Fréttablaðið - 27.10.2010, Síða 8

Fréttablaðið - 27.10.2010, Síða 8
8 27. október 2010 MIÐVIKUDAGUR Sparaðu með Siemens Siemens er þekkt fyrir umhverfisvæna stefnu sína og er í fremstu röð þegar skoðaðar eru tækninýjungar er varða orkusparnað á heimilum. A T A R N A Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.issparnaður -50% 1995 2010 0,13 kwst. sparnaður -36% 1995 2010 0,11 kwst. 0,07 kwst. sparnaður -48% 1995 2010 Þvottavél WM 16S770DN Orkunotkun miðuð við þvott á 1 kg á 60° C. Uppþvottavél SN 46T590SK Orkunotkun miðuð við borðbúnað fyrir einn. Kæliskápur KG 36VX74 Orkunotkun miðuð við 100 l á sólarhring. 0,48 kwst. 0,25 kwst.0,26 kwst. ERTU MEÐ VIÐKVÆMA HÚÐ? Finnur þú fyrir þurrki í leggöngum, kláða, sveppasýkingu eða færðu sár við notkun dömubinda? Prófaðu þá Natracare lífrænar hreinlætisvörur, án klórs, ilm- og plastefna. www.natracare.is LÍFRÆNAR HREINLÆTISVÖRUR Nàttúruleg vellíðan MENNTAMÁL Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í mannréttindaráði lýsa því yfir að tillaga meirihlutans sé óþarfi og flokkurinn muni greiða atkvæði gegn henni í óbreyttri mynd. Mannréttindaráð fundaði í gær um tillögur að breytingum á sam- starfi leik- og grunnskóla og þjóð- kirkjunnar. Afgreiðslu málsins var frestað til 3. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn bókaði tillögu á fundinum þar sem segir að vonast sé til þess að með því að fresta tillögunni geri meirihlutinn sér grein fyrir því að skoða þurfi málið betur með vilja borgarbúa að leiðarljósi. „Ein af forsendum tillögu meiri- hlutans var sú að fjölmargar kvart- anir hefðu borist vegna heimsókna trúfélaga í skólana, ekki fylgdu þeirri staðhæfingu neinar töluleg- ar upplýsingar.“ Samkvæmt upplýsingum frá mannréttindaráði hafa alls bor- ist 52 formlegar kvartanir síðan í ágúst 2008. Þar af snúa 22 að sam- starfi kirkju og skóla. Þórey Vilhjálmsdóttir, fram- kvæmdastjóri borgarstjórnar- flokks Sjálfstæðisflokksins, segir botninn vera dottinn úr tillögunni með tilvísuninni í kvartanir for- eldra. „Upphaflega var farið af stað þegar talið var að mikið væri um þessar kvartanir, en þessi fjöldi getur ekki talist mjög stórt vanda- mál,“ segir Þórey. „Mér þykir ólík- legt að tillagan nái fram að ganga í óbreyttri mynd sökum skorts á samstöðu. Það er verið að ganga mjög hart fram.“ Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, segir að engar formlegar tillögur að breytingum hafi verið lagðar fram á fundinum og býst ekki við því að miklar til- færslur verði gerðar á hugmynd- inni. „Kannski munum við aðeins skerpa á orðalagi, en ég á ekki von á efnismiklum breytingum,“ segir hún. Menntamálaráðuneytið lét gera lögfræðiálit á samstarfi þjóðkirkj- unnar og grunn- og leikskóla og þar kemur fram að lögmætt sé að kenna trúarbragðafræði sem hluta af námsefni. Telji foreldrar að það eða þátttaka í atburðum og athöfn- um fari gegn trúar- eða lífsskoðun- um sínum geti þeir sótt um undan- þágu fyrir börn sín frá skólaskyldu í slíkum atvikum. sunna@frettabladid.is Ætla að hafna tillögu Mannréttindaráðs Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í mannréttindaráði munu ekki samþykkja óbreytta tillögu um breytingar á samstarfi skóla og kirkju. Alls hafa borist 22 kvartanir á tveimur árum. Formaður ráðsins býst ekki við efnismiklum breytingum. ÞÓREY VILHJÁLMSDÓTTIR Fulltrúi Sjálf- stæðisflokks í mannréttindaráði segir flokkinn munu greiða atkvæði gegn breytingartillögunni. MYND/RÓBERT MARGRÉT SVERRISDÓTTIR Formaður mannréttindaráðs segir engar formlegar tillögur að breytingum hafa verið lagðar fram á fundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UMHVERFISMÁL Opnist skipaleiðir á Norðurslóðum vegna bráðnunar í kringum Norðurpólinn geta afleið- ingar af skipaumferð orðið alvar- legar fyrir umhverfið, að mati bandarískra og kanadískra vís- indamanna. Loftmengun sem fylgir skipaum- ferðinni mun auka verulega gróð- urhúsaáhrifin á svæðinu. Þá gæti sót í útblæstrinum aukið áhrifin um 17 til 78 prósent að mati vís- indamannanna. Þetta getur leitt til mun meiri bráðnunar heimskauta- íssins vegna skipaumferðarinnar, segir James J. Corbett, haffræði- prófessor við Háskólann í Dela- ware í Bandaríkjunum. - bj Skipaumferð hefur afleiðingar: Heimskautaís bráðnar hraðar Færeysk skip veiða vel Heildarbotnfiskafli færeyskra skipa það sem af er ári er 3.813 tonn sem eru tæp 76 prósent af leyfilegum heildarafla þeirra. Á sama tíma í fyrra höfðu færeysk skip veitt 2.679 tonn. Í september voru ellefu skip að veiðum og var heildarafli þeirra 797 tonn. SJÁVARÚTVEGSMÁL Afli dregist mikið saman Heildarafli í kvótabundnum teg- undum síðustu fimm fiskveiðiár hefur minnkað töluvert. Heildarafli á fiskveiðiárinu 2009/2010 er helm- ingi minni en hann var fiskveiðiárið 2001/2002. Helstu ástæður þessa er að rekja til minni uppsjávarafla en afli í kolmunna, síld og loðnu er almennt minnkandi yfir tímabilið þrátt fyrir auknar veiðar á makríl. 1. Hver er formaður mennta- málanefndar Alþingis? 2. Hver er höfundur bókarinn- ar Þór - Leyndarmál guðanna? 3. Hvað heitir eiginkona Russell Brand? SVÖR VÍN, AP Flokkar utarlega á hægri væng evrópskra stjórnmála hyggj- ast efna til undirskriftasöfnunar til að þrýsta á um almenna þjóðar- atkvæðagreiðslu innan Evrópu- sambandsins (ESB) til að koma í veg fyrir aðild Tyrklands að sam- bandinu. Um helgina hittust fulltrúar hægriflokka í Vín, að undirlagi Frelsisflokks Austurríkis. Þar voru samankomnir Sjálfstæðisflokkur flæmingja í Belgíu, Norðurbanda- lagið frá Ítalíu, Svíþjóðardemó- kratar og danski Þjóðarflokkur- inn. Var það niðurstaða fundarins að Tyrkland „ætti ekki heima í Evr- ópu“ og að borgarar ESB ættu að fá að segja sína skoðun á málinu. Því er lagt út í undirskriftasöfnun, en samkvæmt Lissabon-sáttmála ESB er hægt að krefja framkvæmdaráð sambandsins um að íhuga lagasetn- ingu í tilteknu máli ef ein milljón undirskrifta fást því til stuðnings. Heinz-Christian Strache, formað- ur Frelsisflokksins, sagði eftir fund- inn að Evrópa væri á villigötum ef Tyrklandi yrði hleypt inn. „Inn- ganga Tyrklands myndi boða enda- lok ESB og upphaf sam-evrópsk- asísk-afrísks sambands sem er í andstöðu við friðarverkefni Evr- ópu og það má ekki gerast.“ - þj Hægriflokkar Evrópusambandsríkja þrýsta á um almenna atkvæðagreiðslu: Vilja kjósa um aðild Tyrklands að ESB VILJA EKKI TYRKLAND Í ESB Heinz- Christian Strache og félagar hans í hópi hægrimanna vilja láta kjósa um inngöngu Tyrklands í ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tyrkland hefur um árabil stefnt að ESB-aðild og hefur verið í formlegum aðildarviðræðum frá árinu 2005. Meðal helstu tálma á vegferð Tyrkja eru mannréttindamál og deilur vegna afskipta þeirra af málum Kýpur. Tyrkland og ESB VEISTU SVARIÐ? 1. Skúli Helgason. 2. Friðrik Erlingsson. 3. Katy Perry

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.