Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 4
4 17. september 2010 FÖSTUDAGUR DÓMUR Í MYNTKÖRFULÁNAMÁLI: Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms 2 milljóna króna bílalán tekið 2007 Útreikningur á stöðu láns miðað við að Hæstiréttur hefði ekki dæmt gengistengingu bifreiða- lána ólögmæta Staða láns 3.050.123 kr. Fjárhæð síðasta gjalddaga 67.790 kr. Staða láns miðað við ofborganir 3.050.123 kr. Ofgreitt til fjármögnunarfyrirt. 0 kr. Vextir á ofgreiðslu 0 kr. Inneign hjá fjármögnunarfyrirt. 0 kr. Upphafleg fjárhæð: 2.000.000 kr. Lán tekið: 15. júlí 2007 Lánstími: 84 mánuðir Mynt: 50% japanskt jen, 50% svissneskir frankar Vaxtaálag: 3,10% Útreikningur á stöðu láns eftir dóm Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar á bifreiðarlán með samningvöxtum Staða láns 1.235.816 kr. Fjárhæð síðasta gjalddaga 26.937 kr. Staða láns miðað við ofborganir 210.278 kr. Ofgreitt til fjármögnunarfyrirt. 920.475 kr. Vextir á ofgreiðslu 105.063 kr. Inneign hjá fjármögnunarfyrirt. 1.025.538 kr. Útreikningur miðað við breyti- lega vexti Seðlabanka Íslands án verðtryggingar Staða láns 1.401.078 kr. Fjárhæð síðasta gjalddaga 33.777 kr. Staða láns miðað við ofborganir 884.895 kr. Ofgreitt til fjármögnunarfyrirt. 510.705 kr. Vextir á ofgreiðslu 5.479 kr. Inneign hjá fjármögnunarfyrirt. 516.183 kr. Þeir sem vilja fá útreikning á sínu láni til við- miðunar geta farið á vefsíðu Sparnaðar, www. sparnadur.is, og pantað tíma. Til þess að fá lánið sitt reiknað þarf viðkom- andi að taka með sér lánasamninginn ásamt síðasta greiðsluseðli. Niðurstaða útreikninga er eingöngu til þess að gefa mynd af hugsanlegri niðurstöðu. Þeir voru gerðir 30. júní. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 25° 15° 15° 17° 16° 14° 14° 24° 16° 28° 26° 32° 15° 19° 18° 15° 9 Á MORGUN Fremur hægur vindur um mest allt land. MÁNUDAGUR Fremur hægur vindur um mest allt land. 7 6 7 89 8 8 6 7 8 8 7 7 7 9 6 11 10 10 5 3 4 2 3 2 4 10 2 32 2 3 HELGIN Það fer heldur kólnandi veðrið á landi næstu daga en sem betur fer verð- ur lítil vindkæling því vindur verður fremur hægur. Það verður bjart með köfl um nokkuð víða en suðaustan- lands má þó búast við lítils háttar vætu. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að miða skuli við hagstæð- ustu vexti Seðlabankans við upp- gjör ólögmætra gengistryggðra lána. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp rétt eftir klukkan fjögur síð- degis í gær að viðstöddu fjölmenni. Málið sem tekist var á um snerist um gengistryggðan samning um bílalán sem fjármögnunarfyrir- tækið Lýsing gerði við lántaka. Ákveða þurfti hvaða vexti lánið skyldi bera eftir að tengingin við myntkörfu var dæmd ólögmæt. Lánþeginn krafðist þess að samningsvextir yrðu látnir gilda, en þeir eru miklum mun lægri en lægstu óverðtryggðu vextir Seðla- bankans á hverjum tíma, sem hér- aðsdómur hafði áður dæmt að skyldu gilda. Samningsvextirn- ir voru einungis um 4,3 prósent, en seðlabankavextirnir á þessum tíma á bilinu 15 til 20 prósent. Niðurstaða dómsins er efnislega á sömu leið og dómur héraðsdóms; bein og órjúfanleg tengsl séu á milli samningsvaxtanna og þeirrar stað- reyndar að lánið var gengistryggt og því skyldi, úr því að gengis- tryggingarinnar nyti ekki lengur við, líta með öllu fram hjá vaxta- ákvæði samningsins. Þegar engir vextir eru í gildi, eins og í því til- viki, segja íslensk vaxtalög að miða skuli við vexti Seðlabankans. Lán- þeginn þarf því að greiða tæp- lega 800 þúsund króna eftirstöðv- ar lánsins, í stað einungis um 123 þúsunda ef samningsvextir hefðu verið látnir gilda. stigur@frettabladid.is Miðað skal við lægstu vexti Seðlabankans Miða skal við hagstæðustu vexti Seðlabankans við uppgjör ólögmætra gengis- tryggðra lánasamninga. Svo dæmdi Hæstiréttur í gær og staðfesti þar með dóm héraðsdóms. Órjúfanleg tengsl séu milli samningsvaxta og gengistryggingar. Lífrænt skiptir máli fyrir barnið þitt - Engin erfðabreytt innihaldsefni - Ræktað án notkunar meindýraeiturs Kíktu í heimsókn á www.hipp.is Kitlar bragðlaukana „Það er ánægjulegt að búið er að eyða þeirri óvissu sem verið hefur um þessi mál. Þetta hefur tafið mjög fyrir því að hægt væri að fara í eðlilega tiltekt á skuldastöðu heimil- anna. Löggjöfin hefur verið þannig að fólk ber skuldir fram yfir gröf og dauða,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann segir niðurstöðuna hins vegar hafa komið á óvart. „Ég átti von á því að samningsvextir myndu standa. Það hefði þýtt meiri niðurfærslu skulda hjá tilteknum hópi en líka að heimilin hefðu þurft að taka á sig miklar byrðar í gegnum hið opinbera, enda hefði höggið gengið nærri fjármálafyrirtækjunum. Gylfi bendir á að dómur Hæstaréttar sé frábrugðinn dómi í héraði í þeim skilningi að þar er mun skýrari afstaða tekin, sem auðveldar úrvinnsluna. „Ég fagna yfirlýsingu ráðherra um að setja eigi lög sem tryggja jafnræði óháð lánasamningum.“ Gylfi segist hafa skilning á því að greinarmunur sé gerður á lánum fyrirtækja og heimila. Fyrirtækin hafi meiri þekk- ingu, þar á milli sé meira jafnræði. Hins vegar sé flækjustig- ið varðandi fyrirtækjalánin gríðarlegt og litlu hægt að spá um hvernig úr því máli verður leyst. Gylfi segir að málið hafi seinkað efnahagsbatanum verulega og staðið nauðsynlegum aðgerðum fyrir þrifum. Dómurinn veki vonir um að hægt verði að þoka mikilvæg- um málum af stað. - shá Mikilvægt að eyða óvissunni um lánin „Það er gott að fá þessa niðurstöðu og stórt skref í að eyða óvissu,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Meginlínan er að dragast upp. Það sem nú þarf að gerast hvað varðar fyrirtækin er að allir setjist niður við sama borð, bankarnir og viðskiptavinirnir, og fari yfir hvernig best sé að vinna úr lánamálum fyrir- tækjanna. Það verður að ganga eins hratt og mögulegt er í fjárhagslega endurskipulagningu á atvinnulífinu án þess að réttur sé tekinn af einum eða öðrum.“ Vilhjálmur segir ekki einhlítt hver græði og hver tapi á uppgjörinu. „Í gegnum tíðina hafa margir hagnast á þess- um lánum, sem nú er búið að ákveða hvernig á að vaxta- reikna aftur í tímann. Svo eru aðrir sem hafa tapað. Þá vaknar spurningin gagnvart fyrirtækjunum hvort bankarnir eigi kröfurétt á fyrirtækin sem hafa hagnast. Það er svo hin hliðin á peningnum hvað verður um fyrirtækin sem töpuðu.“ Alls konar mál munu koma upp, segir Vilhjálmur og nefnir dæmi: „Hvað um þau fyrirtæki sem þegar eru orðin gjaldþrota? Hvað gerist með fyrirtæki sem reynst hafa borgað of lítið, þegar lánin verða reiknuð upp?“ Mestu skiptir, segir Vilhjálmur, að nú í fyrsta skipti sé hægt að taka á þessum málum þegar grundvallar óviss- unni um vextina hefur verið eytt. - shá Allir setjist niður og klári mál fyrirtækja „Ég mun fylgjast mjög vel með framhaldi þessa máls. Það má segja að nú hafi aðeins verið stigið eitt skref af mörg- um þar sem mörgum spurningum er enn ósvarað,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Ásta slær varnagla við að oftúlka tíðindi dagsins. Í flest- um tilfellum muni höfuðstóll lána lækka verulega frá þeim tíma þegar gengistryggð lán töldust lögmæt en líta verði til þess að sú niðurstaða að vextir skuli á hverjum tíma vera jafnháir lægstu óverðtryggðu vöxtum Seðlabanka Íslands geti reynst skuldurum afar þungur baggi. Fer slíkt eftir því á hvaða tíma hið ólögmæta gengistryggða lán var tekið. „Lægstu óverðtryggðu vextir Seðlabanka Íslands eru nú 7,75 prósent, en á tímabilinu frá september 2006 til júní 2009 voru lægstu óverðtryggðu vextir frá fimmtán til 21 prósent. Þessa vexti þurfa sumir skuldarar nú að borga.“ Ásta fagnar því að óvissu hafi verið létt af þúsundum heimila með þessum fordæmisgefandi dómi. Óvissan um vexti þessara lána hafi reynst skuldurum mjög erfið og tafið það mjög að einstaklingar í greiðsluerfiðleikum geti áttað sig á sinni raunverulegu skuldastöðu og endurskipu- lagt fjármál sín í samræmi við hana. - shá Óvissu létt en mörg flókin mál óútkljáð Hvað verð- ur um þau fyrirtæki sem þegar eru orðin gjaldþrota? VILHJÁLMUR EGILSSON FRAMKVÆMDA- STJÓRI SA Margir greiddu upp sín lán og það þarf að svara því hvaða rétt þetta fólk á. ÁSTA SIGRÚN HELGADÓTTIR UMBOÐSMAÐUR SKULDARA Ég átti von á því að samn- ingsvextir myndu standa. GYLFI ARN- BJÖRNSSON FORSETI ASÍ RÝNT Í NIÐURSTÖÐUNA Lögmenn Lýsingar og lántakandans virða fyrir sér dóm Hæstaréttar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.