Fréttablaðið - 27.10.2010, Page 43

Fréttablaðið - 27.10.2010, Page 43
MIÐVIKUDAGUR 27. október 2010 27 KÖRFUBOLTI Reykjanesbæjarliðin Njarðvík og Keflavík hafa aðeins unnið 3 af 8 fyrstu leikjum sínum í Iceland Express-deild karla í vetur og sitja hlið við hlið í 8. og 9. sæti deildarinnar. Þetta er sögulega slök byrjun því það hefur aldrei gerst áður í sögu úrvalsdeildar karla að liðin úr þessum mikla körfuboltabæ hafa tapað fleiri leikjum en þau hafa unnið í fyrstu fjórum umferð- um tímabilsins. Keflvíkingar eru mun verr staddir en nágrannar þeirra í Njarðvík því Keflavíkurliðið hefur nú tapað þremur leikjum í röð. Keflavík vann 11 stiga sigur á ÍR (88-77) í fyrsta leik en hefur síðan tapað fyrir Snæfelli (81- 90), Stjörnunni (69-78) og Hamri (85-90). Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Keflavík nær aðeins að vinna einn af fyrstu fjórum leikjum sínum og þar er meðtalið tíma- bilið 1983-84 þegar liðið féll úr úrvalsdeildinni en þá vann Keflavík 2 af fyrstu 4 leikjum sínum. Það háir vissulega Keflavíkurlið- inu að liðið spilar án Valentino Max- well sem hefur verið meiddur síðan fyrir mót en liðið hefur því þurft að treysta algjörlega á íslensku leik- mennina sína . Njarðvíkingar hafa unnið 2 af 4 leikjum sínum þar á meðal urðu þeir fyrstir til þess að vinna Íslandsmeistara Snæfells á dögun- um. Árangur Njarðvíkurliðs- ins er þó ekki nógu góður til þess að rífa sigurhlutfall Reykjanesbæjarliðinna upp í fimmtíu prósentin. Það segir sitt um frábæran árang- ur Reykjanes- bæjarliðanna að það hefur aðeins fjórum sinnum gerst að liðin eru saman ekki með betri en fimmtíu prósenta árang- ur. Það gerðist síðast fyrir tveim- ur árum e n í fyrra unnu l iðin 7 af fyrstu 8 leikjum sínum. - óój Reykjanesbæjarliðin aðeins í 8. og 9. sæti í körfunni: Sögulega slök byrjun GUNNAR EINARSSON Þekkir það ekki á löng- um ferli að byrja svona illa. Sögulega slök byrjun Hér fyrir neðan má sjá versta saman- lagðan árangur Reykjanesbæjarliðanna tveggja, Keflavíkur og Njarðvíkur, í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum á tímabili. Verstu byrjanir í Reykjanesbæ: 38 prósent 3 sigrar - 5 töp 2010-11 (Kef. 1-3, Nja, 2-2) 50 prósent 4 sigrar - 4 töp 2008-09 (Kef. 2-2, Nja. 2-2) 1997-98 (Kef. 2-2, Nja. 2-2) 1995-96 (Kef. 2-2, Nja. 2-2) 1986-87 (Kef. 2-2, Nja. 2-2) Reiðhjól í miklu úrvali fyrir alla aldurshópa. Það er holl og góð útivera að hjóla. HAUSTTILBOÐ www.markid.is sími 553 5320 Ármúla 40 ÍSLAND–LETTLAND Undankeppni EM 2012 Laugardalshöll Miðv. 27.október Klukkan 19.40 Miðasala á A-landslið karla hefur leik í undankeppni EM 2012 og fyrstu andstæðingarnir eru Lettar. Strákarnir okkar hafa staðið sig frábærlega á síðustu stórmótum og þurfa á þínum stuðningi að halda til að tryggja sér sæti á EM í Serbíu. Fjölmennum á völlinn og styðjum strákana okkar! Áfram Ísland! M ed ia G ro u p eh f | A u g lý si n g ar | H S Í 2 0 1 0 Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.