Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 42
 17. september 2010 FÖSTUDAGUR26 sport@frettabladid.is 2 JÓHANN BERG GUÐMUNDSSON skoraði í gær fyrra mark AZ Alkmaar í 2-1 sigri á Sheriff Tiraspol í Evrópudeild UEFA. Þetta er hans annað mark í Evrópudeildinni því hann skoraði einnig gegn IFK Gautaborg í undankeppninni. Pepsi-deild karla: Keflavík - Valur 3-1 1-0 Andri Steinn Birgisson (16.), 2-0 Hörður Sveinsson (21.), 2-1 Martin Pedersen, víti (51.), 3-1 Hörður Sveinsson (69.). Fylkir - Grindavík 2-0 1-0 Davíð Þór Ásbjörnsson (80.), 2-0 Ingimundur Níels Óskarsson (81.). Haukar - Fram 2-1 0-1 Ívar Björnsson (53.), 1-1 Arnar Gunnlaugsson, víti (71.), 2-1 Hilmar Trausti Arnarsson (94.). *Nánar er fjallað um alla leiki á Vísi.is. STAÐAN: Breiðablik 20 12 4 4 44-23 40 ÍBV 20 12 3 5 33-22 39 FH 20 11 5 4 40-28 38 KR 20 10 4 6 39-28 34 Fram 20 8 5 7 32-31 29 Valur 20 7 7 6 32-36 28 Keflavík 20 7 6 7 23-26 27 Stjarnan 20 6 6 8 38-40 24 Fylkir 20 6 3 11 33-39 21 Grindavík 20 5 5 10 23-31 20 Haukar 20 3 8 9 27-41 17 Selfoss 20 4 2 14 27-46 14 Örugg og hljóðlát dekk Barðinn ehf | Skútuvogi 2 | 104 Reykjavík | Sími 568 3080 | www.bardinn.is Sólning | Smiðjuvegi 68-70 | Kópavogi | sími 544 5000 | www.solning.is Með Hankook dekk undir bílnum ertu öruggari í vetur. Hankook vetrardekk tryggja gott grip allan veturinn við síbreytilegar íslenskar aðstæður. Þú færð Hankook dekk í Barðanum Sölustaðir: NÚ ER TVÖFALT MEIRA Í VINNING EN Á-DUR! I I ! 1. Tottenham - Wolves ÚRV.D. 2. Aston Villa - Bolton 3. Blackburn - Fulham 4. Everton - Newcastle 5. W.B.A. - Birmingham 6. Häcken - AIK ÚRV.D. 7. Kalmar FF - GAIS 8. Ipswich - Cardiff 1. D. 9. Crystal Palace - Burnley 10. Leicester - Q.P.R. 11. Middlesbro - Reading 12. Millwall - Watford 13. Preston - Norwich 64.000.000 24.000.000 19.200.000 40.000.000 ENSKI BOLTINN 18. SEPTEMBER 2010 37. LEIKVIKA (13 R.) (12 R.) (11 R.) (10 R.) Stærstu nöfnin eru í Enska boltanum og nú er potturinn orðinn ennþá stærri. Vertu með og tippaðu fyrir kl. 13 í dag. SÖLU LÝKUR 18. SEPT. KL. 13.00 1 X 2 TIPPAÐU Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA Á 1X2.IS FÓTBOLTI „Blikar, nú tökum við bikar,“ segir í góðu Breiðablikslagi. Það bendir æði margt til þess að sá söngur sé að verða að veruleika eftir frábæran útisigur Blika á sjóðheit- um KR-ingum í gær. Breiðablik er með forystu í deild- inni þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Klári liðið Selfoss og Stjörn- una er liðið orðið meistari. Það er ekkert flóknara en það. Það var fátt sem benti til þess fyrstu 30 mínúturnar að Blikar myndu fá nokkuð úr leiknum í gær. KR-ingar réðu lögum og lofum á vellinum á meðan Blikar virtust vera að fara á taugum. Þeir stóðust þó pressu heimamanna og eftir hálf- tíma voru þeir búnir að hrista mesta skrekkinn af sér. Haukur Baldvinsson kom þeim svo yfir með fyrsta færi þeirra í leiknum. Blikar slátruðu svo leikn- um í upphafi síðari hálfleiks með tveim góðum mörkum. Frábær innkoma Blika í síðari hálfleikinn. Góður leikur KR fyrir bí og enn og aftur klikkar liðið í úrslitaleik. KR er úr leik og það endanlega að þessu sinni. Titlalaust vonbrigðatímabil í Vesturbænum. „Þessi sigur var eins og allir hinir – gríðarlega ljúfur,“ sagði sposkur þjálfari Breiðabliks, Ólafur Kristj- ánsson. „Ég vil ekki meina að við höfum verið að koma eitthvað á óvart í þessum leik. Ég átti von á sigri minna manna. Mörkin okkar voru frábær og við hefðum getað skorað meira. Við erum enn með þetta í okkar hendi en við þurfum að ná fókus fyrir næsta leik og halda áfram. Við megum ekkert slaka á. Það er enn verk að vinna,“ sagði Ólafur en strákarnir hans sýndu karakter að standa af sér áhlaup KR og koma síðan sterkir til baka. Þetta Blikalið getur farið alla leið. KR-ingar voru eðlilega svekktir með niðurstöðuna en þeir töldu sig hafa verið hlunnfarna í það minnsta í tvígang í leiknum. Eftir 20 sek- úndna leik virtist Elfar Freyr rífa Guðjón Baldvinsson niður en ekk- ert var dæmt. Hefði Jóhannes dóm- ari dæmt hefði hann þurft að vísa Elfari af velli. KR vildi síðan fá víti er boltinn fór í hönd varnarmanns Blika en ekkert var dæmt. KR-ingar geta ekkert vælt enda- laust yfir því. Þeir fengu sín færi en nýttu þau ekki. Þeir hafa fengið tækifæri til þess að koma sér enn betur inn í mótið en klikka ávallt á ögurstundu. Þeir eiga því líklega ekki skilið meira en þeir fengu í sumar. „Titillinn er farinn en við fengum samt annan séns á honum eftir að hafa verið afskrifaðir. Við erum enn í baráttu um Evrópusæti og getum því ekki hætt þótt þessi leikur hafi farið svona,“ sagði Rúnar Kristins- son, þjálfari KR. „Þetta var ekki eini úrslitaleik- ur okkar í sumar. Við höfum spilað 10 úrslitaleiki frá því ég tók við og staðið okkur vel. Það mátti lítið út af bera en svona fór þetta.“ henry@frettabladid.is Blikar, nú tökum við bikar Karlalið Breiðabliks stefnir hraðbyri að því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeist- aratitil. Liðið stóðst enn eitt prófið gegn KR á útivelli í gær er það vann 1-3 og gerði um leið út um vonir KR. „Það er enn verk að vinna,“ segir þjálfari Blika. EINBEITTUR Alfreð Finnbogason skoraði þriðja mark Breiðabliks í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KR 1-3 BREIÐABLIK 0-1 Haukur Baldvinsson (37.) 0-2 Kristinn Steindórsson (47.) 0-3 Alfreð Finnbogason (50.) 1-3 Guðjón Baldvinsson (64.) KR-völlurinn, áhorf.: 3.003 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (4) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16–11 (6–8) Varin skot Lars 5 – Ingvar 3 Horn 7–4 Aukaspyrnur fengnar 18–16 Rangstöður 4–1 KR 4-3-3 Lars Ivar Moldsked 7 – Guðm. Reynir Gunnarsson 6, Mark Rutgers 6, Grétar Sigurðarson 6, Skúli Jón Friðgeirsson 5 – Baldur Sigurðsson 5, Bjarni Guðjónsson 5, Viktor Bjarki Arnarsson 3 (58. Dofri Snorrason 4) – Óskar Örn Hauksson 6 (80. Björgólfur Takefusa -), Kjartan Henry Finnbogason 3, Guðjón Baldvinsson 7. Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 7 – Kristinn Jóns- son 6, Kári Ársælsson 7, Elfar Fr. Helgason 7, Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 (65. Olgeir Sigurgeirsson 5) – Finnur Orri Margeirsson 5, Guðm. Kristjánsson 6, Jökull Elísabetarson 7 – Haukur Baldvinsson 8 (71. Andri Rafn Yeoman -), Kristinn Steindórsson 7 (80. Guðm. Pétursson), *Alfreð Finnbogason 8.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.