Morgunn - 01.12.1976, Side 30
128
MORGUNN
erfiðast eiga. Með þessu framkvæmir hann í verki hugsjón
höfundar þeirrar greinar spiritisma, sem iðkaður er í Brasilíu,
Allans Kardecs sem hélt því fram, að spiritismi án góðverka
sé nafnið eitt.
Heimildarmaður minn, rithöfundurinn Guy Playfair, sem
ég gat um óðan, horfði sjólfur á Chico ó þessari bókakynningu
i fjórar klukkustundir. Plann segir svo frá: Hajgri hönd hans,
sem liafði skrifað um fimm miljónir orða, var á stöðugri hreyf-
ingu, vmist að skrifa nafn siLt á bækurnar eða taka í hönd
aðdáendunum- Um 2000 eintök voru seld þennan eina dag úr
bókahillunum, sem komið hafði verið fyrir í anddyrinu. Venju-
lega liefði þetta fært höfundinum um $600 í ritlaun. En eins
og allt annað fé, sem fengist hafði fyrir bækur Chicos i fjörutíu
ár, yrði því brátt eytt í fatnað, mat og læknishjálp hinum
fátæku til handa. Chico er heil velferðarstofnun sem saman-
stendur af einum manni.
Röðin kcm að mér. Chico heilsaði mér eins og honum væri
kærara að hitta mig en nokkurn annan. Hann bað mig að bera
ritstjóra Psychic News, miðlinum Maurice Barbanell, kveðju
sína, og að svo mæltu skrifaði hann á þrjár bækur sem ég
hafði keypt, gaf mér tvær rauðar rósir og kvaddi mig með
hlýju handtaki. Þegar ég fór þaðan snemma um kvöldið,
biðu enn fjögur hundruð manns eftir því að röðin kæmi að
þeim og enn fleiri voru að bætast í hópinn. En mér var sagt,
að ég ga?ti reitt mig á það, að Chico myndi ekki hreyfa sig úr
sporunum fyrri en hver einasti maður hefði fengið áritun,
handtak og rós til minja, jafnvel þótt það tæki hann alla
nóttina.“
Chico Xavier fæddist 2. apríl, 1910 í bænum Pedro Leo-
pcldo í miðríkinu Minas Gerais í Brasilíu, sem er álíka stórt
og Fi akkland. Hann var eitt af niu systkinujn, og misstu þau
móður sína, þegar Chico var fimm ára gamall. Guðmóðir hans
tók hann í fóstur.
Þetta sama ár fékk hann fyrstu reynzlu sina sem miðill með
þvi að harm sá móður sina líkamnast fyrir framan sig eftir
lát hennar. Og þegar hann tók að ganga i bamaskólann var