Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Page 19

Morgunn - 01.12.1976, Page 19
DULSKYNJANIR 117 einu staddui’ bæði i nútíðinni og framtíðinni! í einni svip- an var allt svæðið baðað í ein'hverju himnesku ljósi, svo það var engu likara en bjartasta sólskin á miðju sumri. Völlurinn var fullur af lífi og fólki. Þarna voru flugvélavirkjar að vinna við flugvélar i nýviðgerðum flugvélaskýlum. Enda Jiótt flugvél marskálksins va'ri ekki nema um 50 fet fyrir ofan flugskýlin, þá virtist enginn taka eftir því. Og hann flaug aftur inn í storminn og hélt áfram leiðar sinnar- Það sem Sir Victor Goddard hafði séð gerðist ekki fyrr en fjórum árum siðar, þegar þessi flugvöllur var endurbyggður og cpnaður á ný sem flugskóli. ,,Og þá varð mér ljóst,“ sagði marskálkurinn, „að ég varð að taka lil rækilegrar endurskoð- unar allar hugmyndir minar um frjálsan vilja, örlög og for- lög.“ Og þessi maður er hvorki sá fvrsti né sá siðasti, sem fyrir persónuleg kynni af dulrænum fyrirbærum, hefur tekið skoð- anir sínar og lifsafstöðu til nýrrar yfirvegunar. Ekki mun ég ljúka þessum þætti án þess að islenzk hugsun komist hér að um þessi efni. Mun ég vitna i þvi sambandi í tvo íslenzka heimspekinga. Sá fyrri er hinn þjóðkunni vísinda- maður og heimspekingur dr. Helgi Péturss, sem er frumleg- astur allra íslenzkra hugsuða og ritað hefur ba'kur sinar á feg- urri isienzku en finnst á öðrum bókum. 1 bók sinni SnnnýaU. kafla sem hann nefnir Aldaskiptaspárnar og hin nýja náttúru- jraúi. segir dr. Helgi svo frá: Árið 1920 kom út i Stokkhólmi bók. sem heitir: Nya Syner on7 Várldens Frámtid. ITöfundur og útgefandi er A. Gustafson. 1 bók jiessari er sagt frá merkilegum spámanni í Lebesby norður á Finnmörk, Anton Johansson. Var hann bóndi og fiskimaður, og mörg ár fjdgdarmaður norskra liðsforingja við landmælingar þar norðurfrá. A. J. var trúmaður mikill, og hélt að ]>að væri sjálfur Kristur sem sýndi honum það sem fv rir hann bar, og sagði honum jafnframt, hvað það þýddi. Ekki er óliklegt, að það sé að nokkru leyti að rekja til þess, að hann hafi verið mikið með liðsforingjum, live mjög hann sá slyrjaldarsýnir (stillilögmálið). A. .T. sá oftar en einu sinni

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.