Fréttablaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 2
2 27. október 2010 MIÐVIKUDAGUR FÓLK Íslensk kona leitar nú að stuðningsaðilum til að fjármagna þátttöku sína í leiðangi á Suður- skautslandið. Þórdís Katla Bjart- marz hyggst þar, ásamt fjölþjóð- legum hópi, sækja námskeið ætlað leiðtogum framtíðarinnar. Þórdís, sem er 27 ára, leggur um þessar mundir stund á meist- aranám í viðskiptafræði í Kaup- mannahöfn. Hún segir að síðustu sex árin hafi hún starfað sem leið- togi og að leiðtogaþjálfun innan alþjóðlegu stúdentasamtakanna AIESEC og meðal annars verið þar formaður árin 2006 til 2008. „Þessi reynsla ýtti undir áhuga minn á leiðtogamenntun á ýmsum sviðum og áherslum og því ákvað ég að sækja um sem þátttakandi í þennan leiðangur næstkomandi mars,“ segir Þórdís, sem nú reyn- ir að fá kostunaraðila til liðs við sig en segir það ganga erfiðlega enda sé ferðin dýr og hún hafi verið með þeim síðustu að fá þátt- töku sína staðfesta. „Ég hef nálgast nokkur fyrir- tæki sem og Hafnarfjarðarbæ í tengslum við stuðning með því skilyrðum að ég haldi námskeið fyrir starfsfólk og aðra tengda aðila þegar ég kem heim, taki lógó eða fána fyrirtækja með í ferð og auglýsi þau sem styrktar- aðila. Því er ákveðin ávinningur fyrir fyrirtæki að leggja hönd við þetta verkefni og eru allur styrk- ur og stuðningur vel þeginn svo þátttaka takist,“ segir Þórdís. Meðal þeirra sem ekki hafa tekið afstöðu til styrkbeiðnar Þórdísar er heimabærinn Hafnar- fjörður. „Það er gríðarlegur heið- ur að vera valinn en hver ein- staklingur þarf að fjármagna ferðina sjálfur og því leita ég til Hafnarfjarðarbæjar um möguleg- an stuðning,“ undirstrikar Þórdís í bréfi til bæjarins. Lagt verður af stað í mars á næsta ári og á ferðin að standa í fimmtán daga. Farið verður frá suðurodda Argentínu eftir nokkurra daga undirbúning þar í landi. Á vef samtakanna 2041 kemur fram að nafn þeirra er miðað við árið þegar núverandi samning- ur um friðun Suðurskautslands- ins fyrir námavinnslu og borun rennur út. Umhverfisvernd og sjálfbærni eru þar ofarlega á blaði. „Við miðum að persónlegri þróun, bættum hæfileikum til samskipta og liðsanda og notum til þess reynslu Shackletons, Scotts, Amundsen og fleiri frum- herja meðal landkönnuða,“ segir á 2041.com. gar@frettabladid.is Íslensk stúlka lærir til leiðtoga á suðurskauti Þórdís Katla Bjartmarz stefnir á Suðurskautslandsið að sækja námskeið fyrir leiðtoga framtíðarinnar. Þórdís óskar eftir fjárstyrk frá Hafnarfjarðarbæ og fyrir- tækjum gegn því að flytja fána þeirra á suðurskautið og uppfræða starfsfólk. ÞÓRDÍS KATLA BJARTMARZ Í lok september fékk Þórdís að vita að hún væri meðal þeirra sem stæði til boða að sækja leiðtoganámskeið á Suðurskautslandinu í mars. Hún freistar þess að fjármagna ferðina sem mun kosta um þrjár milljónir króna. MYND/ÚR EINKASAFNI Það er gríðarlegur heiður að vera valinn en hver einstaklingur þarf að fjármagna ferðina sjálfur... ÞÓRDÍS KATLA BJARTMARZ MEISTARANEMI SJÁVARÚTVEGUR Icelandic Group (IG), sem er stærsta sjávarútvegs- fyrirtæki á Íslandi, hefur ákveð- ið að sækja um vottun samkvæmt staðli Marine Stewardship Council (MSC) fyrir þorsk- og ýsuveiðar við Ísland. Þegar vottun er fengin verður hægt að merkja allar afurð- ir úr þessum fiskstofnum sem seld- ar verða í sölukerfi Icelandic með umhverfismerki MSC. Fyrirtæki utan IG geta sótt um aðgang að vottuninni á síðari stigum í sam- starfi við félagið. Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóri IG, segir um mikilvægt skref að ræða í frekari fjárfestingum fyrir- tækisins í íslenskum sjávarútvegi, en félagið kaupir og markaðssetur 35 prósent af öllum afla sem veiðist við Íslandsstrendur á ári hverju. „MSC-gæðavottun mun að okkar mati festa í sessi öflugt og ábyrgt Icelandic Group hefur sótt um vottun hjá Marine Stewardship Council (MSC): Risaskref í umhverfisvottun ■ Alls eru vottaðar og í vottunarferli fiskveiðar sem nema tæplega sjö millj- ónum tonna af árlegum afla, eða ríflega tólf prósentum af fiskveiðum heimsins sem fara til manneldis. ■ Um fjórar milljónir tonna af sjávarfangi eru vottaðar samkvæmt MSC-staðli en það gerir yfir sjö prósent af heimsveiðum til manneldis. ■ Um sjö þúsund vörur í 68 löndum eru merktar með MSC-umhverfismerkinu sem hægt er að rekja og staðfesta að séu úr vottuðum sjálfbærum fiskveiðum. MSC-umhverfisvottun fiskveiðistjórnunarkerfi Íslend- inga og styðja þannig enn fremur við árangursríka markaðssetningu á íslensku sjávarfangi á erlendum markaði nú sem fyrr.“ Rupert Howes, forstjóri MSC, segir ákvörðun IG um að innleiða vottunarferli í öllum þorsk- og ýsu- veiðum við Íslandsstrendur sögu- lega og munu „setja mark sitt á flest sem viðkemur veiðum, vinnslu og sölu á bolfiski á Íslandi“, eins og segir í fréttatilkynningu frá MSC. - shá SAMGÖNGUMÁL Sveitarstjórn Skaftárhrepps segir hækkun far- vegs Skaftár ógna vegakerfinu víða í sveitarfélaginu. „Sem dæmi hefur farvegur Skaftár neðan við brúna hjá Kirkjubæjarklaustri síðustu tíu árin hækkað afar mikið. Áin hefur hlaðið upp miklum sand- eyrum, bæði ofan og neðan við brúna, en líka farið yfir víð- áttumikið gróðurlendi kringum Heimsendasker. Með tilliti til reynslu fyrri ára og alda er ljóst hvað mikla hættu af sandfoki það hefur í för með sér fyrir byggð- ina á Kirkjubæjarklaustri,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar, sem vill fá fund með stjórnendum Vegagerðarinnar sem fyrst. - gar Nýjar sandeyrar við Skaftá: Framburður ógnar vegum UTANRÍKISMÁL Ákvörðun Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak var tekin í andstöðu við ráðleggingar embættismanna í utanríkis- ráðuneytinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðv- ar 2 í gær. Fram kom í fréttinni að um níutíu skjöl eru til í utanríkisráðuneytinu sem varpa ljósi á um tveggja mánaða aðdraganda við stuðninginn. Af þeim telur utanríkisráðherra örfá vera mjög athyglisverð. „Og ég held að í sumum þeirra komi fram að embættismennirnir höfðu mjög einarða afstöðu í þessu máli og hún var hugsanlega ekki sú sama og stjórnmálamannanna sem síðar tóku ákvörðun,“ sagði Össur Skarphéðinsson í viðtali við Stöð 2. Mikilvægar upplýsingar kunni að fást í viðtölum við þessa starfs- menn ef Alþingi ákveði að fara í rannsókn á aðdraganda ákvörðunarinnar. Fréttablaðið hefur óskað eftir afriti af skjölunum sem um ræðir en ekki fengið enn. - sh Davíð og Halldór studdu innrás í Írak þvert á ráðleggingar embættismanna: Var ráðlagt að styðja ekki innrásina ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Segir skjöl í ráðuneytinu sum hver mjög merkileg. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ólafía, ert þú þessi arkitekt hrunsins? „Nei, ég reyni frekar að byggja upp og teikna meira en skýjaborgir.“ Ólafía Zoëga útskrifaðist nýlega með hæstu einkunn úr Arkitektaskólanum í Bergen. Hún nýtti sér birtingarmynd hrunsins á Íslandi við gerð verkefnisins. VIÐSKIPTI Nýherji hagnaðist um tæpar 132 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af nam hagnaðurinn 26,8 milljón- um króna á þriðja fjórðungi árs- ins. Fyrirtækið tapaði 172 millj- ónum króna fyrstu níu mánuði ársins í fyrra. Sala á vöru og þjónustu Ný - herja nam tæpum 10,3 milljörð- um króna á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er sambærilegt við síðasta ár. Á móti dró úr rekstrar- kostnaði auk þess sem fjármagns- gjöld lækkuðu á milli ára. - jab Nýherji fer úr mínus í plús: Hagnaðist um 132 milljónir ÍRAK, AP Tariq Aziz, sem lengi var utanríkisráðherra Saddams Hussein, hefur verið dæmdur til dauða í Írak fyrir hlutdeild sína í ofsóknum gegn sjíamús- limum á valda- tíma Saddams. Aziz hefur þrjátíu daga frest til að áfrýja úrskurði dómstólsins. Staðfesti áfrýj- unardómstóll niðurstöðuna þarf að fullnægja dómnum innan þrjá- tíu daga, en forseti Íraks þarf þó fyrst að skrifa undir aftökuskip- un. Aziz er 74 ára gamall. Hann hefur þegar hlotið fimmtán ára fangelsisdóm fyrir þátt sinn í aftöku 42 manna árið 1992 og sjö ára fangelsisdóm fyrir þátt sinn í nauðungarflutningum Kúrda í norðanverðu landinu. - gb Tariq Aziz dæmdur í Írak: Fékk líflátsdóm fyrir ofsóknir TARIQ AZIZ LÖGREGLUMÁL Forláta Benz-bifreið, sem eitt sinn var ráðherrabíll Gylfa Þ. Gíslasonar, kom í leitirn- ar í gærkvöldi eftir að hafa verið stolið úr bílageymslu við Sól- vallagötu í Reykjavík aðfaranótt þriðjudags. Bíllinn fannst í Kleppsholti og höfðu engar skemmdir verið unnir á honum. Lögreglu höfðu borist ábendingar um bílinn eftir umfjöllun fjölmiðla um þjófnað- inn. Bíllinn er nú í einkaeigu en var lengst af notaður sem ráðherra- bíll Gylfa Þ. Gíslason, sem var ráðherra frá 1956 til 1971. - sh Var bíll Gylfa Þ. Gíslasonar: Ráðherrabíll kom í leitirnar BENZ-BÍLLINN Fannst óskemmdur í Kleppsholti í gærkvöldi. EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn hefur hafnað því að upplýsa um fjölda undanþága sem gerðar hafa verið á gjaldeyrishöftunum frá því að þeim var komið á. Fréttablaðið óskaði í byrjun október eftir upplýsingum um fjölda tilvika þar sem óskað hefur verið eftir undanþágu frá höft- unum, um fjölda undanþága sem hafa verið veittar, og þær upp- hæðir sem þar var um að ræða. Í svari sem borist hefur frá bankanum kemur fram að þess- ar upplýsingar séu ekki tiltækar. Ákveðin upplýsingavinnsla sé í gangi. - bj Seðlabanki segir tölur ekki til: Undanþágur enn á huldu SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.