Fréttablaðið - 27.10.2010, Page 39
MIÐVIKUDAGUR 27. október 2010 23
Myndlist ★★★
Power Has a Fragrance
Gardar Eide Einarsson – Listasafn
Reykjavíkur, Hafnarhús
Gardar Eide Einarsson (1976),
norskur en af íslenskum ættum,
sýnir nú á tveimur hæðum í
Listasafni Reykjavíkur, Hafn-
arhúsi. Titill sýningarinnar er
Power Has a Fragrance. Gard-
ar sækir efnivið verka sinna til
bandarísks samfélags. Hann er
fæddur og uppalinn í Noregi en
hefur búið í New York síðan 10.
september 2001. Dagsetningin
sýnir að Gardar kom inn í banda-
rískt samfélag á tímamótum, en
ofsóknaræðið sem fylgdi árás-
unum 11. september er meira og
minna inntak verka hans.
Gardar sækir orðfæri og mynd-
mál verka sinna út í samfélagið,
einna helst í frelsisbaráttu jað-
arhópa eða einstaklinga, eða í
myndefni og upplýsingar frá
hinu opinbera, til dæmis mynd-
ir af lögreglumanni með kylfu.
Þetta setur hann síðan fram í
listrænu samhengi, rétt eins og
listamenn hafa gert um áratuga
skeið. Á sjöunda áratug síðustu
aldar gerði Andy Warhol eftir-
minnileg myndverk, meðal ann-
ars af byssum og rafmagnsstóln-
um auk mynda af frægu fólki.
Myndröð Gardars af lögreglu-
Heillandi hatur
manni með kylfu minnir meðal
annars á mynd Warhols af Elvis
mundandi byssu. Báðir listamenn
gera ofsóknaræði og hatur banda-
rísks samfélags að yrkisefni, án
þess að ég ætli mér að líkja verk-
um þeirra frekar saman.
Gardar leitast við að miðla
þessum neikvæðu þáttum sam-
félagsins á yfirvegaðan máta.
Hér getur línan milli óttabland-
innar hrifningar á neikvæð-
um þáttum og raunverulegri
ígrundun þeirra verið fín. Þessi
mörk eru ekki meginviðfangs-
efni listamannsins heldur leitast
hann við að birta ákveðið sam-
félagsástand sem litast af ótta,
ofsóknaræði og hatri. Það örlar
á þeirri spurningu hvort lista-
maðurinn sé undir áhrifum hálf-
gerðrar hryllingsheillunar, heill-
ist af amerísku samfélagi eins og
hægt er að heillast af hryllings-
mynd.
Titill sýningarinnar er einn-
ig titill á lagi eftir bresku jaðar-
sveitina Death in June. Ég veit
ekki hvort Gardar hefur hann
þaðan, það skiptir varla máli, en
í laginu koma einnig fram þess-
ar línur: „we know our god/by the
things he creates/life, beauty, but
most of all hate,” línur sem eiga
ágætlega við verk hans. Helsti
kostur sýningar Gardars er sjón-
ræn útfærsla verka hans sem
einkennist af formfestu og er
að mestu dempuð og svart/hvít.
Honum tekst með þessu að end-
urskapa á sýningunni sjálfri eitt-
hvað af þeim ótta sem verkin vísa
til. Ragna Sigurðardóttir
Niðurstaða: Það er óvenjulegt að
sækja heim sýningu þar sem helstu
hughrifin eru hatur, áhorfandinn virð-
ist jafnvel óvelkominn, ítrekanir um
að snerta ekki listaverkin fá óhugnan-
legan undirtón. Þetta kemur á óvart
og markar listamanninum sérstöðu.
Þrjár nýjar
bækur hafa
komið út á
undanförnum
dögum sem
eiga það sam-
eiginlegt að
vera frumraun
nýrra kven-
rithöfunda á
skáldsagna-
sviðinu.
Mál og
menning gefur út Stolnar
raddir eftir Hugrúnu Hrönn
Kristjánsdóttur íslenskufræð-
ing. Bókin fjallar um rótlausa
Reykjavíkurstelpu sem býr í
kjallaranum hjá ömmu sinni
ásamt dóttur sinni og veit ekki
hvort hún á að halda sig við lög-
fræðinemann sem á framtíðina
fyrir sér eða kvensaman mið-
aldra blaða-
mann. Brest-
ir koma hins
vegar í hvers-
dagslífið þegar
hún finnur
falda mynd
bakvið trúlof-
unarmyndina
af ömmu sinni
og afa.
Hjá Sögum
er komin út
bókin Tregðulögmálið eftir
Yrsu Þöll Gylfadóttur, doktors-
nema í bókmenntum við Parísar-
háskóla. Sú bók fjallar einn-
ig um unga konu á krossgötum
sem finnur hjá sér þörf til að
skilgreina allt
í umhverfi
sínu. Með ófor-
skammaðri
gráglettni leið-
ir hún lesend-
ur í vitundar-
vakningu um
merkingu og
tilgang til-
verunnar.
Þriðja bókin
er Geislaþræðir eftir Sig-
ríði Pétursdóttur, kvikmynda-
fræðing og útvarpskonu, og
kemur út hjá Uppheimum. Sú
fjallar um fólk sem skrifast á
yfir netið, þar á meðal ófríska
unglingsstúlku á Íslandi sem
skrifast á við aldraða konu í
Ástralíu.
Nýjar raddir í
bókaflóðinu
SIGRÍÐUR
PÉTURSDÓTTIR
YRSA ÞÖLL
GYLFADÓTTIR
HUGRÚN HRÖNN
KRISTJÁNSDÓTTIR
28 október 16-22
29 október 12-22
30 október 12-22
31 október 12-22
1 nóvember 16-22
2 nóvember 16-22
3 nóvember 16-22
4 nóvember 16-22
Opnunartími fyrir utan þessa daga er
virka daga frá kl 16 - laugardaga og sunnudaga 12-16
10% opnunarafsláttur
af öllum skóm 28 október - 4 nóvember
Skórnir & fötin hjá okkur koma í takmörkuðu magni & verða ekki til sölu aftur?
Hvað er gaman við að eiga falleg föt & flotta skó ef allir eiga eins?