Fréttablaðið - 27.10.2010, Qupperneq 18
KAFFI Kaffi er ein algengasta verslunarvara heims, næst á eftir hráolíu. Kaffiplantan er upprunnin í Eþíópíu en í dag fer langmesta kaffiframleiðslan fram í Brasilíu.
Bakaðar baunir, með kaffiblöndu
Fyrir 6-8
Undirbúningstími: 10 mínútur
Matreiðsla: Klukkutími og fimm
mínútur
Sósa
1/4 bolli af sterku kaffi
1/4 bolli eplaedik
1-1/2 msk. smjör
1 msk. melassi
2 tsk. sinnep
2 hvítlauksgeirar, niður-
brytjaðir
1 tsk. reykt salt
1/4 tsk. mulinn svartur
pipar
1/8 tsk. þurrkað timjan
1/8 tsk. þurrkað rósmarín
30 ml af brandí
1 dós rauðar nýrnabaunir, vökv-
inn tekinn frá
1 dós pinto-baunir, vökvinn tekinn frá
1 sætur laukur, skorinn í þunnar
sneiðar
Hitið ofn við 163°C.
Blandið saman kaffi, eplaediki, smjöri,
melassa, sinnepi, hvítlauk, salti, pipar,
timjan og rósmarín á lítilli pönnu.
Látið suðuna koma hægt upp og
sósuna svo malla í um það bil fimm
mínútur. Fjarlægið af hellunni og
hrærið saman við brandí.
Setjið baunir í eldfast mót, hellið
sósunni yfir og hrærið öllu saman.
Setjið lauksneiðar ofan á. Eldið í ofni
(sem búið er að hita við 163°C án loks
í klukkutíma).
Kjöthleifur og grillsósa með kaffi-
ívafi
Fyrir 8
Undirbúningstími: 20 mínútur
Matreiðsla: Klukkutími og fimmtán
mínútur
Kjöthleifur
1/2 kg af nautahakki
1/2 kg af pylsum, húðin tekin af
1 bolli af fíngerðum brauðmolum
2 meðalstórir laukar, fínt saxaðir
1 msk. karríkrydd
1/2 bolli vatn
1 msk. steinselja, brytjuð smátt
1 egg, hrært
1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
1/2 bolli mjólk
salt og pipar eftir smekk
Sósa
1 laukur, fínt saxaður
28,5 g smjörlíki
1/2 bolli tómatsósa
1/4 bolli kjötkraftur (eða rauðvín)
1/4 bolli Worcestershire-sósa
1/4 bolli púðursykur
1/4 bolli vatn
2 msk. edik
1 msk. skyndikaffi
2 tsk. sítrónusafi
Kjöthleifur:
Blandið vel saman
nautahakki, pylsum, brauð-
molum, lauk, salti, pipar, hvítlauk,
steinselju, karríkryddi og eggi í stórri
skál. Hrærið vatni og mjólk saman og
bætið smám saman út í þar til bland-
an er mjúk en þétt undir tönn. Mótið
því næst úr henni hleif og setjið á
ofnpönnu, sem hefur verið smurð með
feiti. Eldið í hálftíma við 190°C.
Sósa:
Snöggsteikið lauka upp úr smjörlíki
á pönnu þar til þeir eru orðnir gylltir.
Bætið við tómatsósu, Worcestershire-
sósu, púðursykri, vatni, ediki, kaffi og
sítrónusafa. Náið suðu rólega upp,
lækkið þá hitann á hellunni og látið
malla í tíu til fimmtán mínútur. Þess
má geta að sósan er líka góð með
rifjum eða kjúklingi.
Þegar kjöthleifurinn hefur verið
hitaður í 30 mínútur í ofni er tilvalið
að hella helmingnum af sósunni yfir
hann og elda áfram í 45 mínútur. Á
þeim tíma er ágætt að dreypa reglu-
lega feiti á kjötið.
Skerið kjöthleif í þykkar sneiðar og
berið fram heitan ásamt afganginum
af sósunni. Líka tilvalið sem álegg í
samlokur.
Risotto með kaffikeimi, öðruvísi
eftirréttur
Fyrir 2
Undirbúningstími: um það bil 10
mínútur
Matreiðsla: um það bil fjörutíu
mínútur
1 msk. skyndikaffi
1/2 appelsína, ysta
lagið af berkinum rifið
og safi
1/2 bolli hrísgrjón
(arborio)
2 bollar af mjólk
2 dropar af vanilludropum
1/2 bolli sykur
2 msk. smjör
3/4 bolli rjómi
3 msk. romm (má sleppa)
Hellið appelsínusafa og kaffi út í
skaftpott með 1/2 bolla af vatni og
látið suðu koma upp. Takið pönnuna
af hellunni, bætið hrísgrjónum við
og látið þau liggja í bleyti í fimm
mínútur. Setjið pönnuna aftur á heita
helluna og bætið mjólk og vanillu-
dropum út í. Eldið á lágum hita þar til
grjónin eru orðin þétt undir tönn. Fjar-
lægið af hellu og bætið við sykri, ysta
lagi appelsínubarkar, smjöri, rjóma og
rommi (má sleppa). Hrærið varlega í
blöndunni og berið fram hvort í sínum
bollanum. - rve
BAKAÐAR BAUNIR, GRILLSÓSA OG RISOTTO BRAGÐBÆTT MEÐ KAFFI
Upplagt í eldamennsku
Kaffið er ekki bara gott að drekka heldur kjörið að nota bæði í bakstur og matargerð til að kitla örlítið
bragðlaukana. Hér á eftir fylgja uppskriftir þar sem vín hins vinnandi manns gegnir veigamiklu hlutverki.
Vinarþel er heiti á kaffi- og
kökustenslum frá íslenska hönn-
unarfyrirtækinu Bility.
Vörur sem íslenska hönnunar-
fyrirtækið Bility hefur kynnt til
sögunnar síðustu árin hafa sleg-
ið í gegn hérlendis en Bility er í
eigu hönnuðanna Guðrúnar Lilju
Gunnlaugsdóttur og Jóns Ásgeirs
Hreinssonar.
Í smiðju Bility má um þessar
mundir finna afar skemmtilega
kaffi- og kökustensla með tvenns
konar myndum á þjóðlegum nótum,
prjónamynd og stemningsmynd úr
sveitinni. Stenslarnir, sem kall-
ast Vinarþel, galdra fram mynd-
ir á einfaldan hátt þar sem þeim
er haldið rétt ofan við kaffifroðu
í bolla eða kökusneið og kakódufti
eða flórsykri stráð yfir. Hönnuður-
inn, Megan Herbert, er ástralskur,
en Megan hefur verið búsett hér-
lendis í rúmt ár.
- jma
Smart kaffiskreytir
Stenslarnir mynda tvenns konar myndir
– sýna annars vegar íslenska sveit og
hins vegar prjónaskap.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Mörgum þykir þægilegt að grípa kaffið með sér
á ferðinni þegar lítill tími er til annars. Verslan-
ir bjóða margar úrval fallegra ferðakrúsa.
Í skemmtilegri ferðakrús frá Bodum er beinlín-
is hægt að hella upp á kaffið í krúsinni og drekka
það síðan beint en í krúsinni sjálfri er kaffipressa.
Það eina sem þarf að gera er að skófla kaffi eða te í
krúsina, hella sjóðandi vatni í og hræra með skeið.
Þá er lokið skrúfað á og pressunni ýtt niður eftir 4
mínútur. Fyrir þá sem vilja er hægt að bæta mjólk
við gegnum drykkjaropið en annars er kaffið eða
teið tilbúið til drykkjar.
Aukalok fylgir krúsinni sem kemur í nokkrum
hressandi litum og fæst bæði úr plasti og stáli.
Byggt og búið í Kringlunni. Plast 2.497 krónur,
stál 3.997 krónur.
Hellt upp á kaffið á
harðahlaupum
Til að ná hámarks bragðgæðum út úr kaffi þarf hita-
stigið á vatninu að vera sem næst suðumarki þegar
það fer í gegnum kaffið. Einnig ber að varast
að láta vatn og kaffi liggja lengi saman.
Því skemmri tíma sem uppáhellingin
tekur því minna af óæskilegum eigin-
leikum kaffisins leysist úr læðingi.
Heimild: www.matarlist.is
Kaffiplantan vex í hita-
beltislöndum. Einung-
is tvö afbrigði hennar
eru notuð til rækt-
unar, arabica-plantan
og Robusta-plantan.
Ávöxtur hennar er ber
á stærð við ólífu sem
fær á sig rauðan lit
þegar hann er full-
þroskaður. Hver ávöxt-
ur inniheldur tvær
kaffibaunir.
Heimild: www.
matarlist.is
kaffivélar
Alsjálfvirkar
HÁGÆÐA kaffivélar.
Ný sending komin.
Verð frá aðeins kr. 69.990