Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 16
16 12. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Egill Helgason stýrir tveim þátt-um í Ríkissjónvarpinu, báðum afbragðsgóðum. Ég hef passað upp á að missa helst aldrei af Kiljunni. 28. september síðastliðinn lét ég mig ekki vanta við sjónvarps- skjáinn. Þátturinn olli mér ekki vonbrigðum frekar en fyrri dag- inn, þangað til kom að innleggi Braga Kristjónssonar. Í upphafi spjalls þeirra bað Bragi Egil að lesa upp ljóð í sinn stað eftir einhvern mesta snilling sem Bragi hefði kynnst á sviði atómljóðlistar þar sem Bragi taldi Egill miklu betri lesara. Egill brást við göfug- mannlega og las þetta „ljóð“ hátt og fallega. „Ljóðið“ var subbuleg níðvísa um Ingibjörgu Sólrúnu. Nú spyr ég þig Egill: Ertu til í að birta níðvísur eftir mig í þætti þínum? Já, ég hef nefnilega verið að fást við nútíma skáldskap og aðallega níðvísur um pólitíska and- stæðinga mína. Vísurnar mínar eru mjög mergjaðar. Allar um karla. Ég reyndi að hringja í þig Egill en þú ert ekki í símaskránni. Hvers vegna? Ég verð að játa að ef þessi þáttur þinn á að gefa elliærum kvenhötur- um færi á að fá útrás fyrir hatur sitt á konum þá má taka hann út af dagskrá sjónvarpsins mér að meinalausu. Ég hélt satt að segja að dóm- greind þín á bókmenntum væri á hærra plani. Karlar sem hata konur Hvað þarf að gerast til þess augu alþingismanna opnist og þeir taki höndum saman og leysi vanda þjóðarinnar? Þurfa 200 læknar að flytjast burtu af land- inu? Þarf að bjóða upp 2.000 íbúðir á einum mánuði? Þurfa 100 þúsund manns að koma saman í miðborg Reykjavíkur til að augu alþingis- manna opnist? Hvers vegna er ekki lagður skattur á inngreiðslur í lífseyris- sjóði, skattur sem færir ríkissjóði tugmilljarða á ári meðan þörfin er mest? Í stað þess eru fjárveitingar til skóla og sjúkrastofnana skornar niður og atvinnuleysi og vanlíðan aukin. Hvers vegna eru vextir ekki lækkaðir til þess að koma atvinnu- lífinu af stað? Hvers vegna er ekki ráðist í að fullvinna heima allan fiskaflann? Hvers vegna er ekki þegar í stað ráðist í að nýta alla gufu úr jarðvarmaveitum til þess að efla grænmetis- og ávaxtarækt í landinu? Síðast en ekki síst: Hvers vegna er ekki helmingur af hagnaði nýju bankanna við yfirtöku gömlu bank- anna notaður til þess að bjarga ungu fólki frá fjárhagslegu og til- finningalegu gjaldþroti? Það eru þúsund leiðir til bjargar ef augu alþingismanna opnast – og þeir þora! Hvað þarf að gerast? Allir verða að vanda sig Ekki hefur farið framhjá nein-um að ástandið í samfélaginu er erfitt. Atvinnuleysi er umtals- vert og margir eiga í fjárhags- legum og þar af leiðandi sárum persónulegum erfiðleikum. Nú vill svo til að ég þekki talsvert af fólki sem hefur misst vinn- una og sér ekki fyrir endann á því hvernig það á að geta staðið undir skuldbindingum sem það tók á sig í góðri trú um að geta staðið í skilum. Framtíðaráform, sér í lagi ungs barnafólks, hafa breyst og vonbrigðin eru mikil. Fátt er mikilvægara en að rétta hlut þessa fólks. Ríkisstjórn vinstriflokkanna hefur lagt sig fram í þeim efnum en betur má ef duga skal. Við aðstæður vonbrigða er jarð- vegurinn opinn fyrir þá sem vilja ala á reiðinni. Stjórnmál dóm- hörku og heiftar virðast því miður blómstra hjá sumum stjórnmála- mönnum Sjálfstæðisflokksins við aðstæður sem þessar. Ósannindin og sleggjudómarnir birtast meðal annars í síendurteknum fullyrð- ingum um að ég stoppi allt og sé á móti framförum! Ég ætla ekki að hafa hér eftir þau ummæli sem um mig hafa verið höfð á Alþingi og í fjölmiðlum. En hins vegar tel ég mér skylt að leiðrétta helstu rangfærslur sem á hafa gengið undanfarna daga og vikur. Hérna eru nokkrar staðreyndir: Helguvík Óvissuþættir varðandi fram- kvæmdina í Helguvík eru fjöl- margir og ber þar hæst orku- öflun og fjármögnun. Enn er ekki vitað hvaðan sú orka á að koma eða hvort hún sé yfir höfuð til. Þar stendur einnig á fjár- magni til þess að byggja höfn fyrir álverið. Þar vantar fé til að virkja. Allar skipulagstillögur sem ég hef fengið til staðfest- ingar og lúta að þessari fram- kvæmd hafa verið afgreiddar í umhverfisráðuneytinu að einni undanskilinni. Þar er um að ræða breytingu á aðalskipulagi Ölfuss vegna fyrirhugaðrar Hverahlíða- virkjunar og Bitruvirkjunar þar sem ég hef lýst mig vanhæfa til að taka ákvörðun um þann þátt skipulagsins. Vandinn varðandi Helguvíkur verkefnið liggur í því að hugmyndin snýst um óraun- hæft umfang, risaverksmiðju sem ekki er til orka fyrir. Ekki í ein- stökum skipulagsákvörðunum. Skipulag Ölfuss Staðreyndir um afgreiðslu skipu- lags Ölfuss eru þessar: Þegar málið kom á borð til mín til afgreiðslu seinni hluta ágústmán- aðar bað ég um að kannað yrði hæfi mitt til að taka ákvörðun í málinu. Fór málið strax í þann farveg sem gildir ef vafi leikur á hæfi ráðherra, þ.e. að rannsaka hæfið og, tilkynna forsætisráð- herra ef ráðuneytið telur um van- hæfi að ræða. Forsætisráðherra tekur síðan málið upp í ríkisstjórn sem er að lokum staðfest af for- seta Íslands. Mál koma almennt ekki á borð ráðherra fyrr en málið er tækt til afgreiðslu. Það er að segja þegar að öll gögn sem varða málið liggja fyrir og tryggt er að mál sé nægilega upplýst, aðilar hafi notið andmælaréttar og að málsmeðferð sé í samræmi við stjórnsýslulög. Áfrýjunin Um aðalskipulag Flóahrepps og áfrýjun héraðsdóms er þetta að segja: Greiðslusamkomulag milli Landsvirkjunar og Flóahrepps hefur verið umdeilt og sætti m.a. kæru hjá samgönguráðuneytinu sem var í fyrstu vísað frá en í kjöl- far athugasemda umboðsmanns Alþingis var kæran tekin fyrir aftur. Samgönguráðuneytið lýsti 6. gr. umrædds samkomulags ólögmæta vegna fyrirmæla 34. gr. skipulags- og byggingarlaga. Um lögmæti þessa samkomulags er deilt og því málið fyrir dómstól- um. Þeir sem gagnrýna áfrýjun mína í þessu máli verða að gera sér grein fyrir því að það er ekki smekksatriði að það séu tvö dóm- stig á landinu, hver maður og hvert stjórnvald á rétt til áfrýjunar ekki bara til þess að freista þess að hrinda tapi eða ná sigri heldur til að ná fram skýrari niðurstöðu um hvernig túlka skuli umdeild laga- ákvæði. Aðalskipulag Mýrdalshrepps Hinn 3. maí sl. mælti Skipulags- stofnun með að aðalskipulag Mýr- dalshrepps yrði staðfest en þeim hluta skipulagsins er varðaði breytta veglínu Suðurlandsvegar yrði frestað m.a. vegna formgalla þar sem samgönguráðherra hafi ekki úrskurðað um lögmæti máls- meðferðar við gerð aðalskipu- lagsins. Málið var hjá samgöngu- ráðuneytinu frá því 8. maí 2009 og lauk með úrskurði samgöngu- ráðuneytisins hinn 25. júní 2010. Í úrskurði samgönguráðuneytisins var komist að þeirri niðurstöðu að einn sveitarstjórnar manna hafi verið vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu sveitarstjórnarinnar er varðaði tillögu að nýrri veglínu þjóðvegar nr. 1 sem taka á upp í aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Ákvörðunin væri því ógild. Hér er á ferðinni flókið mál sem taka þarf afstöðu til en reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir í næstu viku. Vatnajökulsþjóðgarður Hvað viðkemur verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs þá er um að ræða fyrstu verndaráætlun- ina í stærsta þjóðgarði Evrópu. Áætlunin hefur verið til vinnslu hjá stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs sem skilaði tillögum til mín hinn 8. september sl. Áætlunin er nú til umfjöllunar hjá ráðuneytinu þar sem fjallað er bæði um efnislega og formlega þætti áætlunarinn- ar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar. Vinnubrögðin Af því yfirliti sem birtist hér á undan sést að ég er að sjálf- sögðu ekki að tefja nein mál eins og haldið er fram. Þvert á móti hefur verið unnið með faglegum hætti að því að fá fram lausnir eins hratt og kostur er, en það má aldrei verða á kostnað vandaðra vinnubragða. Rannsóknarskýrsla Alþingis skýrir vel afleiðingu óvandaðra vinnubragða og þess að regluverki stjórnsýslunnar er ýtt til hliðar. Það verða allir að vanda sig en við sem störfum í umboði kjósenda verðum að vanda okkur sérstaklega. Þeir sem hæst hafa og dýpst taka í árinni mega hug- leiða það líka. Stjórnmál Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Ég er að sjálfsögðu ekki að tefja nein mál eins og haldið er fram. Þvert á móti hefur verið unnið með faglegum hætti að því að fá fram lausnir eins hratt og kostur er, en það má aldrei verða á kostnað vandaðra vinnubragða. þjóðmál Tryggvi Gíslason fyrrverandi skólameistari Umræðan Guðrún Helga Jónsdóttir fyrrverandi bankastarfsmaður Beltin bjarga. Þetta er gullvægt slagorð eins og dæmin sanna. Við spennum beltið án umhugsunar í upphafi ökuferðar enda er farþegum best borgið spenntir í sæti sínu við óhapp. Þá verða öryggisbelti að virka rétt. Til viðbótar við öryggisbelti skoðar Frumherji 166 önnur öryggisatriði í almennri skoðun. Frumherji – örugg bifrei›asko›un. Öryggisbelti? Frumherji hf - sími 570 9000 - fijónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is E N N E M M / S ÍA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.