Fréttablaðið - 27.10.2010, Síða 27

Fréttablaðið - 27.10.2010, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2010 Fyrirtækið Lumex var stofnað 1985 og á því 25 ár að baki. Það hefur alla tíð lagt áherslu á ráðgjöf í réttri hönnun lýsing- ar. „Meginmarkmið fyrirtækisins hefur frá upphafi verið það að hjálpa fólki að velja lýsingu við hæfi, þannig að það keypti sér ekki bara ljós heldur fengi ráð- gjöf um hvernig það ætti að nota það,“ segir Ingi Már Helgason, framkvæmdastjóri Lumex. Hann tekur fram að Lumex hafi líka alltaf verið með umboð fyrir flott ljós, bæði fylgst með því sem er að gerast í nýjum hlutum ásamt því að vera með gamla klassíkera. „Svo reynum við að blanda þessu saman sem heildarlausnum, því þegar verið er að innrétta nýtt húsnæði eða breyta gömlu viljum við helst vera með puttana í því hvar ljósin eru sett til að þau nýt- ist sem best. Lumex er eina fyrir- tækið sem hefur haft þetta hlut- verk í forgrunni.“ Lumex hefur ávallt rekið teikni- stofu og verið með sérmenntað fólk í lýsingarhönnun. „Við náum okkur í nýtt efni og sækjum okkur kunnáttu erlendis á þessu sviði,“ segir Ingi Már, sem sjálfur miðlar af þekkingu sinni í Tækniskólan- um þar sem lýsingarhönnunarnám er tiltölulega nýtt af nálinni. Lumex er í Skipholti 37 og verslun in er nýbúin að fara í gegn- um gagngerar endurbætur. „Það stóð til að flytja en sökum breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu ákváðum við að vera hér áfram en endurnýja búðina að stórum hluta og opnuð- um hana í nýrri mynd nú í vikunni. Það er ákveðin tiltekt eftir að hafa verið hér í þrettán ár,“ lýsir Ingi Már. Hann bendir á að allt sé nú málað í hlýjum litum. „Fólk er að fara úr hvítu yfir í hlýrri liti og samtímis er krafa um meiri mýkt í lýsingu en hefur verið undan- farin ár, fleiri lampa og skerma. Við fylgjum þeirri þróun og bjóð- um alla flóruna,“ segir hann. „Við erum líka að taka inn nýja, ein- falda, danska hönnun á góðu verði, leslampa, borðlampa og ýmislegt til að skreyta heimilið með.“ Lumex flytur líka inn húsgögn frá tveimur framleiðendum, Moooi og Tom Dixon, svolítið sérstök húsgögn og ekki alveg hefðbund- in. Auk þess kveðst Ingi Már vera búinn að semja við fyrirtæki sem getur útvegað honum allar algeng- ar glóperur. „Við ætlum ekki að hlíta þessu glóperubanni fullkom- lega,“ segir hann ákveðinn. „Við erum á þeirri skoðun að ef fólk kaupir einhvern fallegan lampa þá sé ekki hægt að setja í hann hvaða peru sem er. Þessi reglu- gerð um bann við gló perum er út úr kú. Við Íslendingar eigum nóg af hreinni orku þannig að bannið er óþarft hér.“ Leiðandi í hönnun lýsingar Verslunin Lumex í Skipholti 37 var opnuð í nýrri mynd nú í vikunni eftir gagngerar endurbætur. Þar er lögð aukin áhersla á mýkt í lýsingu að sögn framkvæmdastjórans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Markmiðið er að hjálpa fólki að velja lýsingu við hæfi,“ segir Ingi Már Helga- son, framkvæmdastjóri Lumex. „Ljóstvistar er nýtt íslenskt nafn á díóðuljósum en þegar slík ljós komu fyrst á markað voru þau gráhvít og köld. Nú er kominn nýr hvítur litur sem gefur hlý- legri birtu og hægt er að nota í óbeinar og faldar lýsingar, með möguleika á að dimma og jafnvel breyta litum.“ Þetta segir Ingi Már Helgason, framkvæmdastjóri Lumex í Skipholti 37. Hann segir fyrirtækið hafa verið að prófa sig áfram á þessum markaði. „Nú erum við með tvö fyrirtæki sem útvega okkur mjög góða ljós- tvista, endingargóða og vandaða. Annað þeirra er Insta í Þýska- landi sem er eitt það stærsta í þessum bransa, hitt er í Asíu og er með mikið af útiljósum til að nota þar sem menn vilja fá daufa og þægilega birtu. Þau eru líka til með litaskiptum. Við höfum verið að auka úrvalið í þessum ljósum en þó þannig að gæðin séu í fyrir rúmi. Endingin á þeim er góð og þau hjálpa fólki að spara orkuna.“ Hjálpa til við orkusparnað Lumex er með úrval af ljósvistum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.