ætla að plönturnar gætu gefið af sér um nítján kíló af maríjúana og 322 grömm af hassolíu. Annar kannabisræktandi var dæmdur í átta mánaða óskilorðs- bundið fangelsi, í stað þriggja mánaða skilorðsbundins fangels- is í héraði. - jss Hæstiréttur þyngir dóm: Kannabisrækt- andi inni í ár RÍKISSKATTSTJÓRI Hinir meintu svikahrappar áttu sér vitorðsmann hjá skattayfirvöld- um. SPURNING DAGSINS H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 6 7 4 ... og rjómi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.