Morgunn - 01.12.1976, Qupperneq 8
106
MORGUNN
annara, allt fram á 20. öld, enda þótt það hafi aldrei verið
vísindalega sannað. Hjá raunvísindum nútímans er það eitt
hel/.ta boðorðið, að útiloka allt það, sem aðeins byggist á full-
yrðingum og óstaðfestri trú. C)g fyrir þeirri hugmynd að áhrif
gætu borizt til manna án hjálpar skynfæranna skorti sann-
anir. Cfott og vel! En hvað er sú hugmynd, að öll áhrif komi
til okkar eftir leiðum skynfæranna annað en fullyrðing og
óstaðfest trú? Af hverju er ekki krafist visindalegra sannana
fyrir siðari skoðuninni'1 Sennilega sökum þess að mönnum
finnst þetta jafnsjálfsagt og mönnum þótti fyrrum að jörðin
væri flöt! Sú hugmynd hrundi að vísu til grunna, þegar siglt
var kringum jörðina. Og ætli ekki fari svipað fyrir þeirri
kenningu, að öll. skynjun sé skynfærunum háð?
Síðan sögur hófust eru til frásagnir um fólk, sem öðlaðist
þekkingu án aðstoðar skynfæranna. Sumt af þessu hefur ver-
ið lalið trúarleg opinberun, en flestir hafa álitið þær einberan
hégóma. Og þrátt fyrir það að þetta gæti verið mikilvæg bend-
ing um víðtækari svið sálarlífsins, hafa vísindin svo að segja
afra'kt rannsókn þessara mála með öllu, nema hin fáu og fá-
mennu sálarrannsóknarfélög. Upphaf slíkra rannsókna má
rekja allt aftur til 1870, en þa>r fengu mikinn bvr með stofn-
un Brezka sálarrannsóknarfélagsins 1882. En vísindalegar
rannsóknir á ófreskigál'unni hófust fyrst fyrir alvöni á rann-
sóknarstöð Duke-háskólans i Bandaríkjunum 1948- Forstöðu-
maður þessara rannsókna, sem kenndar eru við dulsálarfræði
J. B. Rhine prófessor og kona hans dr. Louise E. Rhine eru
löjigu orðin heimskunn fvrir þessar rannsóknir, sem þau
vinna að enn þann dag í dag.
í þessum fyrsta þætti urn dulskynjanii- ætla ég að rabba
dálitið við ykkur uin forvizku eða framtiðarskyggni. Senni-
lega hefur möimum ekki þótt nein dulskynjana-fyrirbæri
ótrídegri en sá hæfileiki að geta séð inn í framtíðina. Af
öllii ótrúlegu virðist manni forvizkan miklu fjær sanni heldur
en t. d. dulskyggni, þegar rnenn til dæmis sjá fjarlæga at-
burði En enpu að síður rná ráða það af bréfum þeim sem
borizt hafa rannsóknarstofnuninni við Duke-báskólann, að