Fréttablaðið - 27.10.2010, Page 20
Ferðafélag barnanna var stofnað í fyrra en höfuðmarkmið þess er að
fá börn til að upplifa sanna gleði í náttúrunni og kynnast leyndardómum
umhverfisins. Ferðirnar eru á forsendum barnanna og sniðnar að þörfum
barna upp að tólf ára aldri. Ferðirnar eru auglýstar á www.allirut.is
Meðan á stórframkvæmdum stóð
á Austur landi efndi Landsvirkjun
til samkeppni um gerð listaverka
til að setja upp við Kárahnjúka og í
nágrenni stöðvarhússins í Fljótsdal.
Hringiða eftir Jónínu Guðnadóttur
fékk fyrstu verðlaun og var sett
upp á síðasta ári við Hálslón. Það
er útsýnispallur, gerður úr íslensku
grjóti af svæðinu, og á hann er rit-
aður texti úr Völuspá. Í miðjunni er
hringur, 7,5 metrar í þvermál, sem
er breidd aðrennslisganga Fljóts-
dalsstöðvar. Spírall liggur frá ystu
brún inn að miðju sem táknar hring-
iðuna að aðrennslisgöngunum.
Annað verðlaunaverk er í Fljóts-
dalnum, skammt frá útfallinu úr
rafstöðinni. Það er Eilífðardraum-
urinn eftir Ólaf Þórðarson, skúlptúr
af tólf metra báti sem virðist á sigl-
ingu í straumnum. Samkvæmt lista-
manninum fer hann um tvo metra
á sekúndu miðað við vatnið og það
reiknast svo sem hann fari kringum
jörðina á um 230 daga fresti.
Vindhreindýr er enn eitt úti-
listaverk Landsvirkjunar. Það er
eftir Ingunni Önnu Þráinsdóttur
og stendur á Fljótsdalsheiði nærri
Laugafelli. Eins og nafnið ber með
sér færist haus hreindýrsins til eftir
vindáttum. Listakonan hafði gamlan
íslenskan útsaum í huga í mynstur-
gerð stöpulsins, sem er meðal ann-
ars úr ryðguðum málmi er tónar við
mýrarauða heiðarinnar.
Eitt tilkomumikið listaverk á
svæðinu er svo það sem öldurnar
mynda þegar Hálslón er fullt og
þær elta hver aðra á yfirfalli niður
í stokk. Eftir honum berast þær í
mynstruðum straumi niður á gljúf-
urbarminn uns þær verða þar að
fossi sem fengið hefur nafnið Hverf-
andi, þar sem hann hverfur þegar
lækkar í lóninu. gun@frettabladid.is
Umhverfislist fyrir austan
Fleira hefur verið virkjað en vatnsaflið við Kárahnjúka og í Fljótsdal á síðustu árum. Hæfileikar og
kraftar listamanna hafa líka verið virkjaðir til að prýða svæðið og öldur Hálslóns leggja þeim lið.
Vindhreindýr eftir Ingunni Önnu Þráins-
dóttur stendur nærri Laugafelli.
Eilífðardraumurinn er eftir Ólaf Þórðarson. „Bátur hlaðinn farmi varnings og væntinga
á endalausri siglingu inn í framtíðina,“ segir á skilti á fljótsbakkanum.
Hringiða við Kárahnjúkastífluna er verk eftir Jónínu Guðnadóttur. Það er úr íslensku
grjóti af svæðinu, skreytt áli og hluta af fyrsta erindi Völuspár.
Öldugangur gæti þetta listaverk heitið en það verður til þegar öldur Hálslóns skvett-
ast yfir stífluna. Það minnir á skýjabekki í vefnaði eða prjóni. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN
Oft er erfitt að komast að olíu-
síum í bílum en til eru ýmsar gerð-
ir tanga sem auðvelda fólki að ná
taki á þeim. Þar má nefna skrall-
töng með skafti sem er sérstaklega
lagað að gripi handar og auðvelt
er að vinna með í þröngu rými.
Hún er með tenntum klafa sem
læsir sig að húsi olíusíunnar
og lágmarkssnúningsásinn
er fimm gráður. Töngin
nýtist mörgum gerðum
sía enda er klemm-
uvíddin 66 til 106
mm í þvermál
og möguleiki
er á forstill-
ingu.
Þessi gripur
nýtist þeim
sem a f
einhverj-
um ástæð-
um skipta
u m o l í u -
síurnar sjálfir,
hvort sem það er
vegna fjarlægðar frá
smurstöðvum eða bara
meðfæddrar sjálfsbjargar-
viðleitni. Töngin fæst í versl-
unum Wurt á Íslandi.
- gun
Gerir skipti á olíu-
síum auðveldari
Margir sinna viðhaldi bíla sinna sjálfir eftir föngum, meðal annars
olíuskiptum og þá líka olíusíuskiptum.
Skralltöngin er að hluta til
úr ryðfríu stáli.
Borgardekk
NÝ VERSLUN
20%
KYNNINGAR-
AFSLÁTTUR
Áður en lagt er í ferða-
lag er gott að kynna
sér reglur um farang-
ur, en farþegar sem
ferðast með evrópsku
flugfélagi á hvaða
áfangastað sem er
eiga rétt á skaðabót-
um fyrir það tjón sem
verður á farangri ef
hann tefst, glatast,
skemmist eða eyði-
leggst. Nánari upp-
lýsingar um réttindi
flugfarþega má fá hjá
Flug-
mála-
stjórn
Íslands.
Heimild:
www.neytenda-
stofa.is