Morgunn - 01.06.1927, Blaðsíða 132
126
M ORGUNN
nærri oss, létu sér ant um gjörðir vorar, og væru þess albúnir
að sinna oss, þegar vér leituðum til þeirra, viröist mér flytja
veruleg trúarbrögð inn í daglegt líf vort meö mjög nothæfum
og innilegum hætti. Yér afrækjumst ekki guö með því aö
heiðra einhvern, sem vér hyggjum að standi nær guBi en vér
sjálfir."
Innsetning
canö. theol. t?orgeirs ^ónssonar.
Þegar cand. theol. Þorgeir Jónsson, sá er neitað var um
prestsvígslu hér heima, kom i prestakall sitt í Nýja íslandi,
var hann settur inn í embætti sitt á liátíðlegan hátt. Við það
tækifæri flutti forseti Ilins Sameinaða Kirkjufélags, síra
Ragnar E. Kvaran, ávarp, og úr því ávarpi prentum vér kafla
hér á eftir. Það gerum vér í því skyni, að mönnum hér aust-
an hafsins, sem lítið vita um landa vora vestra, verði ljósara
en áður, hvað fyrir þeim mönnum vakir, sem í þessu lrirkju-
telagi eru. Það er afar-mikilsvert, að vér hér heima misskiljum
ekki landa vora vestra, og temjum oss ekki ranga og óverð-
skuldaða sleggjudóma um þá. Slíkt er oss óviröing og það
veikir til mikilla muna hræðrabandið, sem á að vera milli
þjóöarbrotanna austan hafs og vestan. En auk þess er ]>að
sannfæring vor, að vér höfum margt og mikið af þeim að
læra í ýmsu — og þar á meðal í kirkjulegum efnum.
Hér fer á eftir kaflinn úr ávarpinu, sem prentað er í
hcild sinni í Ileimskringlu:
,,Eg stend hér fyrir hönd hins sameiginlega félagsskap-
ar vors, kirkjufélagsins, sem hinir frjálslyndu söfnuðir hafa
myndað með sér. Þessi félagsskapur er hvorki mikill né vold-
ugur. Ilann cr fárra manna samtök að eins. Og um engan
ma.nn ]>ar verður það sagt, að hann beri keim af spámanni.
Þetta eru fáir menn og konur, sem eiga það sameiginlegt, að