Fréttablaðið - 27.10.2010, Qupperneq 22
27. OKTÓBER 2010 MIÐVIKUDAGUR
Að sögn Tinnu Guðmundsdóttur hjá ILVA er vert að
hafa nokkur atriði í huga þegar velja á gott ljós fyrir
heimilið.
„Í fyrsta lagi er val á lýsingu mikilvægur þáttur,
hvort sem um er að ræða vinnulýsingu eða stemn-
ingslýsingu. Þeir sem sækjast til dæmis eftir þekktri
hönnun þurfa að vera viðbúnir því að leggja út meiri
pening,“ bendir hún á en bætir við að verð og gæði
haldist þó ekki alltaf sjálfkrafa í hendur. „Vissulega
er hægt að fá bæði falleg og vönduð ljós eða lampa á
lágu verði í ILVA.“
Þá segir Tinna að margir stílflokkar séu í boði
fyrir viðskiptavini hvort sem fólk sækist eftir nú-
tímalegum stíl með björtum litum eða klassískum
rómantískum stíl þar sem meira er lagt í notalegheit.
„Gott er að koma í verslun ILVA og fá ráðleggingar
hjá sölufólki eða útstillingahönnuði hvað henti fólki
og rými best.“
Stærð ljóssins segir hún sömuleiðis mikilvæga.
„Þegar til dæmis velja á ljós í réttri stærð yfir borð
er best að mæla fyrst breidd eða ummál borðsins,
draga um það bil þrjátíu sentimetra frá þeirri tölu
sem hefur verið mæld og gefur það góða hugmynd að
stærð ljóssins.“
Loks getur Tinna þess að áríðandi sé að átta sig
á væntanlegu hlutverki ljóssins. „Það þarf að hugsa
hvort því sé ætlað að lýsa vel í rýminu, skapa stemn-
ingu, vinnulýsingu eða vera eingöngu til skrauts.“
Mikilvægt að vanda valið
Góð lýsing eða augnakonfekt? Þetta og fleira þarf fólk að
hafa í huga þegar það festir kaup á ljósi fyrir heimilið að sögn
Tinnu.
Ljósa- og lampahönnun
einkennist af náttúrulegu útliti
og efnisvali í verslunum ILVA í
vetur, segir Tinna Guðmunds-
dóttir sölustjóri smávöru-
deildar ILVA á Korputorgi.
„Það eru ákveðin þáttaskil að
verða í ljósum og lömpum í vetur
þar sem náttúrulegt útlit og efn-
isval er að koma sterkt inn sem
viðbót við það vöruúrval sem
þegar er til staðar,“ segir Tinna
og getur þess að þetta sjáist bæði
af hönnun og efnisvali. „Beinar
línur, akrýl og málmar verða
þannig í minna magni en áður, en
tágum, bambus og þessum nátt-
úrulegu efnum leyft að njóta sín
til hins ýtrasta.“
Tinna telur þessar breyttu
áherslur henta vel hérlendis þar
fólk vilji almennt hafa hlýlegra
í kringum sig en áður. „Hugar-
farið hefur bara mikið breyst
frá góðærinu þegar allir sótt-
ust eftir nýtískulegum og hörð-
um stíl, háglans og þess háttar.
Nú kýs fólk notalegheit og þessi
nýju ljós og lampar frá ILVA eru
vel til þess fallnir að svara þeirri
eftirspurn.“
Ekki er þó þar með sagt að allt
nýtískulegt sé með öllu horfið á
bak og burt að sögn Tinnu. „Nei,
auðvitað geta þeir sem sækjast
eftir slíku fengið ýmislegt við
sitt hæfi í verslunum ILVA, bæði
í ljósum og lömpum og annarri
gjafavöru,“ segir hún og getur
þess að ljós og lampar séu einn-
ig fáanlegir í fleiri en eingöngu
náttúrulegum útfærslum. „Fjólu-
blátt er til dæmis áberandi um
þessar mundir, einnig grænt og
appelsínugult.“
Hjá ILVA er líka hægt að fá
alls kyns gjafavöru í fyrrgreind-
um litaafbrigðum og stílflokkum
en Tinna segir fara vel á því að
blanda henni saman við bast,
bambus og hvers kyns viðar-
tegundir. „Smáhlutir í sterkum
litum lífga óneitanlega upp á um-
hverfið og oft þarf ekki nema að
skipta um einn eða tvo lampa-
skerma til að ná tilætluðum
áhrifum,“ bendir hún á og nefnir
í því samhengi lampaskerma
með áprentuðum myndum,
ljósmyndum af trjám og blóm-
um, sem fáist í ýmsum útgáfum
í ILVA.
„Allt saman á þetta sinn þátt
í að gera heimilið að notalegum
verustað.“
Viðartegundir og tágar
beint frá móður náttúru
Tinna segir náttúrulegt útlit og efnisval í ljósum og lömpum marka ákveðin þáttaskil.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA