Fréttablaðið - 26.10.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.10.2010, Blaðsíða 32
24 26. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR Bíó ★ Takers Leikstjóri: John Luessenhop. Aðalleikarar: Matt Dillon, Idris Elba, Chris Brown, Hayden Christensen, Paul Walker, Jay Hernandez, T.I. Takers segir frá hópi ræningja sem stela hverju góssinu á fætur öðru og lögreglu- mönnunum sem reyna árangurslaust að góma þá. Þegar gamall félagi bófanna losnar úr fangelsi leggja ræningjarnir á ráðin um sitt safaríkasta rán til þessa. Mun þeim takast það? Mér var allavega alveg sama. Ég veit ekki hvar er best að byrja. Handrit myndarinnar er illa skrifað, persónusköpun er engin og samtölin eru svo klaufaleg að áhorfandinn gleymir því nánast hversu lélegir leikararnir eru sem leika þau. Tónlistin er óþolandi og kraumar undir myndinni allan tímann. Fyrri hluti myndarinnar er eins og löng sjónvarps- auglýsing frá Herragarðinum. Bófarnir spígspora um í jakkafötum, reykja vindla og rembast við töffaraskapinn líkt og hópur menntaskólapilta sem slegið hafa saman í limósínu fyrir busaball. Seinni hlutinn er ein löng og illa útfærð hasarsena þar sem ómögulegt er að greina hetjur frá illmennum sökum myndavélarhristings og annars áreitis. Undanfarin misseri hafa margir framsæknir kvikmyndagerðarmenn náð ágætis tökum á hinni stafrænu myndavélartækni. Takers notast við slíka tækni en misheppnast algjör- lega. Takers er í sama sjónræna gæðaflokki og myndbandið úr fermingarveislu frænda þíns. Manstu? Pabbi þinn var kominn aðeins í glas og lét litlu systur þína halda á myndavélinni. Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur. Takers er í alvörunni svona léleg. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Versta mynd ársins. Gæfi henni hauskúpu ef ég gæti. Lagið Það geta ekki allir verið gor- djöss með Páli Óskari situr í efsta sæti bæði Lagalistans og vinsælda- lista Rásar 2. Það hefur setið sam- anlagt í fimm vikur í efsta sæti yfir vinsælustu og mest spiluðu lög landsins. Lagið er á plötunni Diskóeyjan sem er nýkomin út. Á henni kennir Prófessorinn Óttarr Proppé börnum og öðrum tilheyr- endum góða siði í fágunarskóla sínum við Diskóflóa. „Þetta er spurning um að vera ekki feiminn við að vera í stuði,“ segir Óttarr um Prófessorinn. Diskóeyjan er rokkópera eftir Braga Valdirmar Skúlason. Honum til halds og trausts við verkefnið voru Óttarr og Kiddi úr Hjálmum og fengu þeir til liðs við sig lands- kunna poppara, þar á meðal Sig- trygg Baldursson og Pál Óskar. „Prófessorinn er gömul týpa sem ég var að dunda við fyrir full- orðna,“ segir Óttarr og á þar við hljómsveitina Funkstrasse sem var virkust í kringum 1995. „Það var voða gaman en ekki verkefni sem greip mann svona gjörsam- lega. Þegar honum var snúið upp á leikinn og æskufjörið kom sann- leikurinn í ljós. Þá lifnaði hann almennilega við. Prófessorinn er í eðli sínu svo mikill krakki, eig- inlega eins og Andrés Önd. Hann er ekki alveg fullorðinn og þarf heldur ekkert að vera fullorðinn.“ Óttarr viðurkennir að sumum krökkum finnist Prófessorinn, sem er einnig áberandi í rokksveitinni Dr. Spock, skrítinn. „Við höfum lent í því að krakkar hafa verið aðeins hikandi. Hann er líka svo ofsalega langur því hann er á svo háum hælum. En þegar hann beyg- ir sig niður og fer að spjalla eru flestir krakkar að fatta hann.“ Memfismafían mun ásamt Prófessornum og föruneyti kynna Diskóeyjuna á næstu vikum og verð- ur meðal annars efnt til tónleika í Hofi á Akureyri 28. nóvember. - fb Prófessorinn er mikill krakki DISKÓFÉLAGAR Bragi Valdimar Skúlason, Prófessorinn og Kiddi úr Hjálmum sem unnu saman að Diskóeyjunni. Síðasta sort SÍMI 564 0000 16 16 7 7 12 L L L SÍMI 462 3500 16 7 12 L TAKERS kl. 8 - 10 SOCIAL NETWORK kl. 8 - 10.15 BRIM kl. 6 AULINN ÉG 3D kl. 6 SÍMI 530 1919 16 7 12 L INHALE kl. 6 - 8 - 10 SOCIAL NETWORK kl. 6 - 9 BRIM kl. 6 - 8 - 10 EAT PRAY LOVE KL 5.15 - 8 INHALE kl. 6 - 8 - 10 TAKERS kl. 5.40 - 8 - 10.20 SOCIAL NETWORK kl. 5.20 - 8 - 10.35 SOCIAL NETWORK LÚXUS kl. 5.20 - 8 - 10.35 BRIM kl. 4 - 6 - 8 EAT PRAY LOVE kl. 10 AULINN ÉG 2D kl. 3.40 AULINN ÉG 3D kl. 3.40 .com/smarabio J.V.J. - DV Stórkostlegt listaverk! K.I. -Pressan NÝTT Í BÍÓ! 700 700 700 700 FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA SPENNUMYND Í ANDA “HEAT” ÞRIÐJUDAGAR ERU TILBOÐSDAGAR! Gildir ek ki í Lúxu s700 - bara lúxus Sími: 553 2075 TAKERS 8 og 10.15 16 LEGEND OF THE GUARDIANS 3D 8 - ENS TAL L KONUNGSRÍKI UGLANA 3D 5.50 - ISL TAL L SOCIAL NETWORK 5, 7.30 og 10 7 AULINN ÉG 3D 6 - ISL TAL L 650 kr. 650 kr. 950 KR. Í 3D gleraugu seld sér 950 KR. Í 3D gleraugu seld sér TILBOÐ í bíó. Gildir á allar sýningar dagsins. BESTA SKEMMTUNIN ÁLFABAKKA KRINGLUNNI SELFOSSI AKUREYRI 10 10 10 10 10 10 10 10 7 7 7 16 16 L L L 7 7 7 7 16 L THE SWITCH kl. 8:10 - 10:20 KONUNGSRÍKI UGLANNA-3D M/ ísl. Tali kl. 6 LEGEND OF THE GUARDIANS-3D ótextuð Ensku kl. 6 ÓRÓI kl. 8:10 - 10:20 THE TOWN kl. 8 - 10:30 FURRY VENGEANCE kl. 6 KONUNGSRÍKI UGLANNA-3D ísl. Tali kl. 6 THE SWITCH kl. 8 - 10:10 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 ÓRÓI kl. 8 - 10:10 SJÁÐU - STÖÐ 2 R.E. FBL H.S. MBL  S.M. - AH  P.H. - BM  O.W. - EW Frá þeim sömu og færðu okkur Juno og Litle miss sunshine frábær ný gamanmynd sem kemur öllum í gott skap ET „SJÓNRÆN VEISLA Í ÞRÍVÍDD“ USA TODAY SKEMMTIR FULLORÐNUM JAFNT SEM BÖRNUM LANGFLOTTASTA ÞRÍVÍDDAR MYNDIN SÍÐAN AVATAR THE SWITCH kl. 6 - 8 - 10:20 KONUNGSRÍKI UGLANNA-3D M/ ísl. Talikl. 5:50 ÓRÓI kl. 5:50 - 8 - 10:20 THE TOWN kl. 8 - 10:30 THE TOWN kl. 6 - 9:15 FURRY VENGEANCE kl. 6 DINNER FOR SCHMUCKS kl. 8 - 10:20 SOLOMON KANE kl. 10:30 ALGJÖR SVEPPI-3D kl. 6 ÞRIÐJUDAGSBÍÓ KR. 650* ÞRIÐJUDAGSBÍÓ KR. 650* *GILDIR EKKI Í VIP, Á ÍSLENSKAR MYNDIR, Á MYNDIR Í 3D OG BEINAR ÚTSENDINGAR ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG KR. 650* KONUNGSRÍKI UGLANNA M/ ísl. Tali kl. 6 SOCIAL NETWORK kl. 8 - 10:20 DINNER FOR SCHMUCKS kl. 5:50 - 10:20 ÓRÓI kl. 8 Nú í bíó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.