Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Page 15

Morgunn - 01.12.1976, Page 15
DULSKYNJANIR 113 dratuus síns, sem hún lét segja manni sínum á mikilli örlaga- stund, enda þótt honum væri ekki gaumur gefinn. Hvernig i ósköpunum er hægt að sjá fram í tímann? Það hefur lengi vafist fyrir mönnum. Og skiptir engu í því sam- bandi hvort þessi framskyggni kemur fram í draumi eða vöku. Megin-þröskulduránn á vegi okkar til glöggvunar á þessu efni liggur í skilningi okkar á eðli tímans. f einföldustu hug- myndum okkar lítum við á tímann og notum hann með sama eða svipuðum hætli og lengd, breidd eða magn. f þessum skiln- ingi er timinn ekki til sem sjálfstæður veruleiki. Við hugsum okkur hann sem einhvers konar áframhaldandi óendanlega línu. En þessi skilningur gerir ekki ráð fyrir sálartengslum okkar við fortið og framtið, og gengur alveg framfijá annars konar tíma, sem við þó öll skynjum — tímanum í draumi — draumtíma. Sé reiknað með þesssu er hægt að hugsa ser tím- ann sem einskonar sjálfstæðan veruleika. En hvert er þá eðli hans? Er tíminn utan okkar eða einungis til í huga okkar? Er hann kyrr eða hreyfist hann? Er honum nákvæmlega raðað niður i hluta fortíðar, nútíðar og framtíðar? Eða á þetta sér allt saman stað í einu hlið við hlið á sama andartaki? Um þessa síðustu skoðun hefur verið harðlega deilt. Sumir hafa haldið því fram, að framtiðin sé þegar fyrir hendi, og að við nálgumst hana með h'kum hætti og farþegar í brautárlest náfgast stöðvar sem framundan eru við jámbrautarlínuna. Þahnig sé ókleift að komast hjá þvi að koma til þessarar stöðv- ar nema með sjálfsmorði, og jafnvel gæti sjálfsmorð verið heiti einnar stöðvarinnar. í bók sinni IIva'Ö er tíminn segir höfundurinn C. J. Whitrow frá því, hvernig heimspekingur nokkur við Cambridge-háskól- ann notar dauða brezku drottningarinnar árið 1714 til jiess að sýna dæmi um það, hvernig framtíðin sé til í núinu. Heim- spekingurinn kemst svo að orði: „Á síðasta andartaki tímans, ef timinn hefur þá nokkurt síðasta andartak — verður ennþá dauði drottningarinnar. Og það breytist ekki neitt nema að einu leyti. Þetta var eitt sinn atbui'ður langt inní framtíðinni. Og með hverju andartaki várð það atburður í nálægari fram-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.