Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 50
26 18. október 2010 MÁNUDAGUR
Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000
REYNSLUBOLTAR
MEÐ RÍKA
ÞJÓNUSTULUND
HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI N1
KOMDU VIÐ Á NÆSTA
HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI
N1. VIÐ TÖKUM VEL
Á MÓTI ÞÉR.
· Hjólbarðaþjónusta fyrir alla bíla, stóra, smáa, gamla og nýja
· Fagleg og skjót vinnubrögð
· Hagstætt verð
· Landsins mesta úrval af dekkjum og felgum
· Á dekkjahótelum N1 býðst þér að geyma sumardekkin
gegn vægu gjaldi
Kynntu þér nýja vefverslun með hjólbarða á www.n1.is
N1 VEGAA
ÐSTOÐ
FYRIR REY
KJAVÍK O
G NÁGREN
NI
Hafðu sam
band ef bí
llinn bilar!
Opið allan
sólarhring
inn, alla da
ga.
Sími 660 3
350
FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason,
Breiðabliki, og Dóra María Lár-
usdóttir, Val, voru valin bestu
leikmenn Pepsi-deilda karla og
kvenna á lokahófi KSÍ sem haldið
var á laugardagskvöldið.
Bæði urðu Íslandsmeistarar
með sínum liðum og þessi lið
hirtu öll stærstu verðlaun kvölds-
ins. Kristinn Steindórsson var
valinn efnilegastur og Ólafur
Kristjánsson þjálfari ársins hjá
körlunum. Dagný Brynjarsdótt-
ir var efnilegust hjá konunum
og Freyr Alexandersson besti
þjálfarinn.
Gunnar Jarl Jónsson var valinn
besti dómari karladeildarinn-
ar og Guðrún Fema Ólafsdóttir í
kvennadeildinni. Prúðmennsku-
verðlaunin fengu markverðirn-
ir Fjalar Þorgeirsson, Fylki og
Sandra Sigurðardóttir, Stjörn-
unni.
Selfoss fékk stuðningsmanna-
verðlaun í karlaflokki og Þór/KA
í kvennaflokki. - esá
Lokahóf KSÍ um helgina:
Alfreð og Dóra
María best
BESTUR Alfreð Finnbogason var valinn
efnilegastur í fyrra en bestur í ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HANDBOLTI Aron Pálmarsson átti
stórleik með Kiel og skoraði sjö
mörk er liðið vann góðan útisig-
ur á sterku liði Celje Lasko frá
Slóveníu í Meistaradeild Evrópu
í gær, 34-28. Sigurinn var einn-
ig sætur fyrir Alfreð Gíslason
þjálfara en Noka Serdarusic,
sem þjálfaði Kiel í fimmtán ár, er
núverandi þjálfari Celje Lasko.
Í sama riðli gerði Rhein-Neck-
ar Löwen jafntefli við pólska
liðið Kielce á útivelli, 23-23. Þetta
var fyrsta stigið sem liðið tapar
undir stjórn Guðmundar Guð-
mundssonar sem tók við því í síð-
asta mánuði. Ólafur Stefánsson
skoraði fjögur mörk fyrir Löwen.
Kiel og Löwen eru efst og jöfn í
riðlinum með sjö stig.
Ingimundur Ingimundarson
og félagar í danska liðinu Ála-
borg unnu sinn fyrsta sigur í
Meistaradeildinni er liðið mætti
Dinamo Minsk frá Hvíta-Rúss-
landi og vann, 33-29. Ingimundur
komst ekki á blað að þessu sinni.
Í þýsku úrvalsdeildinni tapaði
Füchse Berlin sínum fyrstu stig-
um á tímabilinu er liðið tapaði
fyrir Hamburg á útivelli í gær,
31-27. Dagur Sigurðsson hefur
gert frábæra hluti með liðið í
haust en mátti sætta sig við tap í
gær þrátt fyrir hetjulega baráttu.
Alexander Petersson skoraði eitt
mark fyrir Füchse Berlin.
Fjögur lið eru efst og jöfn í
deildinni með fjórtán stig. Það eru
Kiel, Löwen, Hamburg og Füch-
se Berlin. Þrjú af þessum liðum
þjálfa íslenskir þjálfarar. - esá
Evrópuhandboltinn:
Aron með stór-
leik í sigri Kiel
SJÖ MÖRK Aron fór á kostum með Kiel í
gær. NORDIC PHOTOS/BONGARTS
FÓTBOLTI Liverpool losnaði á föstu-
daginn loksins við þá George Gill-
ett og Tom Hicks og fékk nýja eig-
endur í þeirra stað. Þeir John W.
Henry og félagar í bandaríska
eignarhaldsfélaginu NESV, sem
einnig á Boston Red Sox, voru
mættir á völlinn í gær en máttu
horfa upp á nýja liðið sitt tapa
fyrir erkifjendum sínum og grann-
liði, Everton, 2-0.
Um botnslag var að ræða í deild-
inni en liðin sátu fyrir helgi í 17. og
18. sæti með sex stig hvort. Evert-
on hoppaði upp í ellefta sætið með
sigrinum en Liverpool datt niður
um eitt og er nú með sex stig, rétt
eins og Wolves (18. sæti) og botnlið
West Ham.
Eini deildarsigur Liverpool á
tímabilinu til þessa kom gegn West
Brom í lok ágúst. Síðan þá hefur
Liverpool fengið tvö stig af fimmt-
án möguleikum.
Til samanburðar má nefna að
West Brom hefur ekki tapað síðan
í áðurnefndum leik og náði síðast
góðu 2-2 jafntefli gegn Manchester
United á útivelli um helgina.
Liverpool hefur ekki byrjað verr
í deildinni síðan haustið 1953. Það
tímabil féll liðið úr efstu deild og
komst ekki aftur upp fyrr en átta
árum síðar, þá undir stjórn Bills
Shankly sem gerði liðið að stór-
veldi.
Hvort nýjum eigendum tekst að
rífa liðið upp eins og Shankly forð-
um verður að koma í ljós. Byrjun-
in lofaði þó ekki góðu á Goodison
Park í gær.
Tim Cahill og Mikel Arteta skor-
uðu fyrir Everton í leiknum og það
var ekki fyrr en undir lok hans að
þeir rauðklæddu fóru að sækja
að einhverju ráði, en án árangurs
þó.
Nýju eigendurnir lýstu yfir
stuðningi við Roy Hodgson, stjóra
Liverpool, fyrir leikinn og hann
var ánægður með framlag leik-
manna sinna í gær. Hann sagðist
ekki vera farinn að örvænta enn.
„Ég tel ekki að við séum í krísu,“
sagði Hodgson. „Við spiluðum ekki
eins og lið sem er í fallsæti. Á hinn
bóginn verður að viðurkenna að
sex stig eftir átta leiki er heldur
dræm uppskera. Við þurfum að
byrja að vinna leiki og klifra upp
stigastöfluna. Þangað til munu orð
eins og „krísa“ fylgja okkur.“
Everton virðist komið á beinu
brautina en liðið hefur nú unnið
tvo leiki í röð. „Mér finnst reyndar
að við höfum spilað betur í flestum
leikja okkar í haust en við gerðum í
dag. En þetta var grannaslagur og
slíkir leikir eru ávallt frábrugðnir
öðrum. Við náðum að forða okkur
frá botninum en ég tel að við séum
með nægilega gott lið til að berjast
við toppinn.“
Manchester City kom sér upp
í annað sæti deildarinnar með
sínum fjórða sigri í röð, í þetta
sinn gegn nýliðum Blackpool í
gær. Leiknum lauk með 3-2 sigri
en City getur þakkað fyrirliðanum
Carlos Tevez fyrir stigin þrjú að
þessu sinni.
Hann kom City yfir gegn gangi
leiksins og skoraði svo öðru sinni
aðeins mínútu eftir að Blackpool
hafði tekist að jafna metin.
„Stundum er mikilvægt að vinna
eins og við gerðum í dag,“ sagði
Roberto Mancini, stjóri City, eftir
leikinn. „Við spiluðum ekki vel.
Það var mikilvægt að við skoruð-
um þó þrjú mörk og sjaldgæft að
það gerist á útivelli.“
Það var einnig nóg um að
vera í deildinni á laugardaginn.
Manchester United gerði sitt þriðja
jafntefli í röð og datt niður í fjórða
sæti deildarinnar. Topplið Chelsea
hefði þar með getað aukið forystu
sína á toppi deildarinnar en mátti
sætta sig við markalaust jafntefli
við Aston Villa á útivelli.
Arsenal rak af sér slyðruorðið
eftir tvo tapleiki í röð með 2-1 sigri
á Birmingham og er með fjórtán
stig í 3.-5. sæti, ásamt United og
Tottenham.
eirikur@frettabladid.is
Nýir eigendur en sömu vandamálin
Liverpool er í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 tap fyrir Everton í grannaslag liðanna í
ensku úrvalsdeildinni í gær. Manchester City er komið upp í annað sæti deildarinnar eftir fjóra sigra í röð.
SVEKKTIR Þeir Jamie Carragher, Fernando Torres og Lucas Leiva voru niðurlútir eftir tapið í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY
Mér finnst reyndar
að við höfum spilað
betur í flestum leikja okkar í
haust en við gerðum í dag.
DAVID MOYES
KNATTSPYRNUSTJÓRI EVERTON