Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 20
 18. október 2010 2 Húsið á Grettisgötu 53 er frá 1921 en hefur nú gengið gegnum algerar endurbætur bæði að utan- og innverðu. Það skiptist í nokkrar íbúðir, sem Snæbjörn Þór segir hugsaðar sem skamm- tíma leiguhúsnæði með öllum þægindum í miðbæ Reykjavíkur. „Fólk þarf ekki að koma með neitt nema fötin sín,“ bendir hann á. Allt er hannað inn í íbúðirnar af húsráðendum og sérsmíðað á Íslandi. Eldhúsin hjá Hit-innrétt- ingum í Kópavogi og svefnsófinn hjá Sólóhúsgögnum og GÁ hús- gögnum en svampurinn í honum er frá Lystadúni. „Það sem gerð- ist við hrunið var að fyrirtækin hér heima urðu samkeppnishæf í verði við þau erlendu og skila auð- vitað líka góðri vöru,“ segir Snæ- björn Þór. Hann segir markmiðið að hafa mestmegnis hluti eftir unga íslenska listamenn og hönn- uði í húsinu. „Við viljum að fólkið sem gistir hér sé meðvitað um að flest hér inni sé búið til á Íslandi, þannig að það upplifi miðborgina og stemninguna í menningu og listum.“ gun@frettabladid.is Sófinn í stofunni er bæði til setu og svefns eins og sjá má. Eldhúsið er í senn einfalt og einstakt. Er dálítið stofustáss enda snýr það fram í stofuna en æpir þó ekki á neinn. Gardínur hafa oft meira að segja en ætla mætti. Skemmtilegt getur verið að eiga fleiri en einn umgang fyrir gluggana og skipta út eftir árstíðum eða bara hvernig liggur á fjölskyldumeðlimum. Rannsóknir benda til þess að heilsusamlegt sé að hafa lifandi plönt- ur í híbýlum manna. Gróflega má skipta inniplöntum í tvo flokka: grænar plöntur sem oftast eru fjölærar, og blómstrandi plöntur sem ræktaðar eru vegna blómprýði og eru oft einærar. Það skemmtilega við blómstrandi plöntur er að margar þeirra eru árstíðabundnar og gefa heimilinu blæ hverrar árstíðar. Almennt má segja að blómstrandi plöntur þurfi góða vökv- un og birtu en grænar plöntur minni vökvun, sér í lagi yfir vetrartímann. www.byflugan.is Framhald af forsíðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.