Fréttablaðið - 27.10.2010, Side 14

Fréttablaðið - 27.10.2010, Side 14
14 27. október 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Erlendar fjárfestingar á Möltu, Kýpur, Slóvakíu og Slóveníu tvöfölduðust fyrstu fjögur árin eftir að ríkin gengu í Evrópu- sambandið árið 2004. Öll nota þau evru. Í Eistlandi jukust erlendar fjárfestingar um helming á sama tíma, en Eistar taka ekki upp evruna fyrr en um næstu áramót. Þetta sýnir, að þegar smáríki ganga í Evrópusambandið stóreykur það erlendar fjárfestingar í viðkomandi ríkjum. Athyglis- vert er, að langstærsti hluti erlendrar fjárfestingar í þessum fimm nýju aðildar- löndum kemur frá öðrum ríkjum sambands- ins. Smáríki, sem hafa búið við sjálfstæða mynt og sveiflukenndan efnahag, eins- og við Íslendingar, eru ekki sjálfsagður fjárfestinga kostur í augum alþjóðlegra fjár- festa. Þeim fylgir áhætta, einsog birtist varðandi Ísland 2008. Reynsla ríkjanna fimm sýnir hins vegar að um leið og ríkin verða hluti af traustu og stöðugu efnahagsumhverfi Evrópusam- bandsins, þá opnast fyrir flæði erlendra fjárfestinga frá ríkjum, sem eru fyrir í sambandinu. Það er engin ástæða til að ætla, að sama verði ekki uppi á teningnum ef Ísland gengi í Evrópusambandið og hefði skýra stefnu um upptöku evrunnar. Við þurfum á erlendum fjárfestingum að halda til að vinna gegn atvinnuleysinu. Það ógnar framtíð fjölmargra fjölskyldna, og þarmeð framtíð Íslands. Þó atvinnuleysi á Íslandi fari að sönnu minnkandi eru ennþá um 15 þúsund manns án atvinnu. Árlega munu ríflega tvö þús- und manns hið minnsta bætast við á vinnu- markaðnum. Á næsta áratug þurfum við því að skapa fleiri en 30 þúsund störf til að eyða atvinnuleysinu. Ég tel að Evrópu- leiðin sé besta leiðin til þess. Aðild Íslands að ESB er raunar besta einstaka aðgerð til endurreisnar ímyndar Íslands sem álit- legs fjárfestingarkosts. Evrópuleiðin mun skapa stöðugleika, færa okkur Evrópu- vexti og stórlækka þannig greiðslubyrði fjölskyldna og fyrirtækja, gera okkur fært að skera frá verðtrygginguna, og síðast en ekki síst losna við gjaldeyrishöftin. Króna í viðjum gjaldeyrishafta mun ella koma í veg fyrir að Ísland geti keppt við aðrar þjóðir í viðskiptum á jafnræðisgrundvelli. Þessu til viðbótar sýnir nú reynsla smáþjóða, að erlendar fjárfestingar stóraukast þegar þær verða hluti af Evrópusambandinu. Andspænis atvinnuleysi hafa íslenskar fjölskyldur ekki efni á að hafna þeirri fram- tíðarleið sem liggur gegnum Evrópusam- bandið. Menn verða þá að sýna fram á betri leið til að eyða atvinnuleysi á Íslandi. Það hefur enginn gert ennþá. Erlendar fjárfestingar og Evrópa Evrópumál Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus · www.lífrænt.is Láttu hjartað ráða T veir prófessorar við læknadeild Háskóla Íslands, Eiríkur Steingrímsson og Magnús Karl Magnússon, hafa að undan förnu skrifað áhugaverðar greinar í Fréttablaðið um háskólarannsóknir á Íslandi. Þar hafa þeir meðal annars spurt þeirrar spurningar hvernig tryggja megi að þeir takmörkuðu fjármunir, sem hægt er að veita til rannsókna, nýtist sem bezt. Ýmsar áhugaverðar staðreyndir hafa komið fram í greinum prófessoranna. Sú sem mesta athygli vekur er að aðeins um 15% af framlagi ríkisins til rannsókna fara í gegnum svokallaða sam- keppnissjóði, samanborið við 30-40% annars staðar á Norðurlönd- um og 85% í Bandaríkjunum. Í þeim samkeppnissjóðum sem fremst standa er strangt eftirlit með gæðum rannsókna, sem fá styrki. Alþjóðlegur hópur óháðra vísindamanna metur umsóknir um styrki áður en ákveðið er hvaða rannsóknir skuli styrktar. Sömuleiðis er metið eftir á hvaða árangri rannsóknirnar hafa skilað. Magnús Karl og Eiríkur benda á að með afganginum, um 85% þess fjár, sem ríkið ver til rannsókna, sé lítið sem ekkert ytra eftir- lit og ekkert spurt um gæði eða árangur. „Ef samkeppnissjóðirnir eru efldir aukast gæði rannsóknanna þannig að meira fæst fyrir féð,“ sögðu prófessorarnir í annarri grein sinni. „Við fjárlagagerð eru fáir talsmenn samkeppnissjóða en þeim mun fleiri og aðgangs- harðari talsmenn þeirra stofnana sem þiggja sitt rannsóknafé beint af fjárlögum. Því er mikil hætta á því að samkeppnissjóðirnir verði útundan og verði jafnvel skornir niður við næstu fjárlagagerð. Þau vísindaverkefni sem hafa farið í jafningjamat og þar verið metin best, eru nú í mestri hættu á að vera ekki styrkt áfram, á meðan stofnanir sem stunda rannsóknir án gæðaeftirlits fá áfram fjár- magn eftirlitslaust.“ Þetta er ákaflega þörf ábending, nú þegar alþingismenn véla um fjárlög næsta árs og hvernig á að nota okkar sameiginlega sjóð við einhverjar erfiðustu aðstæður í ríkisrekstrinum um árabil. Í framhaldi af ábendingu prófessoranna um að sumir samkeppnis- sjóðir ríkisins séu í raun reknir sem „pólitískir sjóðir“, sem eigi lítið skylt við alvöru rannsókna- og vísindasjóði, fjallaði Fréttablaðið í gær um deilur innan ríkisstjórnarinnar um stjórnun rannsókna- sjóða, sem eru eyrnamerktir sjávarútvegi og landbúnaði og á for- ræði ráðuneytisins sem Jón Bjarnason stýrir. Þar sitja pólitíkusar og fulltrúar hagsmunasamtaka í stjórn og ákveða hvernig fé skatt- greiðenda er varið, ekki alþjóðlegir hópar vísindamanna. Í skriflegum svörum Jóns Bjarnasonar við fyrirspurnum Fréttablaðsins kemur fram að hann sjái ekki nokkurn skapaðan hlut athugaverðan við þetta fyrirkomulag; það sé mjög vísinda- legt. Það kemur út af fyrir sig alls ekki á óvart að Jón Bjarna- son sé þeirrar meiningar. Hvaða skoðun ætli flokkssystkin hans og samráðherrar hafi hins vegar á fyrirkomulaginu? Til dæmis menntamálaráðherrann, Katrín Jakobsdóttir? Og fjármála- ráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon? Finnst þeim þetta góð nýting á peningum okkar skattgreiðenda? Meirihluti ríkisframlaga til rannsókna lýtur litlu gæða eftirliti og sumir sjóðir eru rammpólitískir. Góð nýting skattfjár? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Gabbaður Árni M. Mathiesen er að leggja loka- hönd á bók um bankahrunið í félagi við Þórhall Jósepsson. Hún verður forvitnilegur lestur. Líklega verður þar, til dæmis, að finna nákvæma lýsingu á fundi Árna með evrópskum kol- legum hans í Brussel 4. nóvember 2008 þegar hann var gabbaður til að samþykkja að Icesave-deilan yrði lögð í fimm manna bindandi gerðar- dóm. Strax kom í ljós að enginn annar íslenskur ráðamaður gat hugsað sér að fara þá leið og Árni var rekinn til baka með málið. Sjitt Kannski lýsir Árni því líka hvað flaug í gegnum huga hans þegar hann áttaði sig á því í miðju símtali við Alistair Darling 6. október að hann væri að taka yfir símtal Geirs H. Haarde við Gordon Brown frá kvöldinu áður, þar sem Brown sakar Kaupþing Singer og Friedlander um stórfellda fjármagns- flutninga frá Bretlandi til Íslands. Fyrstir í mark Skýring er komin á því hvers vegna konur í Árborg fengu ekki að taka þátt í kvennafrídeginum eins og kynsystur þeirra annars staðar á landinu: Þær hafa einfaldlega ekki fyrir neinu að berjast. Í Árborg hefur jafnrétti nefnilega verið náð, sagði bæjarstýran Ásta Stefánsdóttir í gær. Þar er launa munur kynjanna enginn. Þetta er heimsfrétt. Er búið að hringja í Reuters? stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.