Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 2
2 18. október 2010 MÁNUDAGUR „Andri, ertu fullur eftirsjár?“ „Nei, nei. Ég er góðglaður.“ Finnskur fréttamaður var á dögunum rekinn úr starfi eftir að hafa fengið sér sopa af bjór í beinni útsendingu. Frétta- maðurinn Andri Ólafsson á Stöð 2 gerði slíkt hið sama í vikunni en ekki urðu eftirmál af því. VIÐSKIPTI Fyrrverandi fjármálastjóri bandaríska fasteignafyrirtækisins Bayrock Group telur að lán sem fyrirtækið tók hafi runnið í vasa Tevfiks Arif, forstjóra þess, og annarra stjórnenda. Lánið hljóð- aði upp á fimmtíu milljónir Bandaríkjadala, jafn- virði 5,5 milljarða íslenskra króna, á núvirði. FL Group tók þátt í nokkrum fasteignaverkefnum með Bayrock Group í Bandaríkjunum árið 2007. Arif er viðskiptafélagi bandaríska auðjöfursins Donald Trump en tvö fasteignaverkefnanna báru nafn hans. Verkefnunum hafði átt að vera lokið á þessu ári. Forstjóri Bayrock Group er grunaður um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Hann var handtekinn í Tyrklandi fyrir um hálfum mánuði og er grunaður um að hafa stýrt vændishring fyrir aðra auðjöfra. Handtakan fór fram um borð í skútu við Tyrk- land en kynsvall var þar í fullum gangi þegar lög- reglan braust um borð. Bandaríska dagblaðið New York Daily News sagði Arif hafa í eiginlegum skiln- ingi verið tekinn með allt niðrum sig. Vændiskon- urnar voru frá Rússlandi og Úkraínu og nokkrar voru undir átján ára aldri, að sögn bandarískra fjölmiðla. - jab FL Group brigslað um að hafa lent í klóm fjársvikahrappa í Bandaríkjunum: Tekinn með allt niðrum sig TRUMP OG HANNES Forstjóri og stjórnendur fasteignafélags sem FL Group og Donald Trump tengdust eru sakaðir um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu. SPURNING DAGSINS ordabok.is Tölvuorðabókin 2011 komin út Til að kaupa hana í fyrsta sinn eða til að uppfæra úr eldri útgáfu, vinsamlega farið á þessa slóð: http://www.ordabok.is TRYGGINGAMÁL Tryggingafélagið Vörður rukkaði viðskiptavin í síð- ustu viku um 725.396 krónur fyrir tryggingu á bifhjóli. Gjöldin voru endurskoðuð þegar eigandi hjóls- ins setti sig í samband við félagið sem lækkaði þá iðgjaldið um rúma hálfa milljón króna. „Þegar ég fékk reikninginn í hendurnar stóð ég bara og gapti,“ segir Sigurgrímur Ingi Árnason, eigandi Yamaha-hjólsins sem átti upphaflega að tryggja fyrir 725 þúsund krónur. Sigurgrímur fékk upphæðina lækkaða niður í 197 þúsund krónur eftir að hafa sýnt fram á flekklausan tuttugu ára ökuferil. Steinunn Sigurðardóttir, forstöðu - maður vátryggingasviðs Varð- ar, segir að upphæðir sem þessar komi fram þegar tryggingafélagið hafi engar upplýsingar um við- skiptavini. Vörður hvetji fólk þá hins vegar til þess að koma og gera grein fyrir sínum málum til þess að kanna möguleika á endurskoðun á iðgjöldum. „Með mótorhjól er það þannig að þegar engin saga er fyrir hendi sendum við út greiðsluseðil með kröfu um staðgreiðslu þar sem iðgjaldið getur verið á þessu bili,“ segir Steinunn. „En við hvetjum þá viðskiptavini til þess að koma og gera grein fyrir sínum málum með gögnum sem sýna fram á sögu og tjónareynslu. Þá er hægt að endur- skoða stöðuna.“ Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri hjá vátryggingasviði Fjármálaeftir- litsins (FME), telur ástæðu til að skoða málið. „Eins og þessu er lýst þá kemur þetta spánskt fyrir sjónir. Það er tilefni fyrir okkur til þess að leita skýringa hjá viðkomandi félagi og það munum við gera,“ segir hann. Rúnar segir að í lögum um vátryggingar séu ákvæði um að FME hafi eftirlit með iðgjöldum á grundvelli vátrygginga með það fyrir augum að þau séu í samræmi við þá áhættu sem í vátryggingu felst og eðlilegan rekstrarkostnað. „Við hyggjumst afla okkur frekari upplýsinga,“ segir Rúnar. Inda Björk Alexandersdóttir, formaður umferðarnefndar Snigla og umferðarráðsfulltrúi Umferð- arstofu, segir að miðað við upp- lýsingar bifhjólasamtakanna væri eðlilegt fyrir Sigurgrím að borga á bilinu 80 til 120 þúsund krónur í iðgjöld á ári og að öllu jöfnu ættu þau að lækka eftir fyrsta árið. Tæp 10.000 bifhjól voru skráð á landinu í lok ársins 2009. sunna@frettabladid.is INDA BJÖRK ALEXANDERSDÓTTIR Formaður umferðarnefndar Snigla segir eðlilegt að borga á bilinu 80 til 120 þúsund krónur í iðgjöld á ári fyrir bifhjól. FME krefst skýringa á okri í tryggingum Nýr viðskiptavinur Varðar fékk rúmlega 725 þúsund króna reikning fyrir trygg- ingu á bifhjóli. Gjaldið var lækkað um rúma hálfa milljón eftir umkvörtun. Fjármálaeftirlitið segir tilefni til að rannsaka starfsemi tryggingafélagsins. Þegar ég fékk reikn- inginn í hendurnar stóð ég bara og gapti. SIGURGRÍMUR INGI ÁRNASON EIGANDI YAMAHA VÉLHJÓLS DÓMSMÁL Eva Joly segist ekki hafa spillt svokölluðu Exeter-máli sérstaks saksóknara. Röksemda- færsla Ragnars H. Hall, verjanda fyrrverandi forstjóra MP banka, þess efnis sé afleit. Þetta sagði Eva í Silfri Egils í gær. Fréttablaðið greindi frá þessari afstöðu Ragnars fyrir rúmri viku. Í greinargerð sem hann hefur unnið í málinu segir að Joly hafi mælt fyrir um óhefðbundnar rannsóknaraðferðir í málinu, sem hafi spillt því. Eva Joly segir eðlilegt að verj- endur grípi til þessa ráðs við vörn- ina. Það sé hins vegar ekkert til að hafa áhyggjur af. Hún segist sann- færð um að dómstóllinn muni ekki taka rökin gild. - sh Vísar ásökunum á bug: Eva Joly segist engu hafa spillt EVA JOLY LÖGREGLUMÁL „Þetta er alvarlegt inngrip í einkalíf dóttur minnar og við ætlum að kæra þetta til lögreglu,“ segir Edda Ólafsdóttir, móðir átján ára stúlku sem varð fyrir því að óprúttinn aðili setti auglýsingu í hennar nafni inn á stefnumótavefinn Einkamál.is. Auglýsingin og mynd af stúlkunni var tekin af vefnum eftir kvörtun Eddu. Engilbert Hafsteins son, framkvæmdastjóri afþreyingarfyrirtækisins D3 sem rekur Einkamál.is, segir nokkur mál af þessu tagi hafa komið upp. „Við gerum það sem við getum til að koma í veg fyrir þau og aðstoðum lögreglu í alvarlegum málum. Það leiðinlega við inter- netið er að þeim sem vilja koma einhverju þangað inn tekst það venjulega að lokum.“ - kg Auglýsing á Einkamál.is: Ætlar að kæra til lögreglu KONGÓ Þúsund konur undir forystu forsetafrúar Kongó gengu fylktu liði yfir austurhluta landsins til að mótmæla hrinu nauðgana sem átt hafa sér stað í landinu. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) áttu 303 nauðganir sér stað í þrettán þorpum á aðeins þremur dögum. Fámennu liði SÞ gengur erfiðlega að vernda íbúa landsins. Í flestum tilfellum eru gerendur sagðir úr röðum kongóska hers- ins. Varnarmálaráðherra landsins hefur neitað þessu. - sm Konur ganga saman: Mótmæla of- beldi í Kongó ORKUMÁL Sergei Shmatko, orku- málaráðherra Rússlands, kom í opinbera heimsókn til landsins í gær. Shmatko mun eiga fund með Katrínu Júlíusdóttur iðnaðar- ráðherra auk fulltrúa íslenskra orkufyrirtækja í dag þar sem samstarf milli þjóðanna á sviði orkumála verður rætt. Með Shmatko í för eru Evgeni Dod, forstjóri orkufyrirtækis- ins RusHydro, og Alexei Kusmit- skí, héraðsstjóri Kamatsjaka, en þar hafa verið gerðar athuganir á nýtingu jarðhita til húshitunar, fiskeldis og raforkuframleiðslu með þátttöku íslenskra aðila. - sm Ráðherra í heimsókn: Ræða samstarf við Rússland RÆÐA SAMAN Orkumálaráðherra Rúss- lands, Sergei Shmatko, fundaði í gær með forseta Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ SAMFÉLAGSMÁL Allt stefnir í að frambjóðendur til stjórnlagaþings- ins verði ríflega 150, en 126 nöfn voru fram komin í gærkvöldi. Af frambjóðendunum sem höfðu til- kynnt framboð sitt í gærkvöldi eru 40 konur. Alls eru 99 þessara fram- bjóðenda með skráð lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Þar af eru 76 Reykvíkingar. Framboðsfrest- ur rennur út um hádegið í dag. Í frumvarpi til fjáraukalaga sem lagt var fram á Alþingi á föstudag kemur fram að undirbúningsnefnd stjórnlagaþings gerir ráð fyrir að heildarkostnaður við þinghaldið og undirbúning þess verði 340,5 millj- ónir króna og að þar af falli 115,2 milljónir til í ár en 225,3 milljónir á næsta ári. Auk þess er sótt um 200 milljóna króna fjárheimild vegna stjórnlagaþingskosninganna 27. nóvember. Af þeim kostnaði sem reiknað er með að falli til í ár eru 92 milljónir vegna þjóðfundarins sem verður haldinn 6. nóvember en 23,5 milljónir vegna annars undir- búningskostnaðar. Heildarkostn- aður við þingið mun því losa 500 milljónir standist áætlanir. Stjórnlagaþingið á að standa í tvo til fjóra mánuði og verður skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa. Þingfulltrúar verða kosn- ir persónukosningu og er landið eitt kjördæmi við kosninguna. - shá Áætlaður kostnaður við stjórnlagaþingið á næsta ári losar 500 milljónir: Um 130 nöfn þegar komin fram ÞJÓÐFUNDUR 2009 Fyrsta skrefið er þjóð- fundur 7. nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL Erlendur ferða- maður fannst í gærkvöldi eftir að 40 björgunarsveitarmenn frá Vestfjörðum höfðu hafið leit með aðstoð tveggja leitarhunda. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að merktur rafmagns staur hafi orðið til þess að konan fannst. Konan var stödd við rafmagnsstaurinn og gat gefið upp númer hans. Orkubú Vestfjarða gaf síðan leitarmönn- um upplýsingar um staðsetningu staursins og var konan sótt. Var hún ágætlega haldin en orðin nokkuð köld. - shá Kona villt fyrir vestan: Merktur staur auðveldaði leit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.