Morgunn - 01.06.1927, Blaðsíða 103
M O R G U N N
97
Þegar viö vorum komnir á venjuleg fiskimið, gerði aust-
an veður mikiö, svo að vi'ð réðum ekki viS neitt; alt í einu er-
um viS komnir .aö skeri, sem þar er þó ekki til. Upp í þetta
sker komumst við allir, og var draumurinn þá búinn.
Nú liðu 2 ár. Þá bar svo til, að maður kemur til foreldra
minna og beiöist gistingar. Undir eins og eg sá manninn,
kendi eg þar gamla manninn, sem eg sá í draumnum. Nú
liðu enn 2 ár. Þá kom Árni Árnason frá Iíöföahólum norðan
úr Þingeyjarsýslu með konu sína og bróöur liennar. Þegar
■eg sá hann, þekti eg iinglingsmanninn, sem mig dreymdi.
Þegar eg var 19 ára, fór eg suður í Garö til róðra á
■vetrarvertíðinni.
Um veturinn fæ eg bréf frá Árna á Höfðaiiólum, þar sem
hann falar mig til að róa á útveg sínum um sumariö.
Eg svara því svo, að faöir minn ráði því. Um voriö, er
eg kem heim, hafði faðir minn ráöið mig hjá Árna ti' róðra
um sumarið. Komurn viö nú saman og þekti eg þar alla þá,
«r mig hafði dreymt 9 árum áöur.
Við iorum nú aö róa, og eitt sinn í ágústmánuði, er við
vorurn komnir á venjuleg fiskimiö, geröi austanveður mikið,
■svo aö við fengum ekki viö neitt ráðið; mistum við mastrið,
•en náðum því þó aftur.
Þegar við vorum nú svo naLiðulega staddir, sáum viö
togara, er Ílolll undan Vatnsnesi og stefndi noröur flóann.
Alt í einu breytir hanLi stefnu og kemur til okkar. Björguö-
umst við allir upp í hann og vorum þar nóttiiLa eftir. Hann
bjargaði okkur nákvæmlega á sama stað og mér þótti við
komast í skeriö í draumnum.
Tveir ófriðardraumar.
Sumariö 1914 var eg í atvinnu á Stöðvarfiröi. Dreymdi
mig þá draum þann, er hór fer á eftir:
Eg sá fyrst mann einn, er eg vissi að var Höskuldur
Hvítanesgoði. Var hann neöan undir fjalli því, sem er fyrir
nfan fjöröinn, og Sauðabólstindur heitir. Uppi á fjallinu
þótti mér vera lyftikrani, og úr honum lá vírstrengur niður
á jafnsléttu, með krók á endanum. Þá þótti mér Höskuldur
7