Morgunn - 01.12.1976, Síða 20
118
MORGUNN
fyrir drukknanir, og niun það vera það vanalegasta, að for-
spáir menn séu helzt sannspáir þegar um einfalda atburði er
að ræða. Aðfaranótt 14. nóv. 1907 er A. J. vakinn af rodd,
sem segir „Þér mun veitast að þekkja leyndardóma hinma-
ríkis. Fyrsta ógæfan sem þú verður fyrir er, að bróðursonur
þinri mun drukkna á morgun." Sér hann síðan hvernig slysið
verður. Hann kemur sér ekki til þess að tala um þetta við
piltinn, sem fer út á sjó, án þess að A. J. viti af. Um klukkan
4 er A. J. útivið að kljúfa brenni. Finnst honum þá allt í einu,
sem steypt sé yfir hann köldu vatni, og jafnfréimt verður hann
gagntekinri af angist og á mjög erfitt um andardrátt. Verður
honum nú ljóst að bróðursonur hans sé að drukkna. Eftir
nokkra stund færisl yfir hann ró og friður, og þykist hann þá
vita, að dauðastriðinu sé lokið.
Það er mjög fróðlegt í þessu, að A. J. fær þátt i dauða-
stríði bróðursonar síns, bæði likamlega og andlega. En hefðu
]>eir verið margir, sem þess konar samband fengu, þá hefði
ekkert dauðastríð orðið, og piltinum mátt bjarga, jafnvel [xi
að hann hefði legið heilan dag á sjávarbotni. Liggja fyrir
læknisfræðinni miklar og furðulegar framfarir í þessa átt,
þegar liffræðinni hefur i þessum efnum miðað áfram eins og
þarf. Annað fróðlegt dæmi slíks sambands er þarna nefnt.
Þessa sömu nótt, 1907, er A. einnig sagt, að stórt nýtt skip,
sem heiti Titanic, muni farast í fyrstu ferð sinni vestur yfir
hafið. Hann sér jötunstórt skip rekast á fjalljaka, heyrir ógur-
legan brest og jafnframt verðui- hann gagntekinn af angist.
Eina nótt í april 1912, getur A. J. ekki sofið, honum er rrijög
órótt og orðið „Titanic“ kemur aftur og aftur fram í huga
hans. Þvinæst finnst honum sem skelli yfir hann köld bylgja
og „ískuldi gagntekur sál hans“. En siðan færist yfir hann ró
og friður. Þetta var nóttina sem Titanic fórst.
Og svo kemur skýring dr. Helga Péturss á þessum fyrir-
bærum. Hann segir:
Það sem A. J. sá 1907, var ekki framtíðin, heldur atburður,
sem gerðist á annari jörð, þar sem líkt er ástatt og hér á jörðu.
en viðburðarásinni lengra komið, svo að það sem þar er nútíð,