Morgunn - 01.12.1976, Blaðsíða 16
114
MORGUNN
tíð. Að lokum var það atburður í nútíðinni. Siðan tilheyrði
atburðurinn fortíðinni og heldur alltaf áfram að tilheyra for-
tiðinni- Hér er límanum líkt við hluta af filmu þar sem mynd-
irnar birta okkur framhaldið eftir því sem á líður.
Andstæð skoðun heldur því fram, að menn geti haft áhrif
á framtíð sína með því að fara að aðvörunum um það sem
koma skal. Þessi skoðun, sem felur það í sér að maðurinn sé
ekki bara peð, sem hægt sé að færa eftir vild og svo að lokimi
fórnað á taflborði framtiðarinnar. Þessi afstaða kemur glögg-
iega fram í skáldsögu eftir ameríska rithöfundinn Jack Keruac,
sem út kom rétt fyrir 1960. Höfundur leggur einni persónu
sinni þessi orð í munn: „Mannkynið mun komast að raun um
]>að einn góðan veðurdag, að við erum i raun og sannleika í
sambandi við hina látnu og við annan heim, — og okkur væri
nú ])egar innan handar að segja fyrir um hvað gerist á næstu
hundrað árum, ef við beittum bara til þess nægilegri hugar-
orku, og þá gætum við jafnframt gert ýmsar ráðstafanir til
])ess að l'orðast hvers konar slys og hættur.“
Þótt undarlegt megi virðast, þá varð það hvorki heimspek-
ingur né vísindamaður, sem bezst tókst að skilgreina drauma,
tímann og framtíðarskyggni eða spádómsgáfu. Það var flug-
vélaverkfræðingurinn og hönnuðurinn William Dunne. Kerfi
hans var allflókið og þverstæðukennt, en þó ekki talið ósenni-
legt. Þessi maður hannaði og byggði fyrstu herflugvél Breta.
Árið 1889 tók hann að sjá sýnir að næturlagi hin í framtíðina.
En ])á sá hann í draumi fyrir sér hvernig frægm’ leiðangur
frá Höfðaborg til Kairó, sem margir höfðu spáð að væri óðs
manns æði, myndi heppnast. Uppfrá því gerði hann sér það
að reglu að skrifa upp drauma sína undireins og hann vaknaði.
Og síðan beið hann átekta til þess að sjá hvort þeir rættust.
Má segja að draumar lians hafi reynst allvenjulegir fram að
árinu 1916, en þá sá hann i „nætursýn“, eins og hann kallaði
það, sprengingu i sprengjuverksmiðju í Lundúnum. Þessi
sprenging átti sér svo stað í janúar 1917. Sjötíu og þrír verka-
menn lélu lífið, en yfir ])úsund særðusl.
Þegar hér var komið sögu hafði Dunne koinist að þeirri