Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 20
2 föstudagur 17. september núna ✽ klæddu þig vel þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Arnþór Birkisson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 SÖNGKONAN Kelly Osbourne var meðal þeirra sem sóttu tískuvikuna í New York. Hún mætti í þessu dressi á tískusýningu Betsey Johnson. S tuttmyndin Heart to Heart, í leikstjórn Veru Sölvadóttur, verður frumsýnd á RIFF, Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, 26. september næstkomandi. Myndin fjallar um manneskjur sem tengjast saman vegna sláandi hjarta og segir Vera erfitt að koma orðum að söguþræðin- um sem sé svolítið óútskýranlegur, líkt og ástin. „Myndin er fantasía og handritið er að mörgu leyti mjög draumkennt og þarna fékk ég frelsi til að gera nákvæmlega það sem mig langaði til,“ útskýrir Vera sem naut liðsinn- is hjálpfúsra vina við gerð myndarinnar. „Ég fékk mikla aðstoð frá vinum mínum við gerð myndarinnar og léku þeir bæði í henni og unnu hana með mér. Jarþrúður Karlsdóttir samdi meðal ann- ars tónlistina, sá um hljóðvinnslu og lék í myndinni ásamt mér. Þannig það mætti segja að þetta sé svona „do it yourself“ mynd.“ Heart to Heart verður á meðal tæplega þrjátíu íslenskra mynda sem sýndar eru í myndaflokknum Ísland í brennidepli, en mikil ásókn hefur verið á íslensku myndirn- ar undanfarin ár. Aðspurð segist Vera mjög spennt fyrir frumsýningunni enda sé þetta í fyrsta sinn sem myndin sé sýnd almennum áhorfendum. „Myndin er ekki nema fimm mínútur að lengd og ég veit ekkert hvort ég á eftir að fá góð eða slæm viðbrögð við henni. Fjölskyldu minni fannst hún aðallega skrít- in,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „En ég er mjög ánægð með að myndin sé frum- sýnd á RIFF því þetta er orðin svo stór og metnaðarfull hátíð. Ég held að það sé alveg óhætt að segja að RIFF sé á meðal flottustu kvikmyndahátíða heims í dag.“ Vera hyggst senda myndina áfram á aðrar kvikmynda- hátíðir á næstunni en þar sem umsóknar- ferlið er bæði langt og tímafrekt hefur hún enn ekki ákveðið hvaða hátíðir verða fyrir valinu. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimsíðu RIFF, www.riff.is. - sm Mynd Veru Sölvadóttur verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF: DRAUMKENND FANTASÍA Svart á hvítu Það eru tvær vinkon- ur, búsettar hvor í sínu landinu, sem halda úti blogginu www.svarta- hvitu.blogspot.com. Á blogginu fjalla þær um allt sem við- kemur hönnun og tísku og miðla einn- ig góðum ráðum til les- enda sinna. Skemmti- legt er frá því að segja að stúlkurnar sem skrifa bloggið eru verkfræðingur og vöruhönnunarnemi. Facehunter Facehunter er án efa eitt vinsæl- asta tískublogg heims í dag. Hinn frönskumælandi Yvan Rodic stundar það að ferðast um heiminn og taka myndir af vel klæddu fólki sem hann síðan birtir á vefslóð- inni www.facehunter.blogspot. com. Rodic þessi hefur nokkrum sinnum komið til Íslands og skrá- sett tískustraumana sem hér ríkja. Hann hefur einnig gefið út bók með myndum sínum og inniheld- ur hún meðal annars myndir af ís- lenskum tískutáknum. Nýjasta tíska Bloggið www. fashionistablogg. blogspot.com fjallar einungis um tísku og nýjustu tískustraumana. Stúlkan að baki síðunni er hollensk en skrifar allar færslur á ensku. Óútskýranleg mynd Stuttmynd Veru Sölvadóttur, Heart to Heart, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF 26. september. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI G allaskyrtur hafa verið nokkuð vin- sælar undanfarið ár, bæði meðal karla og kvenna, og verða engin lát þar á því gallaskyrtur hafa sjaldan verið vinsælli en nú. Skyrturnar fást í ýmsum litum, stærðum og sniðum, allt frá þröng- um hippaskyrtum yfir í skemmtilega stelpulega skokka. Skómerkið Kron By KronKron hefur fallið vel í landann og nú hafa þau Hugrún og Magni, eigendur og hönnuðir merkisins, hannað sokkabuxna- og sokkalínu sem komin er í búðir. Línan er munstruð og litrík og getur eflaust flikkað upp á vetrarfataskápinn. SOKKARBUXUR OG SOKKAR FRÁ KRONKRON Gallaskyrtur verða vinsælar í vetur: Villta vestur tískunnar Nýjasta fitubrennsluæðið! Auðveld dansspor Fyrir allan aldur 4 vikna námskeið Hefst 20. september www.nordicaspa fitness N O R D I C A S P A Sími 444 5090 ...ég sá það á Vísi Notaðu öfluga og ókeypis leit á Vísi til að finna allt sem þú þarft að vita um stjörnurnar í Hollywood, vini þeirra, gæludýr og samkvæmislíf – eða bara eitthvað allt annað. Leitaðu að efni úr Fréttablaðinu og af Vísi. Það eina sem þarf er leitarorð. Vísir er með það. „Hollywood“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.