Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 12. október 2010 3 Ráðstefnan Æskan – Rödd framtíð- ar verður haldin á Hilton Reykja- vík Nordica hótel dagana 28. og 29. október. Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður nýrrar sam- anburðarrannsóknar á högum, líðan og lífsstíl norrænna ung- menna á aldrinum 16 til 19 ára. „Við höfum gert svona rannsókn- ir hérna á Íslandi frá árinu 1992 og hugmyndin var sú að gera sam- bærilega rannsókn á öllum Norður- löndunum og sjálfstjórnarsvæðun- um og var hún gerð á síðasta ári þegar Ísland gegndi formennsku í Norrænu ráðherranefndinni,“ segir Óskar Þór Ármannsson, sér- fræðingur hjá mennta- og menn- ingarmálaráðuneytinu sem stóð að rannsókninni. „Þetta er í rauninni í fyrsta sinn sem tekst að gera rannsókn fyrir þennan aldurshóp með þessum hætti. Þá eru skoðaðar allar þess- ar breytur sem skipta máli eins og vímuefnaneysla, líðan í skóla og bara almenn líðan, þátttaka í íþrótta- og æskulýðsstarfi og svo framvegis. Rannsóknin var fram- kvæmd í öllum löndunum og það voru í kringum þrjú þúsund ung- menni á aldrinum sextán til nítj- án ára sem fengu spurningalistana í hverju landi nema á Grænlandi. Þar voru í kringum sjö hundruð sem hægt var að leggja þetta fyrir, þannig að þetta er mjög marktækt úrtak sem ætti að gefa nokkuð góða mynd af Norðurlöndunum og spennandi verður að sjá hvað kemur út úr þessu,“ segir Óskar. Búist er við að ráðstefnuna sæki um það bil 100 til 120 manns, frá Norðurlöndunum. „Markmiðið er að reyna að stefna saman bæði fólki úr embættisgeiranum og rannsóknargeiranum og ekki síður ungu fólki. Þema ráðstefn- unnar er eiginlega hvernig hægt sé að nota rannsóknir í stefnu- mótun á málefnum ungs fólks. Á ráðstefnunni munum við kynna stefnumótun Norrænu ráðherra- nefndarinnar í þessum efnum og einnig verður kynnt hvernig Evr- ópusambandið vinnur að stefnu- mótun í málefnum ungs fólks. Í framhaldinu verða niðurstöður rannsóknarinnar kynntar og eftir það munu verða sex málstofur, þar sem tekin verða fyrir hvert fyrir sig: vímuefni, jafnrétti, þátttaka í íþrótta- og æskulýðsstarfi og svo framvegis. Þar munum við leitast við að svara ákveðnum spurning- um og út frá þeim niðurstöðum verður búin til skýrsla sem verð- ur skilaboð ráðstefnunnar um það hvernig hægt sé að vinna sem best að stefnumótun í málefnum ungs fólks. Þar vonum við einmitt, svo við vísum í nafn ráðstefnunnar, að unga fólkið á ráðstefnunni láti raddir sínar heyrast því það er það sem skiptir máli,“ segir Óskar. emilia@frettabladid.is Raddir unga fólksins Æskan – Rödd framtíðar er yfirskrift ráðstefnu um rannsóknir og stefnumótun í málefnum ungs fólks sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica hótel í lok október. Óskar Þór Ármannsson, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, segir mikilvægt að unga fólkið láti raddir sínar heyrast og komi að stefnumótun í málefnum sem að því snúi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hringdu í síma 510-7900, við komum og verðmetum eignina þína RE/MAX Lind - Sími 510-7900 - Hlíðasmára 6 - 201 Kópavogi Enginn selur fleiri fasteignir en RE/MAX Lind Skráðu eignina þar sem hún selst www.litiliupphafi.is • S: 552 3636 • Skólavörðustíg 5 • 101 Reykjavík Bergstein stígvélin eru úr ekta hrágúmmíi og börnin svitna því ekki á fótunum. Öll heilsteypt og hvergi límd. Skemmtilega litrík, létt og mjúk. Stærðir 19-35.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.