Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 14
14 18. október 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur nú til umfjöllunar samskipti leik- og grunnskóla borgarinnar við kirkju og trúfélög. Meirihluti ráðsins vill samkvæmt fréttum að samskiptin taki mið af þeirri stefnu að gera skólaumhverfið hlutlaust þegar kemur að trúmálum. Til að ná því fram leggur meirihluti Mannréttindaráðs til breytingar á þeim venjum sem komist hafa á í samskiptum trúfélaga og skóla. Taka á fyrir að börn fái leyfi á skólatíma til að fara í fermingar- ferðalög, kynning á trúarlegu starfi verði bönnuð innan skóla, sömuleiðis öll umfjöll- un um trúarleg málefni, einnig allt starf á vegum trúfélaga í húsnæði skóla og frí- stundastarfs. Loks á að taka fyrir að leitað sé til presta ef aðstoð þarf við áfallahjálp. Í þessari umræðu teljum við mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga. Hlutleysi í trú- málum þýðir ekki algjöra fjarveru veru- leika og menningar trúariðkunar eða lok samstarfs kirkju og skóla. Mannréttinda- stefna sem byggir á trúfrelsi og virðingu fyrir ólíkum trúarskoðunum fólks krefst þess ekki að opinbert rými og samfélagslegt starf sé gersneytt af trúarlegum minnum. Við hvetjum flottu borgarfulltrúana okkar í Reykjavík til að hafa í heiðri trúfrelsi sem gengst við þeirri staðreynd að trú og trú- ariðkun er hluti af samfélaginu okkar. Við hvetjum þau til að tryggja áframhaldandi jafnrétti og umhyggju fyrir öllum skóla- börnum, hvaðan sem þau koma og hvaða lífs- skoðun þau og fjölskyldur þeirra aðhyllast. Við hvetjum borgarfulltrúana líka til að taka ekki frelsið til að haga málum frá skól- unum sjálfum og fagfólkinu sem vinnur við mennta- og frístundastarf borgarinnar. Við treystum skólastjórnendum á hverjum stað til að skipuleggja samskipti og samstarf við kirkju, trúfélög og lífsskoðanafélög, við tón- skóla, skáta og íþróttafélög. Stöndum vörð um frelsi í hverfi. Við þurfum trú og traust, ekki boð og bönn. Trú, boð og bönn Trúmál Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir prestar Enginn til að útskýra Kosningar krefjast mikillar sérfræði- þekkingar. Útlit er fyrir að nokkur hörgull verði á henni fyrir næstu kosningar á Íslandi, sem verða til stjórnlagaþings í nóvember. Kosn- ingakerfið er nýtt fyrir íslenskri þjóð og því þarf einhvern til að útskýra það og útfæra leiðbeiningar svo almenn- ingur geti nú kosið að mestu vandræðalaust. Einn maður hefur verið einráður á því sviði nánast svo lengi sem elstu menn muna og verið stjórnvöldum og kjörstjórnum til ráð- gjafar fyrir kosningar af öllu tagi. Sá heitir Þorkell Helgason, er í framboði til stjórnlagaþings og því vanhæfur til umfjöllunar um málið. Og enginn til að reikna Í kosningum þarf líka að reikna út niðurstöður, sérstaklega þegar kerfið er flókið eins og nú er. Ríkis- útvarpið hefur fengið góðan mann til að sinna því verki mörg undanfarin ár. Hann reiknar eins og vindurinn svo fólk heima í stofu fái upplýsingar um nýjustu vendingar beint í æð. Sá spekúlant heitir Valgarður Guðjóns- son, kenndur við Fræbbblana. Val- garður er í líka framboði til stjórnlaga- þings og hans mun því væntanlega ekki njóta við í kosningasjónvarpi RÚV að þessu sinni. Síðasti sérfræðingurinn Nú vantar bara að Ólafur Þ. Harðar- son stjórnmálafræðiprófessor gefi kost á sér á þingið og þá er borin von að við fáum nokkurn tíma að vita hver verður raunverulegur sigurvegari kosninganna. stigur@frettabladid.is Hlutleysi í trú- málum þýðir ekki algjöra fjar- veru veruleika og menningar trúariðkunar M eirihlutinn í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla borgarinnar við trúfélög. Ekki verð- ur annað séð en að nái ýmsar tillögur sem þar er að finna fram að ganga, verði ýmsar gamlar og góðar hefðir í skólastarfinu afnumdar. Þannig er lagt til að kirkjuferðum fyrir jól verði hætt, en þær hafa verið þáttur í starfi velflestra skóla og leikskóla. Sömuleiðis á að taka fyrir bænahald, sálma- söng og „listsköpun í trúarlegum tilgangi“ í skólunum. Það þýðir væntanlega að nú megi ekki lengur syngja sálma á litlu jól- unum og ekki föndra myndir af Maríu og Jesúbarninu fyrir jól – eða hvað? Lagt er til að hætt verði að gefa börnum í sjöunda bekk frí til að fara í ferðalag vegna fermingarfræðslu. Heimsókn- ir fulltrúa trúfélaga í skóla og leikskóla á að banna. Þá er því beint til skólanna að þurfi að leita aðstoðar vegna sálrænna áfalla skuli frekar kalla til „fagaðila“ en fulltrúa trúfélaga. Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðsins, sagði í samtali við Vísi fyrir helgina að þessar tillögur væru til komnar vegna kvartana foreldra barna í leik- og grunnskólum og fyrir- spurna starfsfólks skólanna, sem vildi fá að vita hvaða reglur giltu um samstarf skóla og trúfélaga. Það er raunar alveg sjálfsagt mál að um það gildi skýrar reglur. En þarf það að þýða að hluti af trú, menningu og hefðum yfirgnæf- andi meirihluta þjóðarinnar verði strokaður út úr skólastarfinu? Íslendingar eru að uppistöðu kristin þjóð, þótt fólki sem aðhyll- ist önnur trúarbrögð eða engin hafi fjölgað. Níutíu prósent Íslend- inga eru skráð í kristin trúfélög. Hátt í níu af hverjum tíu börn- um fermast í kristinni athöfn. Hér skal fullyrt að yfirgnæfandi meirihluti foreldra barna í leik- og grunnskólum Reykjavíkur er ánægður með kirkjuferðirnar, fermingarfræðsluferðirnar, að prestar komi í skólann þegar áföll dynja yfir (slíkt er raunar hluti af áfallaætlun margra skóla og hefur gefizt vel), að sálmar séu sungnir á litlu jólunum og krakkarnir komi heim með myndir af Maríu, Jesúbarninu og öllum hinum í Betlehem á aðventunni. Hins vegar er minnihluti foreldra sem kvartar. Þær kvartanir nema kannski einhverjum tugum á ári og sjálfsagt er að starfsfólk skólanna hafi svör og úrræði á reiðum höndum. Rétt minnihlutans ber að virða. Að sjálfsögðu á ekki að þvinga börn, sem ekki eru kristin, til að fara í kirkju heldur finna þeim önnur verkefni á meðan. En það á ekki að taka ánægjuna af kirkjuferðinni af meiri- hlutanum. Ef einhver vill ekki að börnin hans taki þátt í jólaföndri með kristilegu mótífi, er sjálfsagt að koma til móts við það. En eyðileggjum ekki ævagamlar hefðir fyrir meirihlutanum. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar virðist fyrst og fremst hafa hlustað á háværan minnihluta foreldra þegar það samdi tillögu sína. Hvernig væri að meirihlutinn léti nú í sér heyra? Vill meirihluti foreldra banna kirkjuferðir fyrir jól og sálgæzlu presta í skólum þegar áfall dynur yfir? Trú og hefðir strokaðar út? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.