Morgunn - 01.06.1927, Blaðsíða 24
18
MORGUNN
þeirra, er taka þátt í sálrænum tilraunum, er fyrir því a5
nokkurt lag geti verið á sambandinu, eða jafnvel fyrir því,
að það fáist nokkurt. Nytsamlegt samband við annan heim
fæst ekki, þegar öldur tilfinningalífsins eru í æsingu. Nú er
annar heimur alt í kringum oss, og liann er vafalaust alt af
að reyna að hafa áhrif á oss. Samband við annan heim er í
raun og veru margfalt víStækara en það samband, sem vér
verðum varir við hjá miðlum og öðrum dulrænum mönnum.
Mjög mikil ástæða er til að ætla, að ókyrðin, sem alt af er
á hugum vorum, eða að minsta lcosti tiltölulega oft, sé einn
af aöalörðugleikum annars heims í viðleitninni við aö fræða
okkur og hjálpa með öðrum hætti. Eg minni ykkur á um-
mæli Júlíu, sem standa að kalla má aftast í bók hennar. Stead
kvartar undan því viS hana, að hann hafi aldrei fengið aS
sjá hana öll þessi ár, sem hún hafði þá staðið í sambandi viS’
liann. Þá lætur hún hann skrifa þetta:
„Satt er þaö, bezti vinur minn, sem þú ert aö bera í
vænginn, að þú hefir aldrei séö mig, síðan er eg fór yfir um.
En þegar ókyrð er á vatninu, speglast andlit þitt ekki í því.
Flöturinn veröur aö vera sléttur og kyr, þótt ekki eigi annað
við hann að gera en spegla sig í honum. Og hvað hefir þii oft
verið rólegur og iiæglátur, hvað oft beöið þess með stillingu,.
að ósýnilegar verur birtust þér?“
Eg er þess fulltrúa, aö áhrifin af sálarrannsóknunum og
liinni nýju þekking á öörum heimi liljóti meðal annars að'
verða þau, að litið veröi á rósemina sem miklu meiri dygð'
og miklu brýnni skyldu, en hún hefir hingað til verið talin.
En ltomist menn að þeirri niðurstöðu, þá hlýtur lmn að
flytja hugann lengra en til einstakra manna. Sumir vitmenn
veraldarinnar hafa lialdið því fram, að í raun og veru sé
ekkert einstaklingslijálpræði til. Mennirnir séu svo iiáðir hven
öðrum og sambúð þeirra sé svo öfug, að þeim sé ókleift að-
rækja þær dygðir, sem geri þá að verulega góðum mönnum,
meS ýmsuin hliðum á því fyrirkomulagi, sem vér eigum viÖ
að búa. Eg held, að afar-mikill sannleikur sé í þessu fólginn.
Og bersýnilegt er það, að það er líkast því, sem með fyrir-