Morgunn - 01.12.1976, Page 23
DUI.SKYNJANIR
121
verða, að ég fái svo ríka og velborna stúlku, jafnfátækur sem
ég er.“ Efa þú aldrei,“ segir prestur,“ guðs gáfur, hans mildi og
miskunn, því svo mun verða sem ég segi, og það til merkis, að
þá þú ríður til konukaupa, mun slík helliskúr koma, að menn
munu varla þykjast muna slika “
A móti morgni létti upp hríðinni, og fóru þeir leiðar sinnar
til Torfustaða. Svo fór allt og fram kom, að Erlendur efldist
cg mannaðist og eignaðist Guðriði dóttur Þorvarðs, en Sveinn
varð biskup. En þegar Erlendur reið til konukaupa, kom svo
mikill hvolfuskúr meðan þeir riðu heim, að allt var hríðvott,
en áður var glatt sólskin, er þeir komu undir túnið.
Sveinn sagði fyrir um vinda og veðráttufar, um lifsstundir
manna og hvernig til mundi ganga í Skálholti eftir sinn dag,
að hinn fyrsti biskup eftir sig mundi ekki ríkja lengi. Annar
þar eftir mundi hýsa vel staðinn og mest grjót til hans flytja.
Þriðji þar eftir mundi draga mestan grenivið að staðnum og
kirkjunni, „og má með réttu,“ hafði Sveinn sagt, „sá hinn
fyrri kallast grjótbiskup. Þar eftir munu siðaskipti koma í land
á öllu: messusöng og tíðagjörðum, hringingum og helgihöldum,
og mun það alla tíma aukast meir með þeim fimmta og sjötta.
Þá vil ég heldur vita son minn búa i Höfða hjá Skálholti eða
væri fjósamaður i Skálholti en kirkjuprestur þar, þvi Skálholt
liefur aukist og eflst. með herradæmi, en mun eyðast með eymd
og vesalingsskap, enda er þá þetta land komið undir útlendar
þjóðir.