Fréttablaðið - 27.10.2010, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 27. október 2010 5
Grænt Reykjavíkurkort er sam-
vinnuverkefni vefsins Náttúran.
is, fjölþjóðlega verkefnisins Green
Map System, Reykjavíkurborg-
ar og Háskóla Íslands. Tilgang-
ur þess víða um
heim er að gera
vistvæna kosti á
sviði viðskipta,
menningar og
ferðaþjónustu
sýni legri og
aðgengilegri.
„Við hjá Nátt-
úran.is byrj-
uðum að vinna
að grænu korti
fyr ir Ísland
árið 2005. Þá
h ófs t m i k i l
vinna við að flokka og skilgreina
aðila, fylgjast með hver væri að
gera hvað og á hvaða forsend-
um en upplýsingar um vistvæna
kosti lágu ekki alltaf á lausu og
því mikil vinna að fá gögn og upp-
lýsingar, meðal annars frá stofn-
unum, til að koma á frambæri-
legt form fyrir almenning,“ segir
Guðrún Arndís Tryggvadóttir hjá
Náttúran.is. Heildstætt grænt
kort fyrir Ísland birtist á vefnum
haustið 2008 og var Ísland fyrsta
landið sem flokkaði allt landið
eftir Green Map-kerfinu. Græn
kort hafa annars verið þróuð í
yfir 600 sveitarfélögum, borgum
og hverfum í yfir 55 löndum.
Prentaða útgáfan af Reykja-
víkurkortinu byggir á vefútgáfu
Græna Íslandskortsins og er bæði
á ensku og íslensku. „Við völd-
um 29 flokka til að birta á prent-
aða kortinu en á vefnum eru þeir
mun fleiri,“ upplýsir Guðrún
en Náttúran.is fékk styrk frá
Höfuðborgar stofu til að skoða
Reykjavík sérstaklega út frá þeim
flokkum sem urðu fyrir valinu. Á
kortinu er að finna ýmis tákn sem
vísa í mismunandi þætti á borð
við hvar megi fá vistvænt elds-
neyti, hvar séu hættur í umferð-
inni og flokka eins og græn fyrir-
tæki, græna tækni, matsölustaði,
endurnýtingu, sundlaugar, ýmsa
ferðaþjónustumöguleika, grænar
verslanir, baráttusamtök, nytja-
markaði, bílastæði, matvæla-
aðstoð, náttúruverndarsvæði og
margt fleira.
Reykjavíkurkortið virðist
aðeins upphafið því prentað kort
af Íslandi er væntanlegt næsta vor
og Guðrún býst við að fleiri kort
af afmörkuðum svæðum líti dags-
ins ljós. „Enda hafa viðtökurn-
ar við Reykjavíkurkortinu verið
mjög góðar,“ segir hún en bend-
ir á að fjöldi kortanna fari eftir
vilja sveitarfélaganna til að leggja
fé í verkefnið, enda mikil vinna að
taka út hvern landshluta.
Reykjavíkurkortið má nálgast
hjá Höfuðborgarstofu en auðveld-
asta leiðin er að panta það á www.
náttúran.is. Kortið er ókeypis og
einungis þarf að borga fyrir pökk-
un og flutningskostnað.
solveig@frettabladid.is
Grænn leiðarvísir um
Reykjavíkurborg
Grænt Reykjavíkurkort í prentuðu formi var nýverið gefið út. Að því stendur Guðrún Arndís Tryggvadóttir
hjá Náttúran.is sem í fjölmörg ár hefur sankað að sér upplýsingum um vistvæna kosti.
Á kortinu er að finna ýmis tákn sem vísa í mismunandi þætti allt frá hvar megi fá vistvænt eldsneyti og leigja sér hjól, til grænna
verslana, sundlauga og matsölustaða.
Guðrún Arndís
Tryggvadóttir
vann kortið ásamt
Signýju Kolbeins-
dóttur.
Aðventuferðir til Þýskalands eiga jafnan vinsældum að fagna hjá Íslending-
um. Ein slík verður farin til Wiesbaden á vegum Bændaferða dagana 25. til
28. nóvember. Fararstjóri verður Smári Ríkharðsson.
Wiesbaden er fögur borg með merka sögu. Hún stendur á bökkum
Rínar, skammt frá Frankfurt. Þar verður gist á hóteli við göngugötuna.
Aðventustemning er í miðbænum og fallegur jólamarkaður þar sem upp-
lýstir englar svífa yfir litríkum jólahúsum.
Á öðrum degi ferðarinnar er farið til Rüdesheim sem er vinsæll ferða-
mannabær. Í hjarta hans er hinn svokallaði jólamarkaður þjóðanna þar
sem hægt er að fylgjast með hvernig handverk frá hinum ýmsu löndum er
unnið. Jóladrykkurinn Glühwein er gjarnan sötraður meðan rölt er á milli
jólabásanna sem þetta árið eru 125 talsins. Á markaðstorginu stendur
stærsta jata Þýskalands með jólafígúrum í fullri stærð.
Þriðji dagurinn er frjáls dagur í Wiesbaden en fararstjórinn mun bjóða
upp á bæjarrölt og leiðsögn fyrir hádegi fyrir þá sem vilja. Komið er heim á
fjórða degi sem er sunnudagur.
Upplýstir englar yfir jólahúsum
ÓVÍÐA Í HEIMINUM ER AÐVENTUSTEMNINGIN MEIRI EN Í ÞÝSKALANDI.
Leitarhundar slysa-
varnafélagsins Lands-
bjargar eru sjálfboða-
liðasamtök en innan
þeirra starfar björgunar-
sveitarfólk um allt
land. Æfingarnar eru
öllum opnar en til að
verða fullgildur félagi
þarf að vera fullgildur
félagi í björgunarsveit,
vera orðinn átján ára
og hafa starfað með
leitarhundum í 12
mánuði.
Heimild: www.
leitarhundar.is
KAUPMANNAHÖFN - LA VILLA
Guesthouse á besta stað í bænum.Stúdíoíbúðir
og herbergi. Geymið auglýsinguna.
www.lavilla.dk. GSM. 0045 2848 8905
Einn af 29
flokkum á
kortinu er Leiga
og skipti. Þar
eru taldir upp
staðir þar sem
hægt er að leigja hjól
eða umhverfis væn
farartæki, eða vefir þar
sem hægt er að mæla
sér mót og verða samferða í bíl
með öðrum á forsendum þess
að tekið sé þátt í kostnaði.
Borgarhjól sf.
Farfuglaheimilið í Reykjavík
Farfuglaheimilið Vesturgötu
Hreyfill – metan Taxi
Háskólinn í Reykjavík www.
forskot.is
Hertz bílaleiga – vetnisbifreiðar
Höldur ehf.
Samferða www.samferda.net