Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 14
14 12. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Heimili og atvinnulíf, lausnir sem legið hafa fyrir. Fyrir kosningar vorið 2009 lögðu fram- sóknarmenn áherslu á að leiðrétta bæri skuldir heimila og færðu rök fyrir því að sú aðgerð kæmi á endanum öllum til góða, bæði þeim sem skulduðu og þeim sem ekk- ert skulduðu. Þolinmæði fólks gagnvart stökkbreyttum skuldum heimila, atvinnu- leysi og forystuleysi í stjórnmálum er nú á þrotum. Framsóknarmenn hafa lagt fram fjölmörg þingmál um leiðréttingu skulda heimila og fyrirtækja, afnám verðtrygg- ingar í áföngum og fleira. Meðal þeirra eru: ■ Þingsályktun um aðgerðir til að bregð- ast við fjárhagsvanda íslenskra heimila og atvinnulífs lögð fram í mars 2009, þings- ályktun um almenna skuldaleiðréttingu lögð fram í maí 2009 ■ Þingsályktun um endurreisn íslensku bankanna þar sem m.a. er gert ráð fyrir afnámi verðtryggingar, lögð fram í júlí 2009 ■ Þingsályktun um almenna skuldaleið- réttingu lögð fram í október 2009 ■ Þingsályktun um vexti og verðtryggingu (hámarkshækkun verðtryggingar fjár- skuldbindinga) lögð fram í október 2009 ■ Þingsályktun um ráðgjafarstofu fyrir- tækja í greiðsluörðugleikum, lögð fram í október 2009 ■ Frumvarp um frestun nauðungarsölu og flýtimeðferð einkamála lagt fram í febrúar 2010 . ■ Í júní 2010 er mælt fyrir þingsályktun um þjóðarsátt þar sem m.a. er lögð til skuldaleiðrétting. Við þennan lista má svo bæta þing- málum sem þingmenn annarra flokka hafa lagt til en ekki náð fram að ganga. Af þessu má ráða að oft hafa stjórnvöld verið hvött til þess að grípa til almennra aðgerða en fram að þessu hefur ekki verið hlustað. Þingflokkur framsóknar- manna mun halda áfram að tala fyrir almennum aðgerðum þótt þvergirðings- háttur ríkisstjórnarinnar geri það að verkum að það kunni að vera of seint fyrir einhverja. Við munum nú sem fyrr taka þátt í þeim verkefnum er bæta hag heimila og fyrirtækja sama hvaðan til- lögur í þeim efnum koma og mæla áfram fyrir tillögum í þeim anda sem hér hafa verið taldar upp. Eðlilegur rekstrar- grundvöllur heimila og fyrirtækja er forsenda endurreisnar, fyrir því verður áfram barist. Lausnir sem hafa legið fyrir Skuldavandi Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður VG nýtur ekki stuðnings VG Ríkisstjórnin og þingflokkur VG njóta ekki stuðnings VG í Reykjavík. Í það minnsta ekki stjórnar VG í Reykjavík. „Þingmenn VG geta treyst á stuðning okkar þegar ráðist verður í raunveru- legar aðgerðir til bjargar heimilunum og til varnar hagsmunum almenn- ings gegn ágangi fjármálaauðvalds- ins,“ segir í nýrri ályktun stjórnar- innar. Þessi orð eru mögnuð enda fátítt að öflug og fjölmenn flokksfélög lýsi því yfir að þau styðji ekki þinglið flokks síns. Nú er að sjá hvort þinglið VG ráðist í aðgerðir sem hugnast stjórn VG í Reykjavík. Með og á móti AGS Í ályktuninni segir líka: „Stjórn VGR stendur með íslenskum almenningi í baráttunni við auðstéttirnar. Það er óásættanlegt að hér sé rekin stefna eftir forskrift AGS sem fórnar hagsmunum fjölskyldna og heimila fyrir uppgang fjármálafyrirtækja.“ Í þessum orðum kristallast sýn stjórnarinnar á þjóðfélagsástand- ið. Formaður VG er annarrar skoðunar. Hann telur samstarfs- áætlunina með AGS nauð- synlega. Fátt bendir til að það dragi saman með þessum sjónarmiðum á næstunni. Skriðjökull á þing Logi Már Einarsson, arkitekt á Akur- eyri, hefur tekið sæti sem varamaður Sigmundar Ernis Rúnarssonar á Alþingi. Logi var dansari í hinni forn- frægu æringjahljómsveit Skriðjöklum og er fyrsti Skriðjökullinn til að setjast á þing. Fróðlegt verður að sjá hvernig fara mun á með þeim Loga og flokksbróður hans Merði Árnasyni, en þeim síðarnefnda tókst nýverið að móðga íslensku arkitektastéttina illilega. bjorn@frettabladid.is Bjóðum heildarlausnir, þegar endurnýja á góleppi í stigagöngum í ölbýlis- og sambýlishúsum. Aðeins ei símtal og málið er komið í gang. Á rmú l a 32 · 108 Reyk j a v í k · S ím i 533 5060 · F a x 533 5061 · www . s t epp . i s Teppalagt tækifæri fyrir stigaganga. Verð frá 5.980 kr. per m2 ákomið. Vönduð og slitsterk, þéofin teppi sem auðvelt er að þrífa. Nýtið ykkur virðisauka- skattinn! N ú er tæp vika þar til framboðsfrestur til boðaðs stjórn- lagaþings rennur út. Ýmsir mætir einstaklingar hafa greint opinberlega frá framboði sínu en ennþá vantar heilmikið upp á þann fjölda sem á að sitja á þinginu. Sjálfsagt munu margir gera upp hug sinn um framboð á síðustu dögunum áður en frestur rennur út. Mikilvægt er að kjósendur hafi úr nógu mörgum frambjóðendum að velja með þekkingu, reynslu og yfirsýn til að ráðast í gagngera endurskoðun á stjórnarskránni. Með því að efna til þjóðfundar áður en til stjórnlagaþingsins sjálfs kemur er tryggt að raddir og sjónarmið almennings nái eyrum stjórnlagaþings. Hins vegar er ekki ennþá tryggt að við fáum hæfasta fólkið til setu á því. Fyrirkomulag stjórnlagaþings- ins getur haft bæði kosti og galla í för með sér. Því er aðeins ætlað að starfa í tvo til fjóra mánuði. Þótt greitt verði þingfararkaup, sömu laun og alþingismenn fá, fyrir setu á þinginu þennan tíma, er það enginn stjórnmálaferill að sitja á stjórnlagaþingi. Þeir sem bjóða sig fram eru í raun fremur að taka ákvörðun um að taka sér frí frá vinnunni í fjóra mánuði en að ákveða að helga sig nýju starfi í fjögur ár, eins og frambjóðendur til Alþingis gera. Margir hafa áhyggjur af því að þetta þýði að hæfasta fólkið gefi ekki kost á sér og stjórnlagaþingið verði samkunda kverúlanta sem hafa ekkert annað að gera en þrasa og þjarka. Með fullri virðingu fyrir kverúlöntum, sem eru hverri þjóð nauðsynlegir, eru þetta skiljan- legar áhyggjur. Á móti kemur að hugsanlega eru margir, sem ekki væru reiðu- búnir að fórna fjórum árum af ævi sinni í argaþras stjórnmálanna, til dæmis af því að þar með lækkuðu þeir verulega í launum eða af því að þeir vilja forða sér og fjölskyldu sinni frá óvæginni umræðu og skítkasti um árabil, frekar tilbúnir að helga sig stjórnlagaþing- inu í tvo til fjóra mánuði. Það getur vel verið að á þingið veljist fólk, sem margir hafa hvatt til að bjóða sig fram til þings en hefur aldrei látið undan þeim þrýstingi. Ýmis nöfn, sem þegar eru komin fram, benda til að þetta geti orðið raunin – en við þurfum fleiri slík. Það skiptir máli fyrir góða niðurstöðu á stjórnlagaþingi að vinnu- veitendur verði reiðubúnir að gefa fólki launalaust frí, sem hefur hug á að taka þar sæti. Hins vegar ættu frambjóðendur að forðast að leita eftir styrkjum til framboðsins. Sennilega voru það mistök hjá Alþingi að heimila frambjóðendum til stjórnlagaþingsins að verja allt að tveimur milljónum króna til kosningabaráttu. Tvær milljónir eru upphæð sem getur fælt hæft fólk frá framboði. Réttast er að frambjóðendur takmarki kynningu á sér sem mest við upp- lýsingar á einföldum vefsíðum og allir fái síðan sömu kynningu á vegum stjórnvalda, eins og lögin um stjórnlagaþing kveða á um. Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, hvatti til þess í Fréttablaðinu á laugardag að frambjóðendur freistuðust ekki til að kaupa auglýsingar í blöðum eða ljósvakamiðlum. „Stöndum sem jafnast að vígi svo sátt ríki um þá sem munu axla þessa miklu ábyrgð,“ sagði Guðrún. Það er óhætt að taka undir þá hvatningu. Fyrirkomulag stjórnlagaþingsins hefur bæði kosti og galla. Hvernig fáum við hæfasta fólkið? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.