Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.10.2010, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 18.10.2010, Qupperneq 21
MÁNUDAGUR 18. október 2010 3 Vaskurinn Rubbish eftir Erlu Dögg Ingjaldsdóttur og Tryggva Thorsteinsson arkitekta vann til verðlauna á dögunum, R+D award, research and development, en þau eru veitt af bandaríska hönnunar- tímaritinu Architect Magazine. Vaskurinn er búinn til úr endur- unnum hjólbörðum sem búið er að bræða í mottur. Erla og Tryggvi, sem eiga og reka hönnunarstofuna Minarc í Santa Monica í Banda- ríkjunum, segja vaskinn byggð- an á hugmyndum um notagildi og umhverfisvernd. „Það er á okkar allra ábyrgð sem manneskja að finna leið- ir til að nýta það sem við getum ekki eytt. Vaskurinn er ein leið til þess og við vonum svo sannar- lega að hann opni augu fólks fyrir fleiri hugmyndum,“ segja Erla og Tryggvi. Vaskurinn er í raun mjúk gúmmímotta sem fest er á ramma. Niðurfallið strekkir mottuna niður og myndar dýpt vasksins. Hann er grunnur, en hönnuðirnir benda á að fólk sé löngu hætt að þvo sokkana sína í vaskinum. Rubbish er þegar kominn í framleiðslu og fæst í þremur litum: bláum, svört- um og gráum. End- urvinnsla er stór þáttur í hönnun Erlu og Tryggva og þau segja verðlaunin hvatningu. „ Þ et ta er klapp á bakið. Það er okkar markmið að vinna með það sem til er og nota efni á annan hátt en þau voru ætluð fyrir upphaf- lega,“ útskýrir Erla og nefn- ir sem dæmi steyptar ein- ingar sem þau Tryggvi nýta í klæðningar á hús. Upphaflega voru einingarn- ar nýttar við uppbyggingu Las Vegas. „Eins notum við svokallað „rubber dip“ á stiga, efni sem upp- haflega var ætlað fyrir betra grip á verkfærahöldur. Það er gefandi að gefa hlutum annað líf og við munum halda áfram að hanna úr endurunnu. Smám saman lærum við að vinna úr því sem búið er að offramleiða. Í framtíðinni verð- ur ekkert rusl heldur bara verð- mæti,“ segja Erla og Tryggvi. Heimasíða Minarc er www.Min- arc.com og þar er hægt að leggja inn pöntun fyrir vaskinum Rubb- ish. Minarc er einnig á Facebook. heida@frettabladid.is Verðlaunin klapp á bakið Arkitektarnir Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Thorsteinsson reka hönnunarstofuna Minarc í Los Ang- eles. Þau hanna gjarnan úr endurunnu hráefni og hlutu verðlaunin R+D hjá Architect Magazine. Við erum löngu hætt að þvo sokkana okkar í vaskinum, segja hönnuðirnir. MYND/VLADAN ELAKOVIC Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Thorsteinsson arkitektar segja gaman að gefa hlutum annað líf. MYND/SISSA Rubbish er þegar kominn í framleiðslu en hægt er að panta hann á info@minarc. com. MYND/ERLA DÖGG INGJALDSDÓTTIR Erla og Tryggvi segja það á ábyrgð okkar allra að nýta það sem við ekki getum eytt. Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 eldhústæki eldhústæki timbur. upphengt salerni stálvaskar Öll

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.