Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 30
 12. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.is Leikhús ★★★★ Fólkið í kjallaranum Borgarleikhúsið Höfundur: Ólafur Egill Egilsson, byggt á skáldsögu Auðar Jóns- dóttur. Leikstjóri: Kristín Eysteins- dóttir Aðalhlutverk: Ilmur Kristj- ánsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Guðjón Davíð Karls- son og fleiri. Græðgin mætir kæruleysinu í heillandi leikverki í Borgarleik- húsinu. Fólkið í kjallaranum var frumsýnt á laugardagskvöldið. Auði Jónsdóttur klappað lof í lófa og Ólafur Egill Egilsson á sannar- lega hrós skilið fyrir leikgerðina sem nálgaðist upprunaverkið á trú- verðugan og næman máta. Klara er dóttir hippa og eigin- kona uppa. Kynslóðir klæða lífs- stíl sinn í búning, allir eru í leit að sjálfum sér. Klara er dóttir rót- tækra hjóna sem drekka og rífast milli þess sem þau njótast og börn- in skoppa einhvern veginn með án þess að geta rönd við reist. Ólafur Egill Egilsson leysir vel þá þungu þraut að færa bók yfir í hið leikræna form og persónurnar sem birtast okkur lifna vel á svið- inu. Leikstjórn Kristínar Eysteins- dóttur er skýr vinna með and- stæður. Sýningin stendur og fellur með aðalpersónunni Klöru sem Ilmur Kristjánsdóttir er eins og sniðin í. Það er ekki nokkur leið að afneita foreldrum sínum og heldur ekki alveg einfalt að kasta sér af fullri innlifun inn í einhvern nýjan lífs- stíl sem á að vera fínni og betri en sá sem þeir aðhylltust. Það sem togast á í henni er að hún er eins og þau, en hún vill verða eitthvað annað þó hún viti ekki alveg, hvað þetta annað er. Hún afneitar um leið og hún er á kafi í sínu fyrra lífi. Áhorfendur sátu beggja megin sviðsins og þó svo að það væri hægt að sjá hverjir sátu hinum megin truflaði það engan veginn. Lausnin var skýr og myndin þjón- aði verkinu vel. Annars vegar hið monthanalega eldhús yngri kyn- slóðarinnar og hins vegar tjald- útilegan með appelsínugula tjald- inu sem allir muna eftir (sem lifðu þá tíma). Þessi sýning var fantagóð, þar sem árekstrar hugmyndafræði mismunandi kynslóða skarast um leið og hið sammannlega er alls- ráðandi. Matarboð ungu hjónanna þar sem víntegundirnar eru fínni og glösin dýrari heldur en hjá for- eldrunum er í raun og veru sams konar fyllerí, bara í öðrum og smartari búningi. Leitin að leið- inni til þess að lifa þessu lífi er allsráðandi. Hlutverkaskipan var góð þó svo að foreldrarnir hafi verið nokkuð of ýktir. Þau Jóhann Sigurðarson og Sigrún Edda Björnsdóttir léku svolítið lausum hala og voru ekki nógu trúverðug sem þeir fulltrúar sem þau áttu að vera, nefnilega fyrir baráttu og ákveðna kynslóð. Þau eru bæði sterk og miklir senuþjófar sem áhorfendur svolgra í sig af áfergju og njóta meðan þau öslast um með argandi nærveru sinni og beittum húmor en sá há stemmdi leikstíll strokar svolítið út það sem þau standa fyrir (eða stóðu fyrir). Jóhann átti salinn í hvert sinn sem hann birtist og Sigrún Edda í hlutverki hinnar sídrukknu móður þrátt fyrir ömurlegheit- in var sprenghlægileg á köflum. Vinkonuna Fjólu sem fylgir Klöru allan tímann þó lengst af í hennar huga og hún svo afneitar með því að þykjast ekki þekkja hana þegar hún er kominn út á ystu nöf, leikur Elma Lísa Gunnarsdóttir. Leikur hennar og hlutverk er skýrt fram- an af en þegar kemur að ögur- stundinni verður rof í leikstílnum. Hefði mátt beita lágstemmdum ljósum til að skýra betur mörk lífs og dauða. Þetta var kannski í rauninni erfiðasta leikræna lausn- in og því verða lokin svolítið enda- sleppt. Guðjón Davíð Karlsson var góður í hlutverki Svenna, eig- inmanns Klöru; góður og vel þenkjandi ungur maður sem legg- ur áherslu á að þau Klara verði búin að koma sér vel fyrir í til- verunni áður en þau fari að leggja út í barneignir. Foreldrar Klöru eignuðust bara börn hvort sem það var skipulagt eða ekki. Guð- jóni tekst hér vel upp við að skapa trúverðugan snobb strák, sem þrátt fyrir yfirbragðið og uppstrílað- an fatasmekk er líka mjög mann- legur. Birgitta Birgisdóttir sem hin unga smarta eiginkona Bogga á marga góða spretti og þróast vel í verkinu. Líkamsbeiting hennar er eins og sprottin úr smartheita- og bullustrokkastefnu sjálfsdýrkunar- innar. Mjög vel gert. Einkar trú- verðugt þegar hún biður Klöru um að hlusta á trúnóið. Þröstur Leó lék manninn í kjall- aranum, manninn sem var pirr- andi og um of minnti á eitthvað ósmart. Hann hefur algert vald á karakternum. Kristín Þóra Haraldsdóttir fer með hlutverk litlu systurinnar Emblu sem illa fer fyrir og systur- dótturinnar Nönnu og er það leyst einfaldan og skemmtilegan hátt hvernig hún með örlitlum tákn- um fer milli hlutverkanna. Henni tekst mjög vel að koma sorginni og frústrasjóninni til skila. Boggi, vinurinn í matarboðinu er full- trúi gungunnar og var Hallgrím- ur Ólafsson trúverðugur í því hlut- verki, einkum þegar hann þurfti að nálgast kótilettukarlinn í kjall- aranum vegna vandamálsins með köttinn sem át fuglana. Ilmur átti sviðið og óx í hlutverk- inu við hverja raun. Ákall hennar á breytingar þegar allt er komið í vitleysu með systurina, lét ekki nokkurn mann ósnortinn. Þetta var flottur leikur og allt yfirbragð persónunnar, búningur hennar, kjóllinn, klossarnir og peysan eins og framhald af því sem var. Niðurstaðan er kannski sú að það er sama hvernig við rembumst, við verðum alltaf framhald af því sem á undan er gengið. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Fantagóð sýning um árekstra hugmyndafræði ólíkra kynslóða. Gjaldþrota gildismat Kristinn Sigmundsson óperusöngvari syngur á fyrstu klassísku tónleikum Frostrósa, sem haldnir verða í Háskólabíó 19. desember næstkomandi. Klassísku tónleikarnir eru ný viðbót við jóla- tónleika Frostrósa, sem hafa átt miklum vinsæld- um að fagna undanfarin ár. Að þessu sinni verð- ur boðið upp á tónleika á tólf stöðum vítt og breitt um landið, en auk þeirra verður nú í fyrsta skipti boðið upp á eina klassíska tónleika í lok tónleikar- aðarinnar, rétt áður en jólahátíðin gengur í garð, þar sem Kristinn Sigmundsson mun syngja, ásamt öðrum óperusöngvurum. Frostrósir Klassík verður frábrugðin hinum hefðbundnu Frostrósatónleikum því um er að ræða hátíðartónleika þar sem margir af fremstu einsöngvurum landsins syngja sígilda sálma og helgilög eftir íslenska og erlenda höfunda. Tveir fremstu tenórar landsins, þeir Jóhann Friðgeir og Garðar Thór Cortes koma fram, ásamt sópransöng- konunum Dísellu Lárusdóttur og Grétu Hergils auk Kristins. Klassískur armur Stórhljómsveitar Frostrósa, leikur undir stjórn Árna Harðarsonar. Einnig syngja á tónleikunum félagar úr Karlakór Fóstbræðra, Óperukórinn og stúlkur úr Stúlknakór Reykjavíkur. Kristinn syngur með Frostrósum FÓLKIÐ Í KJALLARANUM Ilmur Kristjánsdóttir er eins og sniðin í hlutverk aðalpersón- unnar Klöru. FROSTRÓSIR Kristinn Sigmundsson óperusöngvari syngur á fyrstu klassísku tónleikum Frostrósa. Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 199 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. SENDU SMS EST ELV Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! FULLT AF AUKAVINNINGUM TÖLVULEIKIR • DVD MYNDIR GOS OG MARGT FLEIRA! 10. HVER VINNUR! VILTU VINNA EINTAK! KOMIN Á DVD!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.