Morgunn - 01.06.1927, Blaðsíða 68
62
MORtíUNN
Frcmska stranöið.
Höf. þessarar fjörusu frásagnar á lieimá vestur í Manitoba f
Canada. Hann er alkunnur með löndum vestra, bvl aS hann hefin
mjög mikiS ritaS í hlöS Vestur-íslendinga. Dóttir hans er frú Daurn
Salverson, frægur sltáldsagna höfundur í Canada, gift norskum manni.
Hún ritar sögur sínar á enska tungu, en virSist hafa erft rlthasfl-
leikann frá föSurnum.
Það eru nú liðin milli 50 og 60 ár síðan þessi saga
geröist. Bg man ekki fyrir víst, hvort það var árið 1869 eða
70, að „franska strandið mikla“, sem venjulega var svo-
kallað, varð á Faxaflóa vestanverðum, fram undan Staðar-
sveit í Snæfellsnessýslu. Eftir ýmsu, sem upp rak, sltipsnöfn-
um og fleiru, gizkuðu menn á, að fram undan Staöarsveit
mundu liafa farist, brotnað í brimi og á skerjnm, 24 skip, og^
enginn lifandi iriaSur komst þar af. En á Gömlueyri, sem er
í KolbeinsstaSahreppi í Hnappadalssýslu, komust tvö skip
upp, og að mig minnir héldu allir mennirnir lífi. Þetta gerð-
ist, að eg hygg, síðast á góu eða fyrripart einmánaðar, í af-
taka suövestanroki, sem skall á seinni part dags og liélzt langt
fram á nótt. Eg gleymi aldrei því óskapa veðri, því að við
íoruni margir niður að sjó um daginn, eftir að veðrið skalL
á, til að „setja“ upp hærra og búa um skip, sem húsbóndi
okkar átti, Og varla gat lieitið að sæist nema örskamt út á
sjóinn, alt var hvítur skafl, og blindhríð af sjó og roki.
Fyrir strandið höfðu öll þessi frönsku fiskiskip verið a5
fiski í flóanum, og svo ekki ráðið við neitt, þegar þetta
ódæmaveður skall á, ekkert getað gert annað en láta reka
undan í niöamyrkri. Enginn varð neins var, fyr en að morgni
næsta dags, og var þá komið stilt og bjart veður.
Þegar þetta geröist, var eg 17 ára gamall, fjörugur og-
tápmikill eftir aldri; átti þá heima í Syðrigörðum í Staðar-
sveit og var að læra söðlasmíði lijá Guðmundi sál. Oddssyni,
sem þar bjó þá, mesti myndarmaður og hreppstjóri sveitar-
innar, og einstakur atorku- og hagleiksmaður. Hann var-