Morgunn - 01.12.1976, Blaðsíða 10
108
MORGUNN
borgarísjaka og sökk. Meiri hluti 2500 farþega fórst með skíp-
inu. Það var engin furða, því þegar betur var að gáð kom i
ljós að á þessu 70,000 lesta skipi voru aðeins 24 björgunar-
bátar, sem ekki gátu riimað helming farþega og áhafnar.
En engu að síður vakti þessi gifurlegi hanuleikur litla at-
hygli almennings árið 1898. Hvers vegna? Sökum þess að
])('tta gerðist bara á blöðum skáldsögu nokkurrar, sem bar
nafnið: Þegar Titan jórst. Skáldsaga þessi var eftir ungan
enskan rithöfund, sem barðist í bökkum, enda lítt kunnur.
Þessi bók hans vakti litla athygli, þegar hún kom út.
F.n það varð annað uppi á teningnum fjórtíin áðum síðar.
Þá beindist athygli alLra að þessari litt þekktu bók, sem allt í
einu varð efni i stórfréttir allra blaða og nú var henni lýst,
sem stórkostlegasta spádómi 19. og 20. aldar- Því alveg eins
og sagt var frá í skáldsögunni gerðist það napra aprílnótt, eða
þann 14. apríl 1912, að hið raunverulega 66,000 lesta far-
þegaskip Titanic (sem höfundur í bók sinni kallaði Titan)
rakst á borgarísjaka og sökk og fórst með því fjöldi manns.
Og alveg eins og skipið í sögunni, sem bar svona sláandi líkt
nafn, gerðist þetta i raunveruleikanum á jómfrúarferð þess
yfir Atlantshafið. Og rétt eins og skipið í skáldsögunni frá
1898 hafði þetía skip þrjár skrúfur með hámarkshraðanum
25 sjómílur á klukkustund. Bæði báru skipin fjölda farþega og
mannmarga áhöfn og höfðu alltof fáa björgunarbáta fyrir
þetta fólk. A Titanic voru þeir ekki nema 20. Og að lokum
voru ba>ði skipiri sögð ósökkvandi. I bókinni er einn hásetinn
látinn segja um Titan: „Sjálfur guð gæti ekki sökkt þessu
skipi.“ En um Titanic er það að segja, að því var skipt í 16
vatnsheld hólf og eigendur skipsins töldu það fullkomnasta
skip í heimi og algjörlega öruggt.
En þrátt fyrii' þetta allt saman komst snemma á kreik sá
orðrómur meðal fólksins um horð, að skipið væri feigt, og
kváðust ýmsir þeirra sem af komust hafa allan timann haft
sterka tilfinningu þess, að eitthvað ægilegt myndi koma fyrir-
Að vísu hafði enginn sagt fyrir um þetta ægilega sjóslys ems
nákvamilega og rithöfundurinn Robertson í bók sinni 1898,