Fréttablaðið - 27.10.2010, Side 13

Fréttablaðið - 27.10.2010, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 27. október 2010 13 OKKAR líftryggingar hf. • Sóltúni 26 • 105 Reykjavík • Sími 540 1400 • Fax 540 1401 • www.okkar.is Öll börn og ungmenni eiga sér drauma um framtíðina. Undan sumum þeirra er fótunum kippt fyrirvaralaust vegna slysa eða sjúkdóma í æsku sem haft geta í för með sér ævilanga örorku. Þeir sem ekki hafa fest sig í sessi á vinnumarkaði standa utan lífeyriskerfisins og njóta því einungis bóta Tryggingastofnunar. OKKAR framtíð er ný og kærkomin framtíðartrygging barna og ungmenna sem skipt getur sköpum fyrir fjárhagslegt sjálfstæði þeirra á fullorðinsárum. Með OKKAR sparnaði, sem laus er til útborgunar við átján ára aldur, má treysta undirstöðurnar enn frekar. framtíð - framtíðartrygging barna fyrir „efin” í lífinu og fjárhag fullorðinsáranna „…væri það klárlega draumastarfið mitt. Ég myndi treysta mér í fjöldann hans langalangalangafa.” Kæra dagbók. Langafi var að segja m ér að afi hans hefði átt ellefu börn t akk fyrir kærlega. Reyndar með þremur konum. Ég gæti alveg hugsað mér að slá það met. Það er að segja þ etta með börnin. Ef maður fengi þokka lega borgað fyrir að eignast börn og al a þau almennilega upp væri það klárlega draumastarfið mitt. Ég myndi treysta mér í fjöldann hans langalangalanga fa. Það gæti reyndar orðið soldið m ál að finna konu sem væri til í þetta me ð mér. Og einn á ég auðvitað engan sje ns í svona lagað. En mér finnst börn ba ra alveg frábær. Líka unglingar og yfir höfuð allir sem eru að mótast og reyna að fóta sig í lífinu. Vertu samt ekkert að hafa hátt um þetta. Svona plön eru kanns ki ekki sérlega strákaleg. Ég held rey ndar að þau séu ekki neitt stelpuleg he ldur. REYKJANESBÆR Bæjarráð Reykja- nesbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að takmarka umönn- unargreiðslur á árinu 2011. Þá verði greitt með hverju barni til 15 mánaða aldurs en eftir það verði greiðslur takmarkaðar við niðurgreiðslu vegna dagforeldra með börnum til leikskólaaldurs. Þá var samþykkt að segja upp samningi um rekstur félagsmið- stöðvarinnar Fjörheima sem hefur haft húsnæði að Ásbrú og flytja starfsemina í húsnæði að Hafnargötu 88. Á fundinum fór bæjarstjóri einnig yfir fleiri niðurskurðartil- lögur fyrir næsta ár. - þj Aðhaldsaðgerðir syðra: Niðurskurður í Reykjanesbæ REYKJANESBÆR Frekari niðurskurðir voru samþykktir í bæjarráði Reykjanes- bæjar á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Karlmaður lamdi með hjólabretti utan í bifreið á sunnudag, en bíllinn var í akstri. Ökumaðurinn sem var kona varð skiljanlega skelkuð og kall- aði til lögreglu. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var maðurinn mjög æstur og réðst gegn lögreglu- mönnunum vopnaður hjólabretti og sleggju. Var maðurinn hand- tekinn og vistaður í fangaklefa. - jss Æstur maður á Akranesi: Barði í bifreið með hjólabretti NOREGUR Upplýsingar um skattamál einstakl- inga eru víðar þrætuepli en hér á landi, en í síðustu viku birtu skattayfirvöld í Noregi allar upplýsingar um skattgreiðslur norskra borgara á vefnum. Þessi siður er umdeildur, en birting gagna um skattgreiðslu einstaklinga tíðkast víðast hvar á Norðurlöndum og á sér langa sögu í Noregi, að því er fram kemur á vef Aften- posten. Í Noregi liggja upplýsingarnar fyrir í afgreiðslum skattayfirvalda og eru einnig öllum opnar á vefnum í ótakmarkaðan tíma. Fyrirkomulagið í Svíþjóð og Finnlandi er í ætt við það sem viðgengst hér á landi þar sem upplýsingarnar eru opinberar, en er ekki dreift í stafrænu formi og eru ekki aðgengilegar á vefnum. Danmörk sker sig úr hópnum þar sem opinber birting þessa upplýsinga þykir brjóta í bága við réttindi einstaklingsins. Umræðan í Noregi er í grófum dráttum svipuð og hér á landi þar sem tvö megin- sjónarmið takast á, það er rétturinn til frið- helgi einkalífsins gegn því að þetta fyrir- komulag veiti almenningi aðhald og vinni að því að allir leggi það sem þeim ber til sam- félagsins. Þó eru taldar líkur á að aðgangur verði skertur næsta ár. - þj Upplýsingar um skattgreiðslur fólks eru opinberar víðast hvar á Norðurlöndum: Norðmenn birta upplýsingar um skatta á netinu ÁLAGNINGARSKRÁ Skattaupplýsingar eru víðar umdeildar en á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nýtt hótel á Laugavegi Fyrirspurn um hvort breyta megi skrifstofuhúsnæði og innrétta 105 herbergja hótel á Laugavegi 178 er nú til skoðunar hjá skipulagsráði Reykjavíkur. Húsið, sem stendur næst gamla sjónvarpshúsinu, er um 3.600 fermetrar. FERÐAÞJÓNUSTA Orkubúið jafni verð Sveitarstjórnarmenn á norðanverð- um Vestfjörðum óskuðu eindregið eftir því á kynningarfundi Orkubús Vestfjarðar fyrir skömmu að orkuverð á veitusvæði fyrirtækisins yrði jafnað milli þéttbýlis og dreifbýlis. Einnig væri mikilvægt að jafna húshitunar- kostnað á köldum svæðum. Þetta kom fram á bæjarráðsfundi á Ísafirði. VESTFIRÐIR VINNUMARKAÐUR Dregið hefur úr launamun kynjanna hjá Lands- virkjun. Í tilefni af 35 ára afmæli kvennafrídagsins, birti fyrirtækið í gær niðurstöður um muninn. „Þegar skoðuð eru heildar laun og tekið mið af kyni, aldri, starfs- aldri, menntun, starfaflokki og vinnustundum, mælist kyn bund- inn launamunur 4,2 prósent, konum í óhag,“ segir á vef fyrir- tækisins. PricewaterhouseCoo- pers annaðist könnunina. Árið 2003 var launamunurinn 12 prósent hjá Landsvirkjun og 6,0 prósent árið 2006. - óká Þriðja könnun Landsvirkjunar: Dregið hefur úr launamuninum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.