Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Page 26

Morgunn - 01.12.1976, Page 26
124 MORGUNN mikla meðfa'dda miðilshæileika, en verið mjög heilsutæpur i a'sku. En það er um miðilshæfileika að segja, að þeir geta verið mjög hættulegir heilsutæpu fólki og verkað ákaflega truflandi á lifs þess. Þess vegna er stundum lokað fyrir þá með sérstökum aðgerðum á miðilsfundi. Og skilst mér að það hafi einmitt verið gert af þessum ástæðum við Guðmund Kamban. Síðastliðið vor dvaldist ég á fornu landsetri í Essex á Eng- landi. Þetta er eitt af þessum stórhýsum, sem lengi hafa verið híbýli auðstétta og aðals Stóra-Bretlands með röðum málverka forfeðranna í feiknaskrautlegum römmum um alla veggi. Bvggingin, sem vafalaust myndi kölluð höll á fslandi, býr yfir sterku andrúmslofti liðins tíma, horfinna kynslóða, og í kirkjugarðinum á landareigninni sem er geysistór, hvíla beiri þeirra héraðshöfðingja, sem þarna hafa búið og ráðið mál- efnum sveitaalþýðunnar í héraðinu, sem býr yfir undursam- legri náttúrufegurð. Síðasti einstaklingurinn sem átti þetta landsetur og bjó þar var Arthur bindley, auðugur maður af fornri og frægri skozkri ætt- Findley er afkastamestur og virtastur þeirra höfunda brezkra sem skrifað hafa um spiritisma og hefur meira að segja skrifað mannkynssögu í tveim þykkum bindum frá sjónarmiði hinnar spiritisku lífsskoðunar. Ekki er mér kunn- ugt um að á íslenzku hafi verið ])ýdd nema ein bóka hans Á landainœrum annars heims, sem Magnús Stefánsson og Oliver Guðmundsson gáfu út i þýðingu Einars H. Kvarans, skálds. Findlev var hámenntaður maður og stundaði nám við ýmsa fra'gustu háskóla Evrópu, en einkanlega var hann duglegur við sálarrannsóknir og skrifaði ómetanlegar bækur um þær rannsóknir. En þær sanrrfærðu hann um það að kenningar spiritismans væru réttar. Findley arfleiddi í.andssamband brezka spiritista að þessari landareign sinni í Essex, og er landsetrið nú notað sem mið- stöð fyrir fræðslufyrirlestra og sýningar á dulrænum hæfi- leikum cg skiptast beztu miðlar Bretlands á að koma þangað, flytja fyrirlestra og sýna dulræna hæfileika sína. Þar fara

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.