Fréttablaðið - 27.10.2010, Page 34

Fréttablaðið - 27.10.2010, Page 34
 27. október 2010 MIÐVIKUDAGUR18 Elsku litla dóttir okkar og barnabarn, Álfrún Emma Guðbjartsdóttir fædd 10. október, lést á Landspítalanum 18. október. Útförin fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn 28. október kl. 15.00. Guðbjartur Ólafsson Hugrún Hörn Guðbergsdóttir Ólafur M. Jóhannesson Þórdís G. Stephensen Guðberg Þórhallsson Sigrún Stefánsdóttir Ástkær eiginkona, móðir, amma og langamma okkar, Ingibjörg Tryggvadóttir lést að morgni 24. október á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hartmann Eymundsson Hannes Hartmannsson Jóhanna Hartmannsdóttir Dóra Hartmannsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Gyða Gestsdóttir áður Njálsgötu 72, lést á hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 20. október. Útförin fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 29. október kl. 13.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks A-3 á hjúkrunarheimilinu Grund, fyrir hlýju og kærleiksríka umönnun. Auður Aðalmundar Sævar Þór Guðmundsson ömmu og langömmubörn. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, Þórhallur Daníelsson lést að morgni laugardagsins 16. október á Heilbrigðis- stofnun Fjallabyggðar. Útför hans fer fram frá Siglu- fjarðarkirkju laugardaginn 30. október kl. 11.00. Sigurður Gunnar Daníelsson Soffía Svava Daníelsdóttir og Birgir Guðjónsson Ingibjörg Daníelsdóttir og fjölskyldur. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigurlaugar Fjólu Kristmannsdóttur fyrrum húsfreyju, Hvammi í Vatnsdal, Þorragötu 5, Reykjavík. Hallgrímur Guðjónsson Hafsteinn Gunnarsson Ásta Jónsdóttir Ingibjörg Rósa Hallgrímsdóttir Gísli Ragnar Gíslason Þuríður Hallgrímsdóttir Finnbogi Kjartansson Margrét Hallgrímsdóttir Gunnar Þ. Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Ástríður Kristín Arngrímsdóttir áður Sogavegi 174, sem lést að hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 18. október síðastliðinn, verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 27. október kl. 15.00. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sóltúns fyrir mjög góða umönnun, ljúft viðmót og hlýju. Sigurður Sigurðsson, Áslaug Jóhannsdóttir, Grímur Sigurðsson, Anna Björg Erlingsdóttir Magnús Sigurðsson Ásta Margrét Sigurðardóttir Örn Arnaldsson og langömmubörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Ólafsdóttir Grenivöllum 12, Akureyri, andaðist miðvikudaginn 20. október á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram frá Akureyrar- kirkju föstudaginn 29. október klukkan 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurlína Jónsdóttir Þórarinn Höskuldsson Jón Hafþór Þórisson Tinna Þórarinsdóttir Rakel Þórarinsdóttir Hafþór Jónasson Jónas Þór Hafþórsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Benedikt Bjarnason fv. kaupmaður og útgerðarmaður í Bolungarvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði sl. miðvikudag 20. október. Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík, laugardaginn 30. október kl. 14.00. Hildur Einarsdóttir Einar Benediktsson María Guðmundsdóttir Halldóra Benediktsdóttir Sören Pedersen Bjarni Benediktsson Ómar Benediktsson Guðrún Þorvaldsdóttir afabörn og langafabörn. Ástkær frænka okkar, Sigþrúður Guðbjartsdóttir (Sússa) andaðist 18. október. Útför fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. október kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Halldóra Kristín Arthursdóttir Íris Bryndís Guðnadóttir. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Félag dönskukennara bjóða til málþings í Norræna húsinu í dag í tilefni af form- legri opnun á Frasar.net, nýju máltæki sem á að auðvelda tjáskipti bæði á dönsku og íslensku. Máltækið, sem hefur að geyma hátt í 4.000 orðtök, er afrakstur samanburðarrannsóknar Auðar Hauksdóttur dós- ents á orðtökum í dönsku og íslensku. Það er hannað af dr. Ola Knutsson, lektor í tölvumálvísindum við Stokkhólmshá- skóla og Robert Östling doktorsnema við sama skóla. Søren Haslund, sendiherra Danmerkur, mun opna máltæk- ið á málþinginu og flutt verða tvö erindi. Málþingið hefst í dag kluukkan 16 og lýkur 18.20 með létt- um veitingum. Dagskráin er öllum opin. - jbá Tæki til tjáskipta AUÐVELDAR TJÁSKIPTI Máltækið er meðal annars ætlað til þess að Félagsmiðstöðvardagurinn er haldinn hátíðlegur í dag í sjöunda sinn, með skipu- lagðri dagskrá í félagsmið- stöðvum Reykjavíkurborg- ar. Dagskrá félagsmiðstöðva- dagsins verður breytileg milli félagsmiðstöðva, en unglingar og unglingaráð félagsmiðstöðvanna bera þungann af undirbúningi hans á hverjum stað ásamt frístundaráðgjöfum. Þá verð- ur víða boðið upp á kræsing- ar sem eru jafnframt fjáröfl- un unglinganna fyrir ýmis félagsstörf þeirra. Markmið dagsins er að gefa áhugasömum færi á að heimsækja félagsmiðstöð- ina í sínu hverfi, kynnast því sem þar fer fram, ungl- ingunum í hverfinu og þeim viðfangsefnum sem þeir fást við með stuðningi frí- stundaráðgjafa í félagsmið- stöðinni. Þess skal jafnframt getið að í tilefni dagsins verður Félagsmiðstöðvablaðið UNG gefið út í sjöunda sinn. Hægt er að kynna sér nánar dagskrá og opnunar- tíma félagsmiðstöðvanna á félagsmiðstöðvardaginn á heimasíðu ÍTR, www.itr.is. - jbá Líf og fjör í fé- lagsmiðstöðvum MIKIÐ UM AÐ VERA Félagsmið- stöðvar í Reykjavík standa fyrir fjölbreyttri dagskrá í dag. NORDICPHOTOS/GETTY Eftir fjögurra áratuga hvíld tekur Moli litli flug- ið á ný og nú í endurhannaðri og fallegri kápu. Fyrstu tvær bækurnar um hann koma út núna fyrir jólin en að ári liðnu verða þær orðnar átta talsins og hefur áttunda bókin aldrei litið dags- ins ljós áður. Það er Höskuldur Sigurðarson tölvunarfræð- ingur sem ásamt konu sinni, Guðrúnu Heimis- dóttur, gefur bækurnar út. Hver er ástæðan? „Þetta er bara hugsjónastarf,“ segir Höskuld- ur. „Ragnar Lár var ömmubróðir minn og ég á svo góðar minningar um Mola litla frá því ég var strákur heima hjá Fríðu ömmu minni því þá voru bækurnar um hann lesnar ofan í kjölinn. Nú eru 40 ár frá því þær voru síðast gefnar út og mér fannst ómöguleg tilhugsun að nútímabörn fengju ekki að kynnast honum. Þessvegna drífum við í þessu,“ segir hann og tekur fram að þau hjón hafi stofnað vefsíðuna www.moliflugustrakur.is og einnig facebok- síðu. Ragnar Lár hefði orðið 75 ára 13. desember ef hann hefði lifað. Þann 12. ætlar Höskuldur að halda útgáfusamkvæmi á Brúarlandi í Mosfells- bæ, fæðingarstað Ragnars Lár og hyggst koma upp sýningu á verkum hans samtímis. „Ragnar var um margt merkilegur karl,“ segir Höskuld- ur. „Hann gerði til dæmis fyrstu hreyfimyndina í sjónvarpið. Hún var um Valla víking.“ -gun Á góðar minningar um Mola litla MOLI LITLI Fyrstu tvö bindin um flugustrákinn koma út á næstu vikum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.