Fréttablaðið - 26.10.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.10.2010, Blaðsíða 28
20 26. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR BAKÞANKAR Þórunnar Elísabetar Bogadóttur Fjölskyldusöngleikur eftir Gunnar Þórðarson og Pál Baldvin Baldvinsson eftir hinu sígilda ævintýri Miðasala á midi.is Sýningardagar Lau. 23/10 kl. 14 frums. Sun. 24/10 kl. 14 Lau. 30/10 kl. 14 Lau. 6/11 kl. 14 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. ofstopi, 6. rún, 8. laus greinir, 9. veiðarfæri, 11. mun, 12. tónstigi, 14. einkennis, 16. tveir eins, 17. hlaup, 18. geislahjúpur, 20. tveir eins, 21. auðveld. LÓÐRÉTT 1. áfengisblanda, 3. íþróttafélag, 4. eyja í Miðjarðarhafi, 5. svelg, 7. reka- viður, 10. skítur, 13. háttur, 15. óhapp, 16. blekking, 19. ólæti. LAUSN LÁRÉTT: 2. ofsi, 6. úr, 8. hið, 9. net, 11. ku, 12. skali, 14. aðals, 16. tt, 17. gel, 18. ára, 20. yy, 21. létt. LÓÐRÉTT: 1. púns, 3. fh, 4. sikiley, 5. iðu, 7. rekatré, 10. tað, 13. lag, 15. slys, 16. tál, 19. at. Þabbarasona! Hip-hoppið hefur tekið yfir drenginn okkar! Það er það eina sem krakkar hlusta á í dag. Ég var alltaf að vona að hann yrði næsti Eddie van Halen þegar við gáfum honum gítarinn en ég hef ekki heyrt hann spila neitt í nokkra mánuði! Honum finnst þunga- rokkshetj- urnar þínar ábyggilega vera gamlir vitleysingar! Kannski þú ættir að fylgjast betur með? Kannski! Myndir þú vilja búa með leikmanni sem lætur eins og krakki og er með buxurnar á hælunum? O ætli það. Leikmað- urinn fengi líklega brauðhníf í bakið innan viku! Það er bara ekki nógu gott að þú skammist þín fyrir að láta sjá þig með mömmu þinni Palli. Mamma. Það er flóknara en það. Ég skal reyna að útskýra. Ég skammast mín ekki fyrir að láta sjá mig með þér. Ég skammast mín fyrir að vera tengdur við þig! Nú, það er miklu auð- veldara að taka því! Ég vissi að þú myndir skilja þetta. Vígsluathöfn- in sem allir kökugerðar- menn verða að ganga í gegnum... Giskaðu á kökuna Ostakaka Drullukaka Pissukaka Foreldrar Siggu þurfa að fara út úr bænum svo hún ætlar að gista hjá okkur. Í kvöld??? EKKI SANN- GJARNT!! Hvað er ósanngjarnt við það? Ég fæ enga tíma til að skipuleggja eitthvað til að pirra þær! Hmmm... nammi namm... þetta er klár- lega ostakaka... Einhverja merkilegustu sögulegu atburði á Íslandi minnist ég ekki að hafa lært eða lesið um í skólabókum. Kannski er það bara gleymska eins og með margt sem á að lærast í skólum, en ég man allavega ekki eftir því að mikið hafi verið gert úr sögulegum atburð- um eins og kvennafrídeginum árið 1975, kjöri Vigdísar Finnbogadóttur árið 1980 og kvennaframboðunum nokkru síðar. Um þetta lærði ég annars staðar. Þetta voru atburðir sem áttu sér stað áður en ég fæddist en hafa skipt sköpum í öllu mínu lífi. Skólinn hefði átt að upp- lýsa mig og allar hinar stelpurnar og strákana líka um mikilvægi þessara atburða. Í GÆR minntist ég nefnilega þeirra kvenna sem þorðu að standa upp og ryðja þar með brautina fyrir okkur hinar. Ég veit að margt af því sem telst sjálfsagt í dag var allt annað en það fyrir ekki svo mörgum árum síðan. Ég veit að ástæða þess hversu langt við höfum náð í jafnréttismálum er þrotlaus barátta – ekk- ert hefur verið afhent á silfurfati. AF því að ég veit þetta verð ég ekki bara pirruð, heldur eiginlega sár, þegar ég heyri konur tala í þá veru að konur eigi ekki að velta sér upp úr því að þeim sé mismunað, eða það sé konum ekki til framdráttar að leita skýringa á mismun- un í samfélaginu. Og þegar því er haldið fram að kvennafrídagur í dag sé tíma- skekkja, konur vilji forréttindi ekki jafn- rétti og svo framvegis langar mig að öskra á viðkomandi. SEM betur fer sameinast konur úr öllum áttum og öllum stéttum enn á þessum degi þó með undantekningum sé. Konur sem hafa ólíkar stjórnmálaskoðanir og ólíkar skoðanir á jafnréttisbaráttunni. Kvennafrídagurinn er frábært dæmi um samstöðu og það að konur eru eftir allt saman konum bestar. ÞETTA með forréttindi kvenna hélt ég að væri nýtt af nálinni, en svo er auðvitað ekki. Í ræðu Aðalheiðar Bjarnfreðs- dóttur á kvennafrídeginum upphaflega kemur nefnilega fram að svipað viðhorf mætti konum þá, að þær vildu svipta karla öllum völdum. Og það sem barist var fyrir þá myndum við ekki láta okkur detta í hug að nefna forréttindi í dag. En það sem hún sagði þá gildir líka í dag: „Ekkert er fjær okkur en kúga karla. Við viljum jafnrétti. Hvorki meira né minna.“ Hvorki meira né minna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.