Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Side 14

Morgunn - 01.12.1976, Side 14
112 MOIIGUNN an verið að hrekjast á öldunum í oflilöðnum bjögunarbát, sein hún bjóst við að myndi hvolfa á hverri stundu. Hafði hemii þá verið stöðugt hugsað til dóttur sinnar, sem hún bjóst ekki við að sjá framar í þessu lífi.“ Draumur þessi fjallar um það sem gerist að mestu samtímis sem draumurinn er dreymdur. Þannig er bæði um fjarhrifa- drauma og skyggnidrauma. I raun og veru eru þessir draum- ar engan veginn eins óskiljanlegir og hinir, þar sem mönnum er leyft að skyggnast inn í framtiðina, En fjarskyggni og fjarhrif er ]iað, þegar menn sjá það sem er að gerast langt í burtu eða finna hvað öðrum býr í hug þótt í fjarlægð sé. Slíkt gæti maður hugsað sér sem einskonar sálbylgjur sem flyttu með sér ákveðnar myndir eða tilfinningar, sem annar getur orðið var við, annað hvort í vöku eða svefni, því maðurinn virðist vera i senn hæfur til að útvarpa hugsunum sínmn og skynjunum og taka við þeim frá öðrum, þótt þessir hæfileik- ar virðist mjög mismunandi hjá einstaklingum. En þetta skvrir að sjálfsögðu ekki, hvernig hægt er að sjá fram í tim- ann og skynja það sem eftir á að gerast. En það er einmitt það, sem liefur verið talið allra furðulegast við suma drauma, að þeir rætast; fela í sér spár um ókomin atvik sem síðar í raun- inni gerast. í fornum heimildum úir og grúir af frásögnum um aðvör- unardrauma og spádrauma, og má þar nefna fjölda drauma sem bcða fæðingu stórrnenna heimsins, sem ýmist eru tákn- rænir eða beinar spár. Stundum felast i draumum aðvaranir þannig að fyrir þá tekst að forða slysum sem ella hefðu áreið- anlega hent. En i öðrum draumum eru sagðir fyrir atburðir sem ekki virðist unnt að ráða við eða breyta. í Mattheusarguðspjalli er þessa frásögn að finna: „En er hann (þ. e. Pilatus) sat á dómarastólnum, sendi kona hans til hans og lét segja: Eig þú ekki við þennan rétt- láta mann, því margt hef ég þolað í dag hans vegna i draumi. Vegna þessarar orða og þessa aðvörunardraums hefur kona Pilatusar varðveist j' endurminningu milljóna manna fram til þessa dags. Og hún mun lifa vegna þessa merkilega aðvörunar-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.