Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 18. október 2010 3 Vaskurinn Rubbish eftir Erlu Dögg Ingjaldsdóttur og Tryggva Thorsteinsson arkitekta vann til verðlauna á dögunum, R+D award, research and development, en þau eru veitt af bandaríska hönnunar- tímaritinu Architect Magazine. Vaskurinn er búinn til úr endur- unnum hjólbörðum sem búið er að bræða í mottur. Erla og Tryggvi, sem eiga og reka hönnunarstofuna Minarc í Santa Monica í Banda- ríkjunum, segja vaskinn byggð- an á hugmyndum um notagildi og umhverfisvernd. „Það er á okkar allra ábyrgð sem manneskja að finna leið- ir til að nýta það sem við getum ekki eytt. Vaskurinn er ein leið til þess og við vonum svo sannar- lega að hann opni augu fólks fyrir fleiri hugmyndum,“ segja Erla og Tryggvi. Vaskurinn er í raun mjúk gúmmímotta sem fest er á ramma. Niðurfallið strekkir mottuna niður og myndar dýpt vasksins. Hann er grunnur, en hönnuðirnir benda á að fólk sé löngu hætt að þvo sokkana sína í vaskinum. Rubbish er þegar kominn í framleiðslu og fæst í þremur litum: bláum, svört- um og gráum. End- urvinnsla er stór þáttur í hönnun Erlu og Tryggva og þau segja verðlaunin hvatningu. „ Þ et ta er klapp á bakið. Það er okkar markmið að vinna með það sem til er og nota efni á annan hátt en þau voru ætluð fyrir upphaf- lega,“ útskýrir Erla og nefn- ir sem dæmi steyptar ein- ingar sem þau Tryggvi nýta í klæðningar á hús. Upphaflega voru einingarn- ar nýttar við uppbyggingu Las Vegas. „Eins notum við svokallað „rubber dip“ á stiga, efni sem upp- haflega var ætlað fyrir betra grip á verkfærahöldur. Það er gefandi að gefa hlutum annað líf og við munum halda áfram að hanna úr endurunnu. Smám saman lærum við að vinna úr því sem búið er að offramleiða. Í framtíðinni verð- ur ekkert rusl heldur bara verð- mæti,“ segja Erla og Tryggvi. Heimasíða Minarc er www.Min- arc.com og þar er hægt að leggja inn pöntun fyrir vaskinum Rubb- ish. Minarc er einnig á Facebook. heida@frettabladid.is Verðlaunin klapp á bakið Arkitektarnir Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Thorsteinsson reka hönnunarstofuna Minarc í Los Ang- eles. Þau hanna gjarnan úr endurunnu hráefni og hlutu verðlaunin R+D hjá Architect Magazine. Við erum löngu hætt að þvo sokkana okkar í vaskinum, segja hönnuðirnir. MYND/VLADAN ELAKOVIC Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Thorsteinsson arkitektar segja gaman að gefa hlutum annað líf. MYND/SISSA Rubbish er þegar kominn í framleiðslu en hægt er að panta hann á info@minarc. com. MYND/ERLA DÖGG INGJALDSDÓTTIR Erla og Tryggvi segja það á ábyrgð okkar allra að nýta það sem við ekki getum eytt. Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 eldhústæki eldhústæki timbur. upphengt salerni stálvaskar Öll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.