Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 47
MÁNUDAGUR 18. október 2010 23 Everything Everything ★ Hafnarhúsið Þvílík leiðindi Everything Everything byrjaði og end- aði á leiðinlegum lögum. Í millitíðinni spilaði hljómsveitin leiðinleg lög. Ég verð samt að hrósa hljómsveitinni fyrir að ná áhorfendum á sitt band með jafn slæmum lagalista, en það hlýtur að skrifast á „Hey þeir eru frá útlöndum!“. Allavega er vandfundinn týpískari sveit með týpískari lög, rænd þokka og grípandi lykkjum. Hljómsveitin er líka vel spilandi sem gerir leiðinleg lögin ennþá meiri vonbrigði. Tónleikarnir voru eins og að mæta að nægtarborði lystisemda á frábærum veitingastað og fá ristað brauð með smjöri og osti. - afb Hurts ★★★ Hafnarhúsið Sleipir sem álar Hurts á eitt og eitt frábært lag. Önnur voru ekki eins góð. Melódramatísk lögin hljómuðu nokkuð vel í risa- vöxnu hljóðkerfi Hafnarhússins og lýsing og myndbönd spiluðu með. Þetta var allt eins og vel spilandi fótboltalið. Hljómsveitin hlýtur að fá verðlaun fyrir klæðaburð og hárgreiðslur, en strákarnir voru sleipir sem álar. Veit ekki hvort það útskýrir eitthvað, en þegar ég kynnti söngvarann fyrir vinkonu minni á Kaffibarnum seinna kvöldið hafði hann meiri áhuga á því að vita hvað ég héti. - afb Bárujárn ★★★ Amsterdam Gleðin réð ríkjum Klukkan var að ganga tvö aðfaranótt laugardagsins þegar Bárujárn taldi í fyrsta lagið. Bárujárn spilar hressi- lega blöndu af brimrokki, rokkabillý og sýrutónlist. Þau stóðu sig vel, en sérstakt hrós fær Hekla fyrir snilldar- takta á þeramínið. Það var mikil gleðistemning á Amsterdam þegar Bárujárn spilaði, margir orðnir ölkeikir og ekki voru gó-gó stelpurnar sem komu fram með sveitinni til þess að minnka stuðið. Gaman. - tj Rolo Tomassi ★★★★ Sódóma Frábær keyrsla Rokkið réð ríkjum á Sódómu á föstu- dagskvöldið. Eina erlenda nafnið var breska sveitin Rolo Tomassi og hún stóð svo sannarlega undir vænting- um. Kraftmikil sveit skipuð fimm ungum Sheffield-búum. Tónlistin var hart, hrátt og kraftmikið „stærð- fræði-rokk“ með allskonar pæling- um, kaflaskiptingum og óvæntum litbrigðum. Söngkonan Eva Spence öskrar með rödd sem manni finnst varla hæfa nettum kroppnum og strákarnir eru hver öðrum flottari. Ótrúlegur gítarleikari, hugmyndaríkur hljómborðsleikari og þétt ryþmapar. Frábær keyrsla sem var samt stöðvuð snarlega þegar tveir áhorfendur gerðu sig líklega til slagsmála. „Það er ekki slegist á tónleikum hjá okkur!“ og sveitin hóf ekki leik aftur fyrr en menn voru búnir að ná sér niður. Flott lið … - tj Tónleikar Ghostigital í Tjarnarbíói drógu að sér nokkuð af þekktu fólki. Óttarr Proppé og S. Björn Blöndal voru mættir ásamt fleirum úr Besta flokknum og sjálf Björk Guðmunds- dóttir sást í salnum. Þarna voru líka Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón og Ragnar Kjartansson listamaður. Björk Guðmunds- dóttir var líka í Tjarnarbíói á fimmtudagskvöldið þegar hún fylgdist með Angel Der- adoorian úr Dirty Projectors. Þeir sem komust út úr lengstu biðröð Íslands- sögunnar fyrir framan Hafnarhúsið á laugardagskvöld voru flestir ánægðir með Robyn og aðra tónleika þar. Einn þeirra var Jón Gunnar Geirdal markaðsstjóri sem var hæstánægð- ur. Strákarnir í Bombay Bycycle Club skemmtu sér á Sódómu eftir tónleika sína en þar höfðu jaxlarnir Arnar Gunnlaugsson og Gunnar Nelson verið fyrr um kvöldið. Þá sást til íþróttafréttamannsins Hjartar Hjartarsonar á vafri fyrir utan staðinn. Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir fylgdist með Snorra Helgasyni á Risinu og Jónatan Garð- arsson og Eldar Ástþórsson voru á sama stað á föstudagskvöldið. Drengirnir í hljómsveitinni Hurts plöntuðu sér á Kaffibarinn eftir tónleika sína á föstudagskvöld. Þeir skemmtu sér svo vel að þeir ætluðu að vera á barnum þar til þeir áttu að mæta í flug um morguninn. Nóg var af fólki á tónleikum færeysku sveitarinnar 200 á Amsterdam eftir miðnætti á laugardagskvöldið. Þar voru rokkamman Andrea Jónsdótt- ir, Ólafur Páll Gunnarsson og Ásgeir Eyþórsson af Rás 2, myndlistarparið Erling Klingenberg og Sirra auk þeirra Heiðu og Elvars úr Hellvari. Strák- arnir í 200 báðust afsökunar fyrir hönd færeysku þjóðarinnar vegna framkomu ákveðinna færeyskra stjórnmálamanna þegar Jóhanna Sigurðardóttir kom í heimsókn og sögðust vera til í að snæða með Jóhönnu og eiginkonu hennar hvenær sem er. - hdm FÓLK Á AIRWAVES LEIÐINLEGT Everything Everything heill- aði ekki gagnrýnanda Fréttablaðsins. Föstudagurinn 15. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.