Fréttablaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 10
10 17. september 2010 FÖSTUDAGUR
IÐNAÐUR Verkefnisstjórn Grænu
orkunnar skilar tillögum sínum um
aðgerðir hins opinbera til að auka
hlut innlendra orkugjafa í samgöng-
um í kringum mánaðamótin næstu,
segir Hólmfríður Sveinsdóttir, for-
maður verkefnisstjórnarinnar. Hún
segir helst horft til þess hvernig
hægt sé að nota virðisaukaskatt-
kerfið sem hvata til að ýta undir að
fólk og fyrirtæki breyti bifreiðum
sínum þannig að þær noti innlent
eldsneyti. „Og þá til endurgreiðslu
vegna íhluta og annars sem þarf til
að breyta bílum.“
Hólmfríður segir meðal annars
horft til fordæmisins í verkefninu
Allir vinna þar sem sækja má um
endurgreiðslu á virðisaukaskatti
vegna viðhalds á heimilum eða í
sumarhúsum.
„Ég á von á því að við skilum af
okkur tillögum í kringum mánaða-
mótin næstu og síðan ráða stjórn-
málamenn för,“ segir Hólmfríður,
en bendir um leið á að í stjórnar-
sáttmála ríkisstjórnarinnar sé
afdráttarlaust kveðið á um að stefnt
skuli að því að auka hlut visthæfra
innlendra orkugjafa í samgöngum á
kostnað innflutts kolefnaeldsneytis.
„Ég er því tiltölulega bjartsýn á að
þetta geti gerst,“ segir hún og kveð-
ur unnið að gerð lagafrumvarps um
málið í fjármálaráðuneytinu sem
leggja eigi fyrir haustþingið. - óká
FYLLT Á METANBÍL Þó nokkur fyrirtæki
hafa aukið hlut metanbíla í flota sínum,
þar á meðal eru Pósturinn og OR.
Verkefnisstjórn Grænnar orku skilar tillögum um næstu mánaðamót:
Vilja nýta virðisaukaskattkerfið
D A N M Ö R K T é t é n s k i
sprengjumaðurinn Lors
Doukaiev, sem handtek-
inn var í Kaupmannahöfn
á föstudag, hefur árum
saman verið fullur reiði
vegna skopmyndanna af
Múhameð spámanni, sem
danska dagblaðið Jyllands-
posten birti haustið 2005.
Þetta er haft eftir belg-
ískri eiginkonu boxþjálf-
ara sprengjumannsins, sem rætt
hefur við blaðamann dönsku dag-
blaðanna Berlingske Tidende og
BT í Belgíu.
Það var boxþjálfarinn Albert
Syben sem bar kennsl á manninn
í viðtölum við blaðamann á BT, en
danska lögreglan gat ekki sjálf
rannsakað málið í Belgíu heldur
þurfti að treysta á rann-
sókn belgísku lögregl-
unnar.
Doukaiev er fæddur í
Téténíu en hefur búið í
Belgíu í fimm ár. Hann
hefur stundað þar box og
staðið sig vel þrátt fyrir
að vera einfættur, að sögn
eiginkonu þjálfarans.
Maðurinn var handtek-
inn eftir að sprengiefni,
sem hann var með, sprakk á sal-
erni lítils hótels í Kaupmanna-
höfn, þar sem hann hafði dvalist
um skeið. Ekki er vitað hvað hann
hugðist fyrir, en danskir fjölmiðl-
ar hafa verið með getgátur um að
hann hafi ætlað að ráða ritstjóra
dagblaðsins Jyllandsposten bana.
- gb
Blaðamaður hjálpaði að bera kennsl á sprengjumann:
Var reiður vegna
skopmyndanna
LORS DOUKAIEV
REYKSPRENGJA Bandaríkjamenn og
Suður-Kóreumenn minntust þess í
fyrradag að 60 ár eru liðin frá því að
Douglas MacArthur herforingi kom
ásamt herliði sínu til S-Kóreu fáeinum
mánuðum eftir innrás frá N-Kóreu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
JAFNRÉTTISMÁL „Konur eru mikið
að ræða málin,“ segir Þórhildur
Þorleifsdóttir, formaður Jafn-
réttisráðs og fyrrum þingkona
Kvennalistans, aðspurð hvort nýtt
kvennaframboð sé í uppsiglingu.
Þórhildur flutti ræðu á fundi
Femínistafélagsins í vikunni þar
sem rætt var um nýtt kvenlægt
stjórnmálaafl. Þórhildur segir
fundinn hafa verið gagnlegan og
fólk sé mikið að velta hlutum fyrir
sér, bæði karlar og konur. „Það er
komin þörf fyrir nýjan hugsunar-
hátt,“ segir hún. - sv
Ræddu nýtt kvennaframboð:
Þörf fyrir nýjan
hugsunarhátt
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
3
4
5
4
Zzzzzzúúúúmmmm...Miklu hraðari