Fréttablaðið - 26.10.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.10.2010, Blaðsíða 4
4 26. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR VIÐSKIPTI Guðbjörg Edda Eggerts- dóttir, aðstoðarforstjóri Actavis, hefur í kjölfar skipulagsbreytinga tekið við starfi forstjóra Acta- vis á Íslandi. Guðbjörg Edda, sem er lyfjafræðing- ur, hefur starf- að hjá Actavis og forverum fyrirtækisins í þrjátíu ár. Hún var aðstoðarfor- stjóri lyfjafyrirtækisins Delta árið 1999, framkvæmdastjóri á mark- aðssviði Actavis Group árið 2002 og aðstoðarforstjóri fyrir tveim- ur árum. Guðbjörg situr sem fyrr í fram- kvæmdastjórn Actavis og mun stýra verkefnum víða, svo sem í Japan, Kína og á Indlandi. - jab Áréttað skal að uppfyllt hafa verið tvö af þremur skilyrðum til þess að taka næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta. Af frétt á síðu 8 í gær mátti skilja að fullt afnám hafta stæði fyrir dyrum. LEIÐRÉTTING HJÁLPARSTARF Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaki vikuna 25.-31. október undir yfir- skriftinni „Ég er ekki með ungl- ingaveiki – mér bara líður illa“. Tilgangurinn er sagður vera að vekja athygli á því að stuðningur í nánasta umhverfi skipti miklu máli fyrir góða geðheilsu. „Auðvelt getur verið að skil- greina vanlíðan þessa aldurshóps sem „unglingaveiki“ og afgreiða málið þannig,“ segir á vefnum, en með því sé lítið gert úr tilfinn- ingum sem séu mjög raunveru- legar fyrir viðkomandi einstakl- inga. „Unglingar þurfa, ekki síður en aðrir, á því að halda að hlust- að sé á þá þó fullorðnum finn- ist „vandamál“ þeirra oft vera lítilvægleg.“ - óká Vanlíðan ekki unglingaveiki: Hlusta þarf á unglingana GUÐBJÖRG EDDA EGGERTSDÓTTIR Skipulagsbreyting hjá Actavis: Guðbjörg for- stjóri á Íslandi FÉLAGSMÁL Fátækt og matarskortur geta magnað sjúkdóma og gert brautina til betri heilsu að grýttri götu. Þetta sagði í erindi Ólafs Ragnars Grímssonar forseta á málþingi Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, í gær. Málþingið er haldið í tilefni af 30 ára afmæli Umhyggju. Forsetinn sagði þá fátækt sem nú setti svip á þúsundir heimila, bið- raðir eftir matvælum sem á viss- an hátt væru orðinn mesti smán- arblettur íslensks samfélags, hafa gert fjölskyldunum sem glímdu við slík örlög illa kleift að þurfa til við- bótar að takast á við langvarandi veikindi barna sinna. „Þessar aðstæður í þjóðfélag- inu gera erindi Umhyggju brýnna en áður og reynslusjóð ykkar enn verðmætari, ráð og leiðsögn dýr- mæt fyrir alla sem ábyrgð bera í glímunni við lausn þessa vanda,“ sagði Ólafur Ragnar og kvað starf á vegum Umhyggju þó umfram allt áréttingu þess grundvallar- boðskapar að velferð barnanna þyrfti ætíð að vera í fyrsta sæti. - óká Forseti Íslands segir þjóðfélagsaðstæður gera erindi Umhyggju brýnna en áður: Segir biðraðirnar smánarblett DÓMSMÁL Kona hefur verið dæmd í þriggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi og til að greiða Reykjavíkurborg nær 400 þúsund krónur sem hún hafði dregið sér af sameiginleg- um bankareikningi vistmanna á vernduðu heimili við Krumma- hóla í Reykjavík. Konan starfaði við heima- þjónustu hjá Félagsþjónustunni. Hún hafði debetkort fyrir sam- eiginlegum reikningi fjögurra andlega fatlaðra vistmanna til matarinnkaupa. - jss Kona dæmd í fangelsi: Stal af fötluðum vistmönnum HANDTEKIN Myndir teknar af Randy og Evi Quade hjá lögreglu eftir handtöku þeirra 18. september. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN Bandaríski leikarinn Randy Quade og kona hans Evi hafa sótt um hæli í Kanada. Þau voru handtekin þar um helgina fyrir að mæta ekki við dómtöku máls á hendur þeim í Bandaríkjunum. Mál var í haust höfðað á hendur hjónunum fyrir rétti í Santa Bar- bara eftir að þau voru handtekin fyrir innbrot og hústöku á fyrrum heimili þeirra. Hjónin segjast nú óttast Holly- woodstjörnumorðingja sem þau telja bera ábyrgð á dauðföllum nokkurra vina Randys, þar á meðal leikaranna Heath Ledger og David Carradine. Hjónin voru látin laus gegn tryggingu, en eiga að mæta aftur fyrir rétt í Kanada í dag. - óká Sækja um hæli í Kanada: Segja líf þeirra vera í hættu Engar myndavélar í göngum Hraðamyndavélar hafa ekki enn verið settar upp í Bolungarvíkurgöngunum. Samkvæmt Vegagerðinni á Vestfjörð- um voru tafir á gerð samninga um kaup á myndavélum. Vonast er til að hægt verði að setja upp vélar á næstu vikum. VESTFIRÐIR ÍRAK Skjöl frá Bandaríkjaher, sem áttu að fara leynt, sýna að mann- fall af völdum stríðsins í Írak hefur verið töluvert meira en til þessa hefur fengist staðfest. Samkvæmt gögnunum, sem birt voru á vefsíðunni Wikileaks um helgina, hafa átökin í Írak kostað 109 þúsund manns lífið þann tíma sem þau ná til, en það er megnið af stríðstímanum, eða frá 1. jan- úar 2004 til ársloka 2009, að und- anskildum maímánuði 2004 og marsmánuði 2009. Stríðið hófst í mars árið 2003. Af þeim sem létu lífið þenn- an tíma voru 66 þúsund skráðir almennir borgarar, 24.000 upp- reisnarmenn, 15 þúsund hermenn írösku stjórnarinnar og tæplega fjögur þúsund hermenn innrásar- liðsins. Á forsíðu Wikileaks er bent á að samkvæmt þessum tölum hafi stríðið að meðaltali kostað rúm- lega 30 almenna borgara lífið á hverjum einasta degi. Þessar tölur þurfa ekki að vera tæmandi upplýsingar um mann- fall í Írak, bæði vegna þess að þær ná ekki yfir allan tímann og eins vegna þess að ekki er víst að öll þau dauðsföll, sem áttu sér í reynd stað, hafi ratað í skýrslur Banda- ríkjahers. Tölur um mannfall í Írak hafa verið mjög á reiki allar götur síðan innrás var gerð í landið í mars árið 2003. Hæsta talan kemur frá breska læknablaðinu Lancet, sem gerði árið 2006 könnun á dauðsföllum í Írak og komst að þeirri niðurstöðu að alls hafi átökin kostað nærri 655 þúsund manns lífið, bæði beint og óbeint, fram til júnímánaðar það ár. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið hefur reglulega birt tölur um dauðsfall bandarískra her- manna í Írak. Sú tala er komin upp í 4.425. Að auki hafa hermenn ann- arra innrásarríkja gefið upp sam- tals rúmlega 300 dauðsföll. Á vefsíðunni Iraq Body Count hefur grannt verið fylgst með mannfalli í Írak. Þar hafa menn fullyrt að allt að 107 þúsund almennir borgarar hafi látist af völdum stríðsátakanna. Þær tölur eru byggðar bæði á frétt- um, skýrslum óháðra samtaka og opinberum gögnum, sem starfs- fólk síðunnar hefur tekið saman jafnóðum. Eftir að hafa farið yfir skjöl- in frá Wikileaks segir á vefsíð- unni Iraq Body Counts að þar hafi komið fram upplýsingar um 15 þúsund dauðsföll almennra borg- ara, sem áður var ekki vitað um. Heildarfjöldi almennra borgara, sem látnir eru af völdum stríðs- ins, er þá kominn upp í 122 þús- und samkvæmt heimildum Iraq Body Counts. Samkvæmt þeirri tölu er meðaltal fallinna almennra borgara komið upp í 50 á hverjum einasta degi. gudsteinn@frettabladid.is 30 almennir borgarar drepnir daglega í Írak Lekinn á Wikileaks varpar nýju ljósi á umfang stríðsins í Írak. Samkvæmt Iraq Body Counts hefur stríðið kostað 122 þúsund almenna borgara lífið. Fimmtán þúsund þeirra var ekki vitað um fyrr en með nýju gögnunum á Wikileaks. LÍKKISTUR Í ágúst árið 2007 létu fjórir Írakar lífið í átökum Bandaríkjahers og her- skárra sjíamúslima í Bagdad. Á myndinni sjást þeir bornir til grafar. NORDICPHOTOS/AFP UMHYGGJA Forseti Íslands gerði fátækt að umfjöllunarefni í ræðu á málþingi sem haldið var í gær í tilefni af 30 ára afmæli Umhyggju. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 9° 9° 9° 10° 8° 9° 9° 24° 12° 17° 22° 31° 5° 11° 15° 5° Á MORGUN 8-13 m/s. FIMMTUDAGUR 5-10 m/s. -1 2 2 3 2 4 5 0 7 6 6 4 2 5 5 13 15 6 5 8 4 7 0 1 3 3 5 -3-1 -1 0 -2 KÓLNANDI Á MORGUN Það snýst í norðaustan- átt á morgun og fer þá hægt kólnandi, en á fi mmtudag verður hitinn víðast um og undir frost- marki. Þrátt fyrir blátt fi mmtudags- kort verður yfi rleitt fínasta veður á landinu en hætt við stöku éljum. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 25.10.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,4189 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 111,17 111,71 174,97 175,83 155,98 156,86 20,912 21,034 19,299 19,413 16,937 17,037 1,3784 1,3864 175,32 176,36 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.